Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 10

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 10
424 LÆKNABLAÐIÐ spurðir um aukaverkanir fyrir meðferð og eftir eitt ár. Engar aukaverkanir fundust. Enginn sjúklingur kvartaði undan breytingu á kyngetu. Þekktar aukaverkanir af captópríl svo sem málmkennt bragð í munni, útbrot, hvítkornafæð eða hvítumiga fundust ekki. UMRÆÐA Bráð lækkun blóðþrýstings eftir 25 mg af captópríl reyndist hafa gott forspárgildi um lækkun blóðþrýstings eftir 14 daga og eitt ár. Renin gildi í plasma fyrir meðferð reyndist einnig hafa forspárgildi, en af þessu tvennu er mæling blóðþrýstings einfaldari máti, er nýtist vel við mat á áhrifum captópríl meðferðar hjá sjúklingum með háþrýsting. Þetta er samhljóða niðurstöðum sem hafa fundist í nokkrum erlendum ra'hnsóknum (8-12). Púlshraði breyttist ekki við gjöf captópríls, en því hefur einnig verið lýst i ofangreindum rannsóknum. Langtíma blóðþrýstingslækkun af captópríl 50 mg tvisvar á dag reyndist góð og ekki marktækur munur á slagþrýstingsgildum eftir eitt ár hvort sem þíasíð var gefið með eða ekki. Lækkun lagþrýstings reyndist þó meiri eftir eitt ár í hópnum er fékk þíasíð með captópríl, þegar notuð voru meðaltöl blóðþrýstingsmælinga síðustu 6 mánuði (Tafla I). Þetta skýrist e.t.v. af hærri blóðþrýstingsgildum fyrir meðferð í hópi A, en lítill munur varð á blóðþrýstingsgildum hópanna í lok rannsóknarinnar. f rannsókn í Bandaríkjunum var sýnt fram á meiri lækkun blóðþrýstings þegar captópríl og þíasíð voru gefin samhliða (11-14), og fleiri rannsóknir hafa staðfest þessar niðurstöður. Bráð lækkun blóðþrýstings eftir captópríl, þegar um fyrri þíasíð gjöf var að ræða hafði ekki sama forspárgildi, þar sem blóðþrýstingslækkunin varð meiri eftir eitt ár, en eftir hálfa klukkustund. Það er í samræmi við ofangreindar rannsóknir. Enginn sjúklingur fékk óeðlilega mikla blóðþrýstingslækkun eftir fyrstu gjöf captópríls, þar sem þíasíð voru notuð áður, eða því bætt við captópríl, enda reyndist enginn sjúklingur hafa mjög hátt renin gildi í plasma fyrir meðferð. Þar sem blóðþrýstingslækkun stendur í beinu hlutfalli við renin í plasma, er lýst miklu falli á blóðþrýstingi, eða losti hjá sjúklingum með mjög hátt plasma renin eftir fyrstu gjöf captópríls (8). Aðgæslu er þvi þörf ef grunur er um háþrýsting, samfara háum renin gildum, svo sem af völdum þrengsla í nýrnaslagæð (15). Captópríl gefið tvisvar á dag lækkaði blóðþrýsting marktækt, en erlendar rannsóknir hafa staðfest að tvískömmtun sé nægileg til lækkunar blóðþrýstings. Áður var captóprílskömmtun ráðlögð þrisvar á dag (16). Helstu aukaverkanir captópríls eru útbrot, kláði, hvítumiga, hvítkornafæð og málmkennt bragð í munni (1, 3). Enginn sjúklingur okkar kvartaði undan þessum einkennum og enginn kvartaði undan minnkaðri kyngetu, en flest háþrýstingslyf hafa þá aukaverkun í för með sér (17). Verkunarmáti captópríls er ekki Ijós. Margir telja að blóðþrýstingslækkunin sé einkum vegna stöðvunar á framleiðslu angiotensins II, sem leiði til æðavíkkunar og minni framleiðslu aldósteróns. Fleiri verkunarmátar koma til greina, þar á meðal aukning á framleiðslu prostaglandína er leiða til æðavíkkunar, aukning á kíninum í sermi eða framleiðsla kínina í nýrum (4-6). Flestar langtímarannsóknir hafa sýnt fram á lækkun aldósteróns í sermi og þvagútskilnaði aldósteróns (8-10). Plasma aldósterón breyttist lítið hjá sjúklingum er fengu captóprílmeðferð eingöngu. Hins vegar kom captópríl í veg fyrir innleiddan aldósterónismus af þíasíðgjöf. Þar lækkaði aldósterón marktækt eftir captópríl og hélst lækkunin í eitt ár. Þrátt fyrir þetta lækkaði kalíum í sermi marktækt eftir eitt ár (3,6±0,35 mmol/1). Fleiri rannsóknir (11, 18) hafa sýnt þetta og er orsökin talin vera sú að hluta til sé komið í veg fyrir innleiddan hyperaldósterónisma. Saltútskilnaður jókst hjá þeim sjúklingum er fengu captópríl í eitt ár, því er lýst af öðrum (19). Talið er að captópríl hafi bein áhrif til að minnka saltfrásog í nýrnapíplum með hömlun á framleiðslu angiotensin II. Það veldur einnig minni framleiðslu aldósteróns, sem leiðir til aukins saltútskilnaðar í þvagi. Loks er talið að captópríl auki á prostaglandín (PGE2), en það veldur æðavíkkun, auk beinna þvagræsiáhrifa. Gjöf prostaglandínhemjara (indómetasín) samhliða captópríl hafði marktæka hækkun lagþrýstings í för með sér (P<0,02). Moore og félagar ásamt fleirum (5, 20-22) álita að prostaglandínaukning af captópríl leiði til blóðþrýstingslækkunar og að prostaglandínhemjari upphefji þessa blóðþrýstingslækkun. Þegar þíasíð var gefið með captópríl breyttist blóðþrýstingur ekki. Rannsóknir hafa sýnt (23) að í saltsnauðu ástandi (hypovolemiu) hafa prostaglandínhemjarar ekki áhrif til blóðþrýstingshækkunar. Þetta kann að vera ástæðan til þíasíð verkunarinnar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.