Læknablaðið - 15.12.1987, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ
441
UMRÆÐA
í um tíundu hverri meðgöngu fer legvatn áður en
reglulegir samdrættir hefjast (9-11). Þýðing þessa
fyrir heilbrigði móður og barns og þar með
viðbrögð viðkomandi lækna fara eftir
meðgöngulengd. Ef þetta gerist snemma á
meðgöngunni, er hættan fyrst og fremst vegna
yfirvofandi fyrirburafæðingar og þeirrar áhættu
sem því fylgir fyrir barnið. Við þær aðstæður er
viðtekin regla að reyna að fresta fæðingu ef ekki
eru aðrir þættir til staðar, sem mæla með fæðingu
á þessum tíma, t.d. líknarbelgsbólga (amnioitis)
eða vaxtartruflun fósturs (8, 12, 13).
Síðar í meðgöngunni hefur verið talið, að helstu
afleiðingar þessa sé sýkingarhætta hjá barni og
móður, ef fæðing dregst á langinn (6-8, 10). Er
talið, að sú hætta sé í réttu hlutfalli við tímalengd,
sem líður frá því að vatnið fer og þar til barnið
fæðist. í þessum tilvikum hefur verið mælt með
því, að reynt sé að flýta fyrir fæðingu, en þó með
Tafla II. Niðurstöðuryfirborðsrœktana.
Fjöldi
Líklegir sjúkdómsvaldar
E. coli............................ 35
Staphylococcus aureus............... 4
Streptococcus hemolyticus, gr. B ... 3
Klebsiella pneumoniae............... 1
Pseudomonas aeruginosa.............. 1
Proteus spp......................... 2
Líklegir sjúkdómsvaldar samtals..... 42 (35,9%)
Ólíklegir sjúkdómsvaldar*............. 39 (33,3%)
Neikvæðar ræktanir.................... 36 (30,8%)
Ræktanir alls 117
* Staphylococcus epidermis, Enterococcus, Corynebactriae,
Peptococci, Acinobacter spp., Streptococcus viridans,
Lactobacillus, Bacteriodes spp., Bacillus spp.,
Proprionbacteriae.
Tafla III. Samanburður yfirborðsrœktana frá sýktum
og ósýktum hóp.
Líklegir sjúkdóms- valdar N(%) Óliklegir sjúkdóms- valdar N (%) Neikvæðar ræktanir N (%) Alls N (°7o)
Sýkt börn . 9(64%) 4 (29%) 1 (7%) 14 (100%)
Ósýkt börn . 33 (32%) 35 (34%) 35 (34%) 103 (100%)
Báðir hópar 42(36%) 39 (33%) 36 (31%) 117(100%)
hæfilegri íhaldssemi, þar sem um 80% þessara
kvenna fara í fæðingu af sjálfsdáðum innan
sólarhrings (8, 9, 12-14).
Þrátt fyrir virka fæðingarhjálp má búast við því,
að hluti þessara barna fæðist eftir að belgir hafa
verið brostnir í meira en sólarhring. í þessu
uppgjöri er því verið að leita svara við áhrifum
lengdar legvatnsmissis á heilbrigði barna, sem
fædd eru eftir fulla meðgöngu. Alls er þessi hópur
um 1 % af heildarfæðingum á Fæðingardeild
Landspítalans á þessu fimm ára tímabili.
í núverandi uppgjöri voru innri sýkingar greindar
hjá 12% barnanna (14 börn af 117). Tíðni sýkinga
hjá fullburða nýburum er almennt talin vera á
bilinu 0,1 til 1% (2). Samkvæmt þessu er um
umtalsverða aukningu á sýkingum að ræða hjá
þessum hópi og er það í samræmi við ýmsar
sambærilegar kannanir (7, 9, 10).
Hvað varðar tegund sýkinga er athyglivert, að
helmingur sýktu barnanna var með
íferðarbreytingar á lungnamyndum, sem bentu til
meðfæddrar lungnabólgu. Þá tókst aðeins að
sanna blóðsýkingu hjá einu barni úr hópnum,
þannig að hjá átta barnanna er greining á sýkingu
nokkuð örugg. Hjá hinum sex er greining talin
mjög sennileg (probable sepsis) vegna
sjúkdómseinkenna.
Nokkur umræða hefur átt sér stað um það, hvort
ástæða sé til að gefa þessum börnum sýklalyf í
forvarnarskyni og virðast flestir vera á móti því
(9, 15, 16). Öll börnin sem veiktust í þessari
könnun, hlutu fullan bata. Styður það þá skoðun,
að fullnægjandi árangur náist með því að fylgjast
vel með þessum börnum eftir fæðingu og beita
sýklalyfjum aðeins við þau börn, sem sýna merki
um sýkingu.
Ekki reyndust í þessari könnun vera marktæk
tengsl við önnur afbrigði fæðingar, nema við litað
legvatn. Þannig var ekki munur á lengd
legvatnsleka eða Apgar-einkennum milli sýkta
hópsins og þess ósýkta. Hins vegar var tíðni
keisaraskurða hærri, þegar um snemmfarið
legvatn var að ræða, en í fæðingum í heild og er
það í samræmi við þá viðteknu reglu, að grípa inn
í, ef útlit er fyrir, að fæðing ætli að dragast
verulega.
Sýnt hefur verið fram á, að bakteríur taka sér
bólstað á húð, í nefkoki, naflastúf og
meltingarvegi nýbura mjög fljótt eftir fæðingu
(17-19). Samanburður á niðurstöðum ræktana frá
könnunarhópi okkar við þær rannsóknir bendir
ekki til þess, að um sé að ræða aukna tíðni á