Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 36

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 36
444 LÆKNABLAÐIÐ yrði enn geigvænlegri innan tíðar, eins og þegar hefur verið rakið. Mér var sagt, að enda þótt allra fyrsta vísi að menntun »practical nurses« megi jafnvel rekja til ársins 1892 (Florence Nightingale stofnaði hjúkrunarskóla við St. Thomas Hospital i London 1860), þá væri þó frumkvæði Ballards skólans í New York árið 1938 til að mennta »practical nurses« eiginlega álitið undanfari fyrstu löggjafar um þjálfun og starfsreglur þessa hjúkrunarfólks; en þessi löggjöf er frá því ári, 1938. Árið 1940 mynduðu stúlkur útskrifaðar úr Ballard skólanum fyrsta félagsskap sinn (state ass.) og það ár var þess krafist, að þær yrðu að öðlast viðurkenningu til að mega stunda hjúkrun. Til að öðlast slíka viðurkenningu var krafist eins árs náms við viðurkenndan skóla og spítala og prófs að þvi loknu. Árið 1949 var myndað landssamband »practical nurses« og um 1960 var þetta nám og þessi starfsemi í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Þessir viðurkenndu sjúkraliðaskólar í Bandaríkjunum heyra undir fræðslu- eða menntamálaráðuneyti (Department of Education) hvers ríkis. Mér gafst kostur á að kynnast kennslu í einum slíkum viðurkenndum skóla, en hann var í tengslum við spítala í New York »Hospital for special surgery«. Þetta var eins og aðrir viðurkenndir skólar eins árs skóli. Undirbúningsmenntunar svarandi til grunnskólanáms var krafist og að auki voru nemendur látnir gangast undir hæfnispróf. Bóklega og verklega námið hófst samtímis í upphafi skólaársins og hélst í hendur allan námstímann, þ.e. allt árið. New York Hospital og Lenox Hill Hospital önnuðust verklegu kennslu skólans, en þessir spítalar höfðu frekari deildaskiptingu en spítalinn sem skólinn var við. Skólastjóri þessa skóla, elskuleg og vel menntuð hjúkrunarkona, Miss Dean Smith, sýndi mér námsefnið í bóklegu greinunum. Hún bauðst jafnframt til þess ef þessu námi yrði komið á hér á landi að vera til ráðlegginga, jafnvel að koma hingað, ef eftir því yrði óskað en því boði var ekki sinnt. Sjúkraliðasambandið í New York veitti mér margvíslegar upplýsingar, en það hafði að sjálfsögðu af miklu að miðla af tæplega aldarfjórðungsreynslu sinni. Þegar ég kom heim um haustið 1962 kynnti ég þetta sérstaka hjúkrunarnám og störf þessa hjúkrunarfólks á stjórnarfundi R.K.Í., en ég var þá og lengi síðan í stjórn hans. Almenningi kynnti ég þetta svo í grein i Morgunblaðinu 28. október 1962, sem ég kallaði »Er þetta leiðin til að ráða bót á hjúkrunarkvennaskortinum?«. Ástæðan til þess að mér fannst Rauði krossinn kjörinn aðili til að beita sér fyrir að koma svona námi á, var sú, að Rauða kross félög allra landa hafa jafnan látið hjúkrunarmál mjög til sín taka. Mjög margir hjúkrunarskólar um allan heim hafa verið starfræktir af Rauða krossinum, einkum þó fyrr á árum. Hér á landi var eitt af fyrstu verkefnum R.K.Í. eftir að hann var stofnaður 1924 að ráða til sín hjúkrunarkonur sem ferðuðust um landið og héldu námskeið í heimahjúkrun og »hjálp í viðlögum«, eins og skyndihjálparnámskeiðin voru þá nefnd, og stunduðu þær líka hjúkrun og slysahjálp í sjúkraskýlum Rauða krossins bæði á Siglufirði og í Sandgerði á vertíðinni. Þetta var á fyrstu árum Rauða krossins. Þær Kristín Thoroddsen, fyrsta yfirhjúkrunarkona Landspítalans, og Sigríður Bachmann, sem síðar gegndi sama starfi, voru báðar hjúkrunarkonur hjá Rauða krossinum og nutu báðar framhaldsmenntunar á vegum hans við Bedford

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.