Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 66
410 LÆKNABLAÐIÐ Reksturskostnaður vaktarinnar er um 1.200.000 krónur á mánuði. Framundan eru viðræður við samninganefnd sjúkratrygginga um hugsanlegan áframhaldandi rekstur vaktarinnar á vegum lækna en núgildandi samningur rennur út 15. nóv. n.k. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 29. júní sl. var m.a. samþykkt að halda rekstri áfram á vegum sameignarfélagsins að því tilskildu, að nauðsynlegar breytingar á núgildandi samningi næðust í þeim viðræðum, sem að ofan greinir. Núverandi stjórn félagsins skipa: Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður, Leifur N. Dungal, Halldór Jónsson, Gunnar Helgi Guðmundsson, Björn Guðmundsson og Sigurður Örn Hektorsson. Vaktstjóri er Magnús R. Jónasson og framkvæmdastjóri er Páll Þórðarson. ORLOFSNEFND Eins og kunnugt er eiga læknafélögin nú þrjá sumarbústaði og tvær orlofsíbúðir. Það eru tveir bústaðir í Brekku i Biskupstungum og einn við Hreðavatn. íbúðirnar eru á Akureyri og í Reykjavík. íbúðin í Reykjavík var illa nýtt fyrstu mánuðina, en nú í sumar er bókað á flestar vikurnar. íbúðin á Akureyri er vel nýtt eins og áður. Nýting á sumarbústaðnum við Hreðavatn er mjög góð yfir sumarmánuðina en hann var lokaður í allan vetur þar sem ekki var búið að ganga frá frostheldum vatnslögnum. Stendur þetta til bóta. Framkvæmdir hafa verið í kringum bústaðinn í vor og búist er við að innan örfárra ára verði kominn þarna sælureitur. í Fréttabréfi lækna nr. 6/1987 skrifaði ritstjóri Fréttabréfsins ítarlega lýsingu á öllum bústöðunum og eru væntanlegir leigjendur hvattir til að lesa þær. Ekki eru í bígerð kaup á nýjum bústöðum að sinni, þótt ýmsar hugmyndir hafi verið á lofti. NÁMSKEIÐS- OG FRÆÐSLUNEFND Haustnámskeið var haldið í Domus Medica dagana 24.-28. sept. 1986. Að þessu sinni skiptist námskeiðið í tvo hluta. Annars vegar var fjallað um slys og ofnæmi en hins vegar var haldið sérstakt 2ja daga stjórnunarnámskeið fyrir lækna. Fyrri hluta námskeiðsins sóttu um 50 læknar. Var að nokkru leyti brugðið út af hefðbundnu fyrirlestraformi og fjallað um verkefnin í hópum. Gaf það góða raun og ýtti undir umræður. Níu læknar fluttu fyrirlestra eða stjórnuðu umræðum, og kann nefndin þeim bestu þakkir fyrir. Takmarka varð þátttakendafjölda á stjórnunarnámskeiðið við 25 manns og komust því færri að en vildu. Námskeiðið var því endurtekið í nóvember og aftur í marsmánuði. Fjórða stjórnunarnámskeiðið var svo haldið á Akureyri á vordögum í samvinnu við Læknafélag Akureyrar. Var almenn ánægja með þessi námskeið en umsjón þeirra var í höndum Höskuldar Frímannssonar, viðskiptafræðings og læknanna Högna Óskarssonar og Guðjóns Magnússonar. Gæti orðið framhald á þessum námskeiðum síðar. í marsmánuði stóð Fræðslunefndin að málþingi á Hótel Loftleiðum um einkenni alnæmis í samvinnu við Tannlæknafélag íslands. Auk íslenskra fyrirlesara var dönskum lækni, dr. Pindborg, boðið til þingsins, og flutti hann erindi um munnholseinkenni alnæmis. Um 100 manns sóttu þingið. í maímánuði voru staddir hér á landi 2 helstu forsvarsmenn Svía í alnæmisvörnum. Af því tilefni boðaði Fræðslunefnd heilsugæslulækna í Reykjavík og fleiri aðila til fundar með þeim í Domus Medica. Um 20 manns mættu. Af öðrum störfum nefndarinnar má nefna úthlutun styrkja til fræðslustarfsemi á vegum svæða- og sérgreinafélaga en fé til þess fær nefndin frá Námsjóði lækna. í ár var nokkuð fleiri styrkjum úthlutað en undanfarin ár og bendir það til grósku í starfi þessara félaga. Eins og endranær eru það þó einkum stærri svæðafélögin, sem notfæra sér þennan stuðning Námsjóðsins. SIÐANEFND Hjá Siðanefnd liggur óafgreidd frá fyrra ári kæra heilsugæslulæknis á hendur starfsbróður vegna ósanninda í tengslum við mál, sem Siðanefnd hafði fjallað um. Einnig er Siðanefnd með til umfjöllunar erindi frá hæstaréttarlögmanni hér í borg um, hvort umsagnir tiltekins læknis um tvö vottorð séu í samræmi við siðareglur félagsins. GERÐARDÓMUR Þann 29. apríl sl. kvað Gerðardómur skv. Codex Ethicus L.í. upp sinn fyrsta úrskurð, eftir að lögum L.í. var breytt 1978 og hann varð eingöngu áfrýjunardómstóll vegna úrskurða Siðanefnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.