Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 29

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 29
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 439-42 439 Stefán J. Hreiðarsson, Edda Ólafsdóttir, Katrín Davíðsdóttir SÝKINGAR HJÁ FULLBURÐA BÖRNUM MEÐ SNEMMFARIÐ LEGVATN Á LANDSPÍTALANUM1979 TIL 1983 ÚTDRÁTTUR Sagt er frá niðurstöðum könnunar á tíðni innri sýkinga og tegundum sýkla á yfirborði fullburða barna, sem lögð voru á Vökudeild Landspítalans á árunum 1979 til 1983 vegna þess, að belgir höfðu brostið meira en 24 klukkustundum fyrir fæðingu. Af 117 börnum sýndu 14 (8,4%) ákveðin einkenni innri sýkingar og er það mun meiri tíðni en lýst hefur verið hjá nýburum almennt. Niðurstöður yfirborðsræktana sýndu svipaðar tegundir sýkla og fundist hafa hjá nýburum, sem fæðast eðlilegri fæðingu. öll sýktu börnin voru meðhöndluð með sýklalyfjum og hlutu fullan bata. Könnunin bendir til þess, að ekki sé þörf á að beita sóttvarnareinangrun við þessar aðstæður. Það er hins vegar mikilvægt að fylgjast náið með þessum börnum fyrstu tvo sólarhringana með tilliti til sýkingareinkenna. INNGANGUR Innri sýkingar hjá nýburum, þ.e. bakteríusýkingar i blóði eða innri líffærum á fyrstu fjórum vikum lífsins, eru oftast alvarlegar og lífshættulegar og krefjast skjótrar greiningar og meðferðar (1, 2). Sjúkdómseinkenni sýkts nýbura eru hins vegar oft óljós og almenns eðlis og því alltaf sú hætta fyrir hendi, að töf verði á greiningu og viðeigandi meðferð (3). í ljósi þessa hefur verið reynt að finna fyrirfram þann hóp nýbura, sem býr við aukna áhættu í þessu tilliti. Jafnframt er reynt að hindra útbreiðslu sýkinga á nýburadeildum með einangrun barna, sem grunuð eru um sýkingu. Ákveðnir þættir í fæðingunni hafa verið tengdir aukinni sýkingarhættu hjá nýburum, þar á meðal sýking hjá móður, langdregin fæðing, súrefnisskortur í fæðingu og endurlífgun (4-6). Frá Vökudeild Landspítalans. Barst 16/12/1986. Samþykkt 10/03/1987. Þá hefur verið talið, að umtalsverð sýkingarhætta fylgi því, þegar belgir hafa brostið löngu fyrir fæðingu og einangrun fósturs frá fæðingarvegi þannig rofin (4, 6-8). Vegna þessarar áhættu hefur þeirri reglu verið fylgt á Vökudeild Landspítalans á undanförnum árum, að öll börn, sem fæðst hafa á Fæðingardeild Landspítalans eftir að legvatn hefur runnið meira en sólarhring, hafa verið lögð inn á Vökudeild til eftirlits með tilliti til sýkingareinkenna. Jafnframt hafa þau verið höfð í sóttvarnareinangrun, þar til niðurstöður yfirborðsræktana, sem voru teknar við innlögn, hafa legið fyrir. Tilgangur könnunarinnar, sem hér birtist, er að kanna tíðni sýkinga hjá fullburða börnum úr þessum hópi og meta árangur ofangreindrar starfsreglu. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Athugaðar voru sjúkraskrár allra nýbura, sem voru lagðir inn á Vökudeild Landspítalans árin 1979 til 1983 að báðum árum meðtöldum vegna snemmfarins legvatns, þ.e. að legvatn var farið meira en 24 klukkustundum fyrir fæðingu barns. Við úrvinnslu voru eingöngu teknir með þeir nýburar, sem voru fullmeðgengnir (meðganga lengri en 37 vikur), samtals 117 börn. öll börnin höfðu verið lögð á Vökudeild strax eftir fæðingu. Við innlögn voru tekin strok frá eyra, holhönd, koki og endaþarmsopi. Strokpinnar voru sendir til sýkladeildar Landspítalans til almennrar sýklaræktunar. Börnin voru höfð í einangrun í hitakössum, þar til niðurstöður ræktana lágu fyrir, og náið fylgst með ástandi þeirra og lífsmörkum. Ræktunarniðurstöður bárust í fyrsta lagi eftir einn sólarhring, en oft tók ræktun lengri tíma. Ef barn var grunað um sýkingu, var tekið blóð í ræktun og einnig oftast ástunguþvag og mænuvökvi. í sumum tilfellum var einnig tekin röntgenmynd af lungum. Jafnframt var hafin

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.