Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 391 er ekki að heilsa. Verður hann oft ófær í aurbleytum. Reynt er að senda bréf með öllum sjúklingum og óskað er eftir svörum. Egilsstaðalæknar sögðust gefast upp á samskiptum við þá sérfræðinga sem ekki hirða um að senda svör til baka með sjúklingum. Sérfræðiþjónusta er yfirleitt góð og stuttur biðtími, einnig veita sérfræðingar mikla aðstoð í gegnum síma. Samskipti sérfræðinga og heilsugæslulæknanna markast mjög af landfræðilegum ástæðum. Það kostar sjúkling a.m.k. 2ja daga ferð með flugi að fara í skoðun til Reykjavíkur. Nokkuð er um það að sjúklingar fari beint til sérfræðinga, án þess að leita fyrst til heilsugæslulækna og er þá undir hælinn lagt hvort bréf fást með sjúklingunum til baka. Þá getur myndast stöðugt eftirlitssamband á milli sjúklings og sérfræðings, án þess að heilsugæslulæknar séu nokkuð inni í myndinni. Þetta kæmi síður til væri tilvísanaskyldan enn við líði. Það má vissulega segja að ekki sé gott að draga kollega sína í dilka, en Egilsstaðalæknar sögðust tvímælalaust leita fremur til sérfræðinga sem sýndu þeim gagnkvæmt traust og aðstoðuðu þá við að fylgjast með sjúklingum heldur en þeirra sem veita engar upplýsingar eða kalla sjúklinga óþarflega oft suður. Að sjálfsögu ræður sjúklingur endanlega og óski hann þess að fá ákveðinn lækni er aldrei staðið gegn því. ÞÁTTUR TRYGGINGASTOFNUNAR Tíðar ferðir sjúklinga til Reykjavíkur geta reyndar líka stafað af því, að Tryggingastofnun ríkisins greiðir ferðakostnað sjúklings þurfi hann að fara þrjár ferðir eða fleiri vegna sama sjúkdóms á einu ári. Þetta hefur jafnvel verið notað sem röksemd fyrir tíðu eftirliti sérfræðinga. Það getur verið erfitt fyrir sjúklinga að standa undir kostnaði af tveimur ferðum til Reykjavíkur, sérstaklega af láglaunasvæðum. En í slíkum tilvikum hafa sjúkrasjóðir verkalýðsfélaga og bændasamtakanna hlaupið undir bagga. Oft virðast sérfræðingar eiga erfitt með að skilja, að ferð til Reykjavíkur er ekkert smámál fyrir fólk utan af landi. Það hefur alls kyns kostnað og óþægindi í för með sér fyrir utan beinan ferðakostnað. Egilsstaðalæknar sögðu samstarfið við Tryggingastofnun vera brösótt. Tryggingastofnun sniðgengi þá leynt og ljóst sem trúnaðarmenn á svæðinu. Oft á tíðum virtist stofnunin vilja taka allt eftirlit undir sinn hatt og koma því ofan í skúffu inni á Laugavegi. Annað sem Egilsstaðalæknum líkar afskaplega illa er, að Tryggingastofnun virðist ekki álíta þá vottorðabæra um það hvort sjúklingar hafi leitað til sérfræðings utan héraðs. Til þess að Tryggingastofnun greiði ferðakostnað þarf sérfrœðingur að gefa kvittun. Oft er ekki vitað í fyrstu ferð hvort aftur þurfi að leita sérfræðings, en til að uppfylla hugsanlega vottorðaskyldu gagnvart Tryggingastofnun verður sérfræðingurinn að byrja þá þegar að gefa sjúklingi vottorð. Þetta töldu Egilsstaðalæknar eitt dæmi þess hvernig Tryggingastofnun dæmir eftirlitsgetu þeirra ómerka. Læknar verða að geta unnið með Tryggingastofnun, annars gengur dæmið ekki upp. Heilsugæslulæknum eru lagðar þungar skyldur og mikil ábyrgð á herðar og ættu í raun að vera brjóstvörn tryggingakerfisins. Tryggingastofnun hefur enga trúnaðarlækna úti á landi. Þegar fulltrúar stofnunarinnar funda til dæmis með umboðsmönnum sínum á landsbyggðinni, þá er ekkert samband haft við heilsugæslulæknana. Starfsmenn Tryggingastofnunar hafa ekki læknisfræðilega þekkingu til að meta þá sjúkdóma sem koma til þeirra kasta og vísa því til læknanna. Þannig er tryggingakerfið starfhæft vegna þess að í raun koma læknarnir fram sem brjóstvörn þess. Það er afskaplega brýnt að leysa þessa samskiptaörðugleika, vegna þess að þeir bitna á öllum aðilum, ekki síst sjúklingum. Lceknablaðið tekur undir það og óskar Egilsstaðalœknum velfarnaðar í starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.