Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 17

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 17
LÆKNABLAÐIÐ 427 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavikur 73. ÁRG. - DESEMBER 1987 MEÐFERÐ HÁÞRÝSTINGS ÁN LYFJA Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðferð háþrýstings með tilkomu æ virkari lyfja. Tekist hefur að draga stórlega úr tíðni heilablóðfalls, hjartabilunar af völdum háþrýstings og nýrnaskemmda. Illkynja háþrýstingur sést æ sjaldnar og má eflaust þakka það lyfjameðferð á vægari stigum sjúkdómsins. Áætlað er að 70 til 80% fólks með háþrýsting sé með sjúkdóminn á lágu stigi, þ.e. díastólu á bilinu 90 til 104 mmHg. Flestir eru einkennalausir þar til lyfjameðferð er hafin. Kvartanir af aukaverkunum lyfjameðferðar eru hins vegar allalgengar, svo sem slen, þreyta, getuleysi og fleira. Því ber að halda lyfjaskömmtum í lágmarki og þeirri skoðun vex nú fylgi, að ekki eigi að meðhöndla vægan háþrýsting með lyfjum fyrr en lífsháttabreytingar í því skyni að lækka blóðþrýsting hafi verið reyndar. Þær lífsháttabreytingar sem um er að ræða eru fyrst og fremst megrun, þegar það á við, takmörkun á neyslu matarsalts, hófsemi í alkóhólneyslu, aukin líkamleg áreynsla hjá kyrrsetufólki og andleg afslöppun. Einnig kemur til greina að draga úr heildar fituneyslu annarri en fjölómettaðri fitu. blóðþrýstingi eingöngu bundin við breytilegt saltmagn líkamans, sem þessu fylgir. Fyrir hvert kíló sem menn léttast má gera ráð fyrir 1 til 2 mmHg lækkun á sýstólískum blóðþrýstingi. Þegar til lengdar lætur er árangur sjálfrar megrunarinnar undir 20% og dregur það mjög úr gildi þessa sem meðferð við háþrýstingi. Matarsalt. Mikil saltneysla (NaCl) er samfara hárri tíðni á háþrýstingi. Þegar dregið er úr saltneyslu lækkar blóðþrýstingur í mörgum tilfellum. Þeir sem svara best þessari meðferð eru eldra fólk, fólk með háan blóðþrýsting og þeir sem hafa litla renín-aldósterón virkni (low renin hypertension). Það er natríum jóninn sem hér er fyrst og fremst að verki. Nægilegt er að minnka neysluna niður í 75-100 mmol af natríum á dag (nálægt 4-5 g af matarsalti). Til að ná þessu takmarki þarf að sneiða hjá söltum mat og salta matinn ekki aukalega við matarborðið. Uppi eru kenningar um að kalíumneysla auki áhrif natríumskerðingar til lækkunar blóðþrýstings. Kann því að vera æskilegt að auka neyslu grænmetis og ávaxta. Hins vegar helst líkamanum betur á kalíum þegar natríumneysla er takmörkuð. Fita og fitusýrur. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með fituskert fæði við háþrýstingi, dregið er úr neyslu á mettaðri fitu og bætt við fæðið olíu með fjölómettuðum fitusýrum. Hefur fengist fram umtalsverð lækkun á blóðþrýstingi með þessu móti. Áreynsla. Reglubundin líkamsþjálfun, svo sem göngur, skokk, hlaup og sund virðist lækka blóðþrýsting. Vel þjálfað fólk hefur að öðru jöfnu lægri blóðþrýsting en óþjálfað kyrrsetufólk. Sympatikusvirkni er minni hjá þeim sem þjálfa sig reglulega og hafa gott líkamsþrek. Á það ef til vill þátt í lækkun blóðþrýstings. Verður nú vikið nánar að þessum atriðum. Megrun. Háþrýstingur er um tvisvar sinnum algengari hjá of feitu fólki en fólki með eðlilegt holdarfar. Þegar fólk fitnar hækkar blóðþrýstingurinn hjá flestum og við megrun lækkar hann. Orsakasambandið er óljóst, fráfall hjartans eykst hlutfallslega meira en slagæðarmótstaðan. Ekki er breytingin á Afslöppun. Tilraunir með kerfisbundna afslöppun sem lið í meðferð á háþrýstingi hafa sýnt verulegan árangur, en margir gefast fljótt upp við æfingarnar sem eru all tímafrekar. Almennrar þátttöku er því vart að vænta á þessu sviði við meðferð á háþrýstingi. Alkóhól. Alkóhólneysla sem fer fram úr 60 ml á dag hefur í för með sér hækkun á blóðþrýstingi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.