Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 52
396 LÆKNABLAÐIÐ VII. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, skorar á menntamálaráðherra að leggja fram á næsta Alþingi frumvarp það til laga um Vísinda- og Rannsóknaráð íslands, sem samið var að tilhlutan nefndar skipaðri 1977 af þáverandi menntamálaráðherra til að endurskoða lög um Vísindasjóð. Fundurinn telur brýna nauðsyn bera til, að umræða um skipan vísindarannsókna hefjist nú þegar á Alþingi. VIII. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst 1986, felur stjórn félagsins að beina þeim tilmælum til lækna, að þeir fari vandlega yfir endanlega gerð frétta og annars efnis, sem eftir þeim er haft í fjölmiðlum. Ályktunartillögu frá FÍH um, að stjórn L.í. skipi nefnd til að gera tillögur um siðareglur varðandi rannsóknir í læknisfræði var vísað til stjórnar. Að lokinni samþykkt ársreikninga og ákvörðun árgjalds, sem var ákveðið kr. 20.000 fyrir árið 1987, var gengið til kosninga. Aðeins komu tillögur frá stjórn L.I., og var því sjálfkjörið í eftirtaldar trúnaðarstöður: Varaformaður til 2ja ára: Sverrir Bergmann. Ritari til 2ja ára: Kristján Eyjólfsson. Meðstjórnendur til eins árs: Arnór Egilsson, Gestur Þorgeirsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir og Þorkell Bjarnason. Endurskoðandi: Einar Jónmundsson, varamaður: Þengill Oddsson. I Gerðardóm til 2ja ára: Sigursteinn Guðmundsson, varamaður: Pálmi Frímannsson. I Siðanefnd til 2ja ára: Þorvaldur Veigar Guðmundsson og Guðmundur Sigurðsson. Varamenn: Hannes Finnbogason og Ólafur Bjarnason. Því næst tók Haukur Þórðarson til máls og færði þakkir stjórnar til Halldórs Steinsen, sem hefur verið varaformaður síðustu 4 ár, en hverfur nú úr stjórn, auk þakka til Jóns Jóhannesar Jónssonar, sem nú hverfur úr stjórninni. Færði hann sérstakar þakkir til meðlima í Siðanefnd frá upphafi 1978, Þorgeirs Gestssonar og Guðmundar Péturssonar. Því næst tók til máls Magni Jónsson og bauð til aðalfundar í Reykjavík að ári. Undir liðnum »önnur mál« tók Haukur Þórðarson til máls og lagði til, að Eggert Steinþórsson yrði kjörinn heiðursfélagi L.í. Hann hafi unnið síðan 1956 að undirbúningi, byggingu og stjómun Domus Medica eða frá upphafi og sé nú formaður í stjórn Sjálfseignarstofnunar Domus Medica og húsfélags Domus Medica. Var tillagan samþykkt með lófaklappi. Haukur ræddi síðan um aðild félaga íslenskra lækna erlendis. FÍLÍS og FÍLÍNA væru aðilar að L.Í., svo og FÍLÍÞý og FÍLÍB, en ekkert hefði heyrst í tveim síðarnefndu félögunum í allmörg ár. Munnlegar upplýsingar lægju fyrir um, að færri en 8 læknar væru starfandi í Þýskalandi. Þessum tveim félögum hefði verið skifað fyrir 1-2 árum, en ekkert svar borist. Lagði formaður til, að þeim yrði ritað bréf, þar sem þeim væri tilkynnt, að þau mundu falla af skrá yfir svæðafélög, þar til þau endurnýjuðu sig. Var það samþykkt. Hann kvað næst á dagskrá erindi frá FÍLÍNA. Samþykktir frá félaginu hefðu borist í fyrra og verið lagðar fyrir aðalfund 1985, en af mistökum hefði láðst að birta þær. í nýlegri samþykkt lýsti FÍLÍNA yfir furðu sinni vegna þessa og mótmælti um leið aðferðum aðalfundar L.í. á hinu almenna lækningaleyfi, þegar samþykkt var ályktun um skipan heimilislækna á heilsugæslustöðvar. Einnig hefði hömlulaus nýyrðasmíð í Læknablaðinu gert blaðið illlæsilegt venjulegum lækni. Hins vegar bæri L.í. þakkir vegna aðgerða, þegar hætta var á lokun til framhaldsnáms í U.S.A. Loks fagnaði FÍLÍNA umræðuefnum á málþingi á þessum aðalfundi. Haukur dreifði síðan á fundinum áliti stjórnar Læknafélags fslans á göngudeildarmálum, sem byggt var á könnun starfshóps innan stjórnar L.Í., sem ætlað var að athuga breytingar frá árinu 1982, sem orðið hefðu. Kom í ljós, að göngudeildarþjónusta hafði ekki aukist og aukning var ekki fyrirhuguð. Ekki var tekin með þjónusta göngudeildar kvennadeilar Landspítalans, þar sem upplýsingar þaðan komu of seint. Ólafur Ólafsson dreifði meðal fundarmanna nýju riti frá landlæknisembættinu, sem nefnist »Mannréttindi og eftirlaunaaldur«. Pétur Lúðvigsson lagði fram á fundinum erindi sitt og Lúðvíks Ólafssonar, sem er svohljóðandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.