Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 26

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 26
436 LÆKNABLAÐIÐ við misnotendur áfengis og aðstandendur þeirra. Það var skoðun nefndarinnar að markmið áfengislaga ætti að vera það að hægt væri að hafa heildarstjórn á áfengismálum og með því móti draga úr neyslu áfengra drykkja vegna þess heilsutjóns sem af því hlytist. Nefndin taldi því nauðsynlegt að fella undir ein samræmd lög öll ákvæði er varða innflutning, sölu og meðferð áfengis. Nefndin taldi, að nauðsynlegt væri að viðhalda einkasölu ríkisins á áfengi, vegna stjórnunar og eftirlits og hún taldi með tilliti til þeirrar stefnu sem ísland hefur gerst aðili að, það er að reyna að minnka áfengisneyslu til aldamóta um fjórðung, væri útilokað að heimila framleiðslu og sölu áfengs öls hér á landi. Þá lagði nefndin áherslu á, að umboðsmannakerfi það sem viðgengst hér nú yrði lagt niður, það sem það væri beint og óbeint söluhvetjandi. Nefndin taldi einnig að það fyrirkomulag, sem gildir um tollfrjálsan innflutning á áfengi hjá farmönnum, flugliðum og ferðamönnum, væri óeðlilegt og mismunaði fólki eftir þvi hvernig það hagaði ferðalögum sínum. Þá taldi nefndin, að auðveldasta leiðin til þess að hamla gegn sölu áfengis væri verðstýring og taldi, að fjármálaráðuneytið eitt ætti ekki að hafa ákvörðunarvald í þessum málum eins og nú tíðkast, heldur ættu önnur sjónarmið að koma til. Nefndin ræddi einnig í tillögum sínum um vínveitingar á vegum hins opinbera, um sölu öl- og víngerðarefna, um sölutíma áfengisverslana og bann við auglýsingum beinum og óbeinum um áfengi, svo og um refsiákvæði vegna brota á áfengislögum. í tillögukafla sínum um áfengisvarnir taldi nefndin að varnarstarf ætti við á öllum sviðum áfengismála og allar forvarnaraðgerðir ættu að miða að því að takmarka aðgengi að áfengi og að draga úr eftirspurn áfengis. Nefndin gerði tillögur um breytingar á núverandi áfengisvarnarráði þannig að áfengisvarnarráðunautur yrði sérstakur framkvæmdastjóri ráðsins, skipaður af ráðherra, fjórir áfengisvarnarmenn skyldu kosnir hlutfallskosningu á Alþingi en formaður ráðsins skipaður af ráðherra. Nefndin gerði tillögur um að fækka áfengisvarnarnefndum frá því sem nú er, þannig að framvegis yrðu áfengisvarnarnefndir í kaupstöðum og sýslum, þannig að í sýslum yrðu þessar nefndir samstarfsnefndir sveitarfélaga. Þá var gert ráð fyrir að áfengisvarnarráð starfrækti upplýsingamiðstöð áfengismála, þar sem haldin yrði skrá um öll þau gögn um áfengismál, sem gefin eru út og áfengisvarnarráð hefði þessar upplýsingar í aðgengilegu formi fyrir þá sem á þyrftu að halda. Þá ætti það að vera hlutverk áfengisvarnarráðs, að taka saman reglulega skýrslu um ástand og breytingar í áfengismálum hérlendis og bera það saman við þær breytingar sem erlendis verða á sama tíma. í tillögunum er veigamikill kafli um fræðslu í skólum og gert ráð fyrir að bindindisfræðsla verði í öllum skólum og hún miði fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir áfengisneyslu eða fresta henni sem lengst og búa nemendur undir líf í samfélagi þar sem áfengis er ekki neytt. Sérstök áhersla var lögð á að áfengisvarnir yrðu ekki síður skylduverkefni i framhaldsskólum en grunnskólum. Sérstakir hópar voru tilnefndir sem eðlilegt væri að uppfræða sérstaklega um áfengismál og þar voru tilnefndir barnshafandi konur, stjórnendur farartækja, stjórnendur fyrirtækja og aðstandendur áfengis- og fíkniefnasjúklinga. Lokakafli tillagnanna var um meðferð og þjónustu við misnotendur og var það undirstrikað, að það ætti að líta á alla ofneyslu áfengis sem sjúkdóm eða ástand sem leitt gæti til áfengissýki. Nefndin taldi að meðferð og þjónusta við áfengissjúklinga væri í góðu horfi hér á landi, en í tillögunum væri rakin sú þjónusta sem nauðsynlegt er talið að sé fyrir hendi og var þar rætt um skyndiaðhlynningu eða bráðaþjónustu við áfengissjúka, meðferð og aðhlynningu á sjúkrahúsum og stofnunum, langtímagæslu og göngudeildarþjónustu. Það sem sérstaklega var talið á skorta var meðferð þeirra sem eru yngri en 16 ára og að þjónusta við aðstandendur áfengissjúklinga væri ekki eins góð og æskilegt væri. Þá var á það bent að meðferð og þjónusta áfengissjúkra utan höfuðborgarsvæðisins væri brotakennd og í því sambandi þyrfti sérstaklega að hyggja að því að heilsugæslustöðvar gætu tekið að sér verkefni á þessu sviði. Þá var einnig gerð tillaga um, að sérstök meðferðarstofnun áfengissjúklinga kæmi upp á Eyjafjarðarsvæðinu. Auk tillagna í skýrslu áfengismálanefndar koma í skýrslunni fram glöggar upplýsingar um stofnanir fyrir áfengissjúklinga, hverning þjónustu þær geta

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.