Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 5

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 5
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 421-6 421 Jóhann Ragnarsson, Þórður Harðarson, Snorri P. Snorrason CAPTÓPRÍL í VÆGUM HÁÞRÝSTINGI Áhrif þíasíða og indómetasíns á blóðþrýsting og efnaskipti INNGANGUR Á síðustu árum hefur komið fram nýr flokkur blóðþrýstingslækkandi lyfja, svokallaðir ACE (angiotensin converting enzyme) blokkarar. Þótt þessi lyfjaflokkur hemji reninaldósterónkerfið (1-3), er það ekki eini verkunarmáti hans. Aukning á framleiðslu æðavíkkandi prostaglandína (4-5) og seinkað niðurbrot kínina (6) kemur einnig til greina ásamt beinni þvagræsiverkun í nýrnapíplum (7). í þessari rannsókn voru athuguð bæði bráð og langtímaáhrif captópríls á blóðþrýsting, saltbúskap og aldósterón í sermi, með eða án þvagræsilyfjameðferðar. Áhrif prostaglandínhemjara samfara captóprílgjöf voru einnig athuguð. Reynt var að svara eftirfarandi spurningum: Hópur A (N = 7), meðalaldur 52,1 ±3,5 ár, fékk captópríl í 14 daga, en síðan var þíasíði bætt við í eitt ár. Indómetasín var gefið í 14 daga með báðum lyfjunum (Mynd 1). Hópur B (N = 6), meðalaldur 49,3 ±2,6 ár, fékk þíasíð í 14 daga, captópríl með því í 14 daga, síðan captópríl eitt sér í eitt ár, nema að indómetasín var gefið með því í 14 daga. Lyfjaskammtar koma fram á mynd 1. Ekki var gefið kalíum með þvagræsilyfi. í upphafi var blóðþrýstingur mældur 6 sinnum i sitjandi stöðu. Notaður var blóðþrýstingsmælir með hlaupandi núlli (Random-Zero BP Machine, Hawksley & Sons Ltd.). Meðaltal þessara mælinga var notað sem viðmiðunargildi fyrir meðferð. 1. Hve mikið lækkar blóðþrýstingur við gjöf captópríls með eða án þvagræsilyfs? 2. Gefa skammtímaáhrif góða hugmynd um langtímaverkun? 3. Dregur prostaglandínblokkari úr blóðþrýstingslækkun captópríls? EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Þrettán karlmönnum með vægan háþrýsting, án fyrri meðferðar, var skipt eftir hendingu í tvo hópa. Meðaialdur sjúklinga reyndist 50,7 ±3 ár (47-60 ár). Enginn hafði kransæðasjúkdóm, nýrnabilun eða sykursýki. Frá göngudeild Landspítalans fyrir háþrýsting. Barst 22/04/1987. Samþykkt 02/05/1987. Athuguð voru bráð áhrif captópríls á blóðþrýsting með mælingu á blóðþrýstingi fyrir og hálfri til einni klukkustund eftir fyrstu gjöf lyfsins (25 mg). Aldósterón í sermi var mælt fyrir og hálftíma eftir lyfjagjöf. Blóðþrýstingur var mældur á dögum A-E (Mynd 1). Á dögum A-E var einnig mæld hjartsláttartíðni, líkamsþyngd, hvít blóðkorn, elektrolýtar, aldósterón í sermi, einnig natríum, kalíum og kreatínin í sólarhringsþvagi. Renin var mælt í sermi fyrir meðferð í báðum hópum. Fastandi blóðsykur, kólesteról, tríglyseríðar og þvagsýra í sermi var mælt ásamt blóðhag fyrir meðferð og eftir eitt ár. Hjartarit var sömuleiðis skráð fyrir meðferð og eftir eitt ár. Tölugildi eiga við meðaltal ± HópurA C i 14 daga C + Di14daga C + D + lí14daga C + Diár Mynd 1.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.