Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 21

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 431 Table II. Serum and urine levels of propranolol in seven cases of non-fatal propranolol poisoning. Other drugs found in each case are shown in the last column (numbers refer to footnote). Cases Serum Urine Other no. sex age iig/ml ng/ml drugs 1 ........... M 24 1.3 - 1 2 ........... F 44 3.0 27 1,2 3 ........... F 21 0.9 4 ........... F 33 0.8 5 ........... F 62 0.7 6 ........... M 23 3.7 II 7 ........... F 20 2.7 21 3 mean± S.D.: 1.9± 1.2 19.6±8.1 1. Ethanol (1.84 and 1.65 g/l(%o)). 2. Diazepam (diazepam 0.8 pg/ml and nordiazepam 0.14 pg/ml). 3. Chlordiazepoxide (chlordiazepoxide 8.8 pg/ml and demoxepam 0.3 pg/ml). DDD/1.000 inhab. /day 35n 1978 1979 1980 1981 1982 1983 Yi 13 All beta-bl. E3 Propranolol Fig. 1. The use of beta-blockers in Iceland during the period 1978-1983. The light columns show the use of all beta-blockers and the dark columns show the use of propranotol alone (refs. 13, 14). nokkru meiri en við banvænar eitranir (einungis 3 mælingar). í 4 tilvikum var farið fram á ákvörðun annarra lyfja en própranólóls. Fannst etanól tvisvar sinnum og var þéttni þess í sermi l,84%o (mál nr. 1) og l,65%o (mál nr. 2). Díazepam fannst einu sinni (mál nr. 2) og var þéttni þess í sermi 0,80 pg/ml og þéttni nordíazepams 0,14 pg/ml. Klórdíazepoxíð fannst einu sinni (mál nr. 7) og var þéttni þess í sermi 8,8 pg/ml og þéttni umbrotsefnis þess, demoxepams, 0,3 pg/ml. Magn þessara lyfja er í öllum tilvikum innan lækningalegra marka. EFNISSKIL Ef marka má erlendar heimildir um dauðsföll af völdum própranólóls, er tíðni þeirra mikil hér á landi. Á því tímabili sem hér um ræðir varð að meðaltali eitt slikt dauðsfall á ári hér á landi. Dauðsföll af völdum própranólóls voru á umræddu tímabili um 6% allra dauðsfalla vegna lyfjaeitrana (8 af 129 dauðsföllum alls, óbirtar athuganir). Á árunum 1977-1983 urðu í Osló og nágrenni þrjú dauðsföll af völdum própranólóls en það er aðeins um 0,34*% allra dauðsfalla vegna lyfjaeitrana (þrjú af 879 dauðsföllum) (11, 12). í prentuðum heimildum fundust einungis upplýsingar um 9 dauðsföll af völdum própranólóls á árunum 1971 til 1984. Upplýsingar sem þessar segja þó að sjálfsögðu ekki til um raunverulega tíðni dauðsfalla og slikur samanburður verður einnig að taka tillit til notkunar. Þess má geta að notkun própranólóls á íslandi var, á tímabilinu 1978-1983, á bilinu 10-15 DDD/1.000 íbúa/dag. Á þessu sama tímabili óx heildarnotkun allra beta-blokkara úr 20 í rúmlega 30 DDD/1000 íbúa/dag, sjá mynd 1 (13, 14). Notkun própranólóls var á þessum árum nokkru meiri hér á landi en almennt gerist á Norðurlöndum. Yfirleitt er gert ráð fyrir að hæfileg blóðþéttni própranólóls við lækningar sé 0,05-0,1 pg/ml (15) . Fundist hefur við tilraunir með einangruð rottuhjörtu að própranólól í þéttninni 3-10 pg/ml minnkar verulega bæði samdráttarkraft og tíðni hjartans (þetta samsvarar nokkru hærri blóðþéttni vegna próteinbindingar própranólóls) (16) . Þessar niðurstöður eru í allgóðu samræmi við blóðþéttni própranólóls við eitranir (tafla II) sem var á bilinu 0,7-3,7 pg/ml. Blóðþéttni við banvænar eitranir (tafla I) var hins vegar á bilinu 5-97 pg/ml og er það í samræmi við heimildir annars staðar frá (15). í töflu I vekja athygli há gildi í lifur og heila og miklar sveiflur í þéttni própranólóls í öllum líffærum. Sérstaka athygli vekur þó meira en tuttugufaldur munur á hæstu og lægstu þéttni í heila. Er munurinn margfaldur á við það sem gerist við banvænar eitranir af völdum amitriptýlíns (17). Telja má víst að næmi fyrir própranólóli sé verulega einstaklingsbundið. Við eitranir geta samverkandi áhrif annarra lyfja einnig skipt máli. Við banvænar própranólóleitranir koma og yfirleitt fyrir önnur lyf (1), sjá töflu I. Athyglisvert er að í 5 af 8 dauðsföllum var etanól í blóði í umtalsverðu magni, en dýratilraunir benda til þess að blanda própranólóls og etanóls

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.