Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 46
390 LÆKNABLAÐIÐ Á heilsugæslustöðinni eru starfandi hjúkrunarsforstjóri og hjúkrunarfræðingur, einn meinatæknir, símavörður sem jafnframt annast sjúkraskrár og tveir ritarar. Með því að samnýta aðstöðuna á sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni er hægt að koma við ýmissi hagræðingu. Við sjúkrahúsið starfa hjúkrunarforstjóri, sex hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir sem einnig sinnir mæðravernd á heilsugæslustöðinni, fjórir til sex sjúkraliðar auk ófaglærðra starfsmanna. MIKIL ÞÖRF ER Á ÞJÓNUSTUÍBÚÐUM FYRIR ALDRAÐA Egilsstaðir eru miðsvæðis í víðlendu landbúnaðarhéraði og segir það til sín á sjúkrahúsinu. Oft er nauðsynlegt að taka inn sjúklinga einfaldlega vegna þess að þeir eiga ekki í önnur hús að venda. Þannig liggja félagslegar aðstæður og einstæðingsskapur oft til grundvallar innlögnum. Margt af þessu gamla fólki er gjörsamlega eignalaust. Það á ef til vill verðlausa jörð með verðlausum húsum og er slyppt og snautt þegar það flyst af jörðinni að loknu ævistarfi. Þetta gamla fólk passar einfaldlega ekki inn í rikjandi eignafyrirkomulag. Erfitt er að koma við heimahjúkrun og heimilishjálp í héraðinu, en við sjúkrahúsið eru nokkrar leiguíbúðir, sem hrepparnir á Héraði hafa fjármagnað, og eru þær ætlaðar gömlu fólki. Þessar íbúðir eru einungis fyrir sjálfbjarga fólk enda er ekki innangengt í þær frá sjúkrahúsinu. Að vetrinum er gengið úr þeim beint útí skafl. ÞJÓNUSTUSVÆÐI EGILSSTAÐALÆKNA Egilsstaðalæknishérað er víðfeðmt. Niður á Borgarfjörð eru um 70 km. Þangað er um fjallveg að fara og yfir Njarðvíkurskriður, sem mörgum þykja ógnvekjandi. Upp á Möðrudal eru 100 km. Norðan megin Lagarfljóts er ysti hreppur Hlíð og þangað eru um 60 km og fyrir innan Egilsstaði klofnar Fljótsdalurinn í tvennt. Þetta er ekkert smá svæði sem læknar verða að þjónusta hvenær sem er sólarhringsins. Á jóladag fyrir tveimur árum fór Gunnsteinn til dæmis í sjúkravitjun norður á Möðrudal, um 100 km leið. Þar við bætist að vegir eru slæmir og stundum lenda læknar í allt að sólarhringsvitjunum. Auk framangreindra svæða eru öræfin að opnast fyrir aukinni umferð. Vegur hefur verið opnaður upp í Kverkfjöll. Á þessum slóðum hafa orðið slys, menn villst og læknar þurft að fara með björgunarsveitum. Eru þá ótaldir veiðimenn sem talsvert eru á ferð um hreindýraslóðir og veiðivötn. SAMSKIPTI VIÐ SÉRFRÆÐINGA Sérfræðiaðstoðar þarf að leita annars staðar. Það er um 2ja klst. akstur niður á Norðfjörð og ekki alltaf greiðfært. Nokkur fjöldi sjúklinga er sendur til Akureyrar og þeim hefur fjölgað í og með eflingu Fjórðungssjúkrahússins þar. Ein verstu tilfelli sem upp koma eru konur sem þarfnast bráðs keisaraskurðar, þær verður að senda í burtu í skyndi. Hægt er að koma þeim til Akureyrar og á skurðarborð á einni klukkustund og fyrr á Neskaupstað ef fært er í lofti. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, verður hins vegar að játa að Egilsstaðir eru á áhrifasvæði Reykjavíkur og tilheyra upptökusvæði Reykjavíkursjúkrahúsanna. Það skiptir miklu að flugvöllurinn á Egilsstöðum sé í góðu lagi én því Gunnsteinn Stefánsson, Stefán Þórarinsson og Þórður G. Ólafsson. (Ljósm. Örn Bjarnason).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.