Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 14
366 LÆKNABLAÐIÐ sendir til Calculab í Richmond, Va. í Bandaríkjunum til greiningar. Kristallar einstakra steina voru greindir með því að ákvarða ljósbrot röntgengeisla, sem beint er að steinunum. Þessi greiningaraðferð skilur einnig á milli samsetningar í miðju steinanna og ytri laga. Alls voru 152 steinar sendir til greiningar. í þessum hópi sjúklinga voru 97 karlar og 55 konur. Hlutfallið þeirra á milli er 1,8 : 1 eða 63% á móti 37% (mynd 2). Aldursdreifing eftir kyni er sýnd í mynd 3. Meðalaldur karla var 51,9 ár en kvenna 47,1 ár. Steinarnir voru ýmist fjarlægðir með aðgerðum eða gengu niður af sjúklingunum og voru þá sigtaðir úr þvagi. Frá fimm sjúklingum voru sendir tveir steinar til greiningar. Steinar umfram einn eru ekki teknir inn í útreikninga. Þeir reyndust í öllum tilfellum vera sömu gerðar og sá fyrsti. NIÐURSTÖÐUR í mynd 4 er að finna fjölda hverrar steingerðar. Þar sést, að 90% steinanna eru kalsíumsteinar, ýmist samsettir eða hreinir. Blanda af kalsíumoxalati og kalsíumfósfati finnst í 49% steinanna. Þessir steinar fundust hjá 75 sjúklingum, 45 körlum og 30 konum. Næstalgengasta steingerðin eru hreinir kalsíumoxalatsteinar. Þeir fundust hjá 34 körlum og 14 konum. Þriðju í röðinni koma svo hreinir kalsíumfósfatsteinar, 14 steinar alls, og í þessum hóp eru 8 karlar og 6 konur. Þvagsýrusteinar eru 8 og fundust eingöngu hjá körlum. Strúvítsteinar (ammoníummagnesíumfosfat) fundust hjá 7 sjúklingum, 5 konum og 2 körlum. Steinar úr sýstíni, xanþíni og 2,8-díhýdroxyadeníni fundust ekki í þessari rannsókn. Kynskifting innan hverrar steingerðar er sýnd í mynd V. UMRÆÐA Nýrnasteinar eru mjög algengir á Vesturlöndum. í grein eftir Ljunghall og fleiri er því haldið fram að algengi nýrnasteina í Svíþjóð sé 10-20% hjá körlum og 3-5% hjá konum (3). Þó er varhugavert að treysta um of á tölfræðilegar upplýsingar frá sjúkrahúsum, því margir sjúklingar þurfa ekki á sjúkrahúsvist að halda (4, 5). Þá er rétt að benda á að endurmyndun steina er algeng. Williams fylgdi 538 steinamyndurum eftir í 10 ár og fann að 80% karlanna og 60% kvennanna mynduðu fleiri steina. í rannsókn, sem Blacklock gerði, var endurmyndunartíðnin 72% og Ljunghall & Hedstrand komust að sömu niðurstöðu. Langoftast mynda þessir sjúklingar sömu steingerð aftur (6). Til að koma í veg fyrir frekari steinamyndun er því mikilvægt að þekkja steingerðina. í okkar rannsókn er kynjahlutfallið 1,8 karlar á móti hverri konu. Þetta er með því lægsta sem gerist. Flestir gefa upp hlutfallið 2-3: 1 (7). Karlar hafa meirihluta innan allra steingerða nema strúvítsteina. Þar snýst hlutfallið við og Fjöldi 30 0 0-20 21-30 31-40 41 ■ Konur 0 Karlar Mynd 3. Aldursdreifing. -50 51-60 61-70 71-80 81-90 Aldur Fjöldi ■ Karlar Konur Tegund Mynd 5. Kynjaskifting innan steingerða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.