Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ
397
»Með tilkomu heilsugæslustöðva sköpuðust ný
viðhorf í heilbrigðisþjónustu á íslandi. í kjölfarið
myndaðist spenna milli heimilislækna annars
vegar og sérfræðinga hins vegar, sem byggðist á
hugmyndafræðilegum ágreiningi og
hagsmunaátökum. En reynsla undanfarinna ára
hefur leitt í Ijós, að þessi togstreita dregur úr styrk
samtaka okkar og þjónar hvorki hagsmunum
okkar né þeirra, sem þjónustunnar njóta. Það er
skoðun okkar, að forsenda samstarfs
heimilislækna og sérfræðinga sé traust og
gagnkvæmur skilningur á verksviði hvors annars.
Einnig að þó heilsugæslustöðvar séu
aðalstarfsvettvangur heimilislækna, hindrar það
hvorki aðgang sérfræðinga að stöðvunum né
samstarf þessara aðila um greiningu, meðferð og
eftirlit einstakra sjúklinga. Ágreiningi
sérfræðinga og heimilislækna þarf að eyða, enda
stendur hann í vegi fyrir eðlilegri þróun
heilbrigðisþjónustu í landinu. Við óskum eftir
stuðningi aðalfundarfulltrúa við ofangreind
atriði.«
Magni Jónsson og Haukur Þórðarson fögnuðu
þessu erindi.
Páll Sigurðsson benti á, að núgildandi lög gera
ráð fyrir sérfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum.
í Reykjavík hafa heilbrigðisyfirvöld í borginni
hins vegar vikið þessu málefni frá sér. Haukur
Þórðarson lagði til, að þeir, sem vildu,
undirrituðu þetta erindi og það væri síðan tilmæli
til stjórnar. Undirrituðu 19 fundarmenn erindið.
Kjartan Örvar fékk orðið og ræddi um
framhaldsnám, sem nú væri í mikilli óvissu.
Samband hefði verið haft við norska
læknafélagið og lögð fram beiðni frá L.f. og FUL
um samstarf að þessu máli en norska
læknafélagið hefði hafnað beiðninni. Hann lagði
síðan fram eftirfarandi bókun frá FUL:
»Með hverju ári verður æ erfiðara fyrir unga
lækna að komast í framhaldsnám erlendis, þar
sem samkeppni um námsstöður er gífurleg. Það
er ljóst, að opna verður nýjar leiðir fyrir
framhaldsnám og er Noregur þar ofarlega á blaði.
Nýlega hefur norska læknafélagið hafnað beiðni
L.í.og FUL um aðstoð við að koma íslenskum
læknum að við framhaldsnám í Noregi, en vísað á
heilbrigðisyfirvöld í báðum löndum um
hugsanlegan samning þar að lútandi.
FUL beinir þeim tilmælum til stjórnar L.Í., að
hún beiti sér fyrir því, að heilbrigðisyfirvöld á
íslandi reyni að ná samkomulagi við norsk
stjórnvöld um framhaldsnám þar í landi.«
Formaður bar að lokum fram þakkir til
fundarmanna, fundarstjóra og fundarritara og
sleit fundi. Fundargerð aðalfundarins birtist (lítið
eitt stytt) í ágústhefti Læknablaðsins, 6. tbl. 1987
og vísast að öðru leyti til hennar.
STJÓRNARFUNDIR
Að vetrinum heldur stjórn L.í. formlega fundi
vikulega að jafnaði. Á tímabilinu 9. sept. 1986 -
18. ágúst 1987 voru stjórnarfundir 33 talsins. Auk
þess voru haldnir tveir fundir sameiginlegir með
stjórn L.R. Bókfærð mál voru frá 1-20 á fundi,
alls 327 mál á ofangreindu tímabili. Að sjálfsögðu
vinna stjórnarmenn að margvíslegum málefnum
félagsins á milli funda.
FUNDUR STJÓRNAR L.í.
MEÐ FULLTRÚUM SVÆÐAFÉLAGA
(FORMANNARÁÐSTEFNA)
Ofangreindur fundur var haldinn í Domus
Medica 4. apríl 1987. Fundinn sóttu fulltrúar allra
svæðafélaganna, en alls sátu hann 22. Á
fundinum var rætt um afgreiðslu ályktana
aðalfundar 1986 og skýrt frá helstu málum, sem
stjórnin hafði haft afskipti af frá síðasta
aðalfundi. Rætt var um frumvarp til nýrra
læknalaga, sem þá lá fyrir Alþingi og sagt frá
umfjöllun stjórnar um frumvarpið (sem náði ekki
afgreiðslu fyrir þinglok í aprílmánuði sl.).
Kjaramál voru til umæðu, og skýrðu formenn
samninganefnda stöðuna í samnngamálum. Rætt
var um innheimtur fyrir verk unnin skv.
gjaldskrá. Tryggingayfirlæknir var gestur
fundarins í tilefni þessarar umræðu. Rætt var auk
þess um atvinnuhorfur meðal lækna,
trúnaðarlæknisstörf, útgáfumál o.fl. mál. Nánar
er sagt frá fundinum í ágústhefti Læknablaðsins,
1987.
AFGREIÐSLA ÁLYKTANA
AÐALFUNDAR 1986
I.
Áskorun á ráðherra heilbrigðis- og menntamála
og stjórn L.í. um, að komið verði á fót
framhaldskennslu í heimilislækningum og um
eflingu framhaldskennslu í öðrum greinum var
send viðkomandi ráðherrum, landlækni,
læknadeild Háskóla íslands, héraðslæknum og
læknaráðum deildaskiptra sjúkahúsa.
II.
Áskorun á læknadeild Háskóla íslands um að
vinna að stofnun prófessorsembættis i
heimilislækningum o.fl. var send deildinni,