Læknablaðið - 15.11.1987, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 393-417
393
ÁRSSKÝRSLA LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS
starfsárið 1986-1987
INNGANGUR
Ársskýrsla þessi nær til 18. ágúst 1987. Síðasta
skýrsla stjórnar nær til 18. júlí 1986, en hún var
lögð fram á aðalfundi 22.-23. ágúst 1986.
Alls greiddi 761 læknir árgjald árið 1986. Þar af
voru 633, sem greiddu fullt árgjald, en 128 hluta
árgjalds. Læknar á skrá, komnir yfir sjötugt
og/eða hættir störfum, voru 59 í árslok, en þeir
greiða ekki árgjöld.
Árgjaldið 1986 var kr. 16.000 og hluti
svæðafélags þar af kr. 2.000. Innheimt árgjöld
samsvöruðu 662 heilum árgjöldum og skiptust
þau þannig milli svæðafélaga:
Læknafélag Reykjavíkur 525,
Læknafélag Vesturlands 24,
Læknafélag Vestfjarða 11,
Læknafélag Norðvesturlands 13,
Læknafélag Akureyrar 50,
Læknafélag Norðausturlands 9,
Læknafélag Austurlands 14
og Læknafélag Suðurlands 16.
Vorið 1987 útskrifuðust 44 kandidatar frá
læknadeild Háskóla íslands, en 62 árið áður.
Eftirtaldir læknar hafa látist frá síðustu
ársskýrslu:
Hinrik Thorarensen
f. 15.09.93 d. 26.12.86
Jón Sigurðsson
f. 29.06.06 d. 28.12.86
Kjartan Jóhannsson
f. 19.04.07 d. 07.01.87
Ólafur Jónsson
f. 04.09.24 d. 17.08.87
Steingrímur Jónsson
f. 23.11.19 d. 02.03.87.
AÐALFUNDUR L.í. 1986
Aðalfundur Læknafélags íslands 1986 var
haldinn á Sauðárkróki 22. og 23. ágúst. Fundinn
sátu eftirtaldir fulltrúar:
Frá Læknafélagi Reykjavíkur: Atli Dagbjartsson,
Guðmundur I. Eyjólfsson, Halldór Jónsson, Jón
H. Alfreðsson, Kristján Baldvinsson, Kjartan
Örvar, Ludvig Guðmundsson, Lúðvík Ólafsson,
Magni Jónsson, Ólafur Mixa, Pétur Lúðvigsson,
Tryggvi Ásmundsson og Þórður Harðarson.
Frá Lœknafélagi Vesturlands: Ari Jóhannesson
og Sigurbjörn Sveinsson,
frá Lœknafélagi Vestfjarða: Samúel J.
Samúelsson,
frá Lœknafélagi Norðvesturlands: Friðrik J.
Friðriksson,
frá Lœknafélagi Akureyrar: Brynjólfur
Ingvarsson, Halldór Halldórsson, Ólafur H.
Oddsson og Sigurður Kr. Pétursson,
frá Lœknafélagi Norðausturlands: Ingimar S.
Hjálmarsson,
frá Lœknafélagi Austurlands: Gunnsteinn
Stefánsson,
frá Læknafélagi Suðurlands: Pétur Z.
Skarphéðinsson,
frá F.Í.L.Í.S.: Jón G. Snædal,
frá F.Í.L.Í.N.A.: Uggi Agnarsson.
Enginn fulltrúi var frá F.Í.L.Í.B. og F.Í.L.Í.Þý.
Úr stjórn Læknafélags íslands sátu fundinn:
Haukur Þórðarson, formaður, Halldór Steinsen,
varaformaður, Kristján Eyjólfsson, ritari, Sveinn
Magnússon, gjaldkeri og Gestur Þorgeirsson.
Einnig sátu fundinn: Páll Þórðarson,
framkvæmdastjóri læknafélaganna, Ragnar H.
Guðmundsson, starfsmaður skrifstofu
læknafélaganna, og Friðrik Karlsson,
framkvæmdastjóri Domus Medica.
Gestir voru: Ragnhildur Helgadóttir,
heilbrigðismálaráðherra og Inga Jóna
Þórðardóttir, aðstoðarmaður ráðherra, sem sátu
fyrri hluta síðari dags aðalfundarins, Páll
Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Ólafur Ólafsson,
landlæknir, Ásmundur Brekkan, forseti
læknadeildar Háskóla íslands, Þorvaldur Veigar
Guðmundsson, fulltrúi Félags yfirlækna, og
Stefán Steinsson, fulltrúi F.U.L.