Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 451 2. STEFNA í HEILBRIGÐISMÁLUM Á íslandi hefur heilbrigðisþjónustan lengi verið á ábyrgð ríkisvalds og sveitarfélaga. Síðustu hundrað ár hefur verið reynt að fjölga læknismenntuðu fólki á öllum svæðum landsins og síðustu fimmtíu ár hafa einkennst af sérhæfðri uppbyggingu eftir því sem reynsla og menntun hefur gefið tilefni til. Sum sveitarfélög hafa tekið mjög ábyrgan þátt í þessari uppbyggingu og þar sem þau hafa verið framkvæmdaaðili hefur þjónustan orðið meiri en þar sem ríkið eitt hefur þurft að byggja upp þjónustuna. Síðustu fimmtiu ár hafa einkennst af uppbyggingu stofnana, einkum sjúkrahúsa. Lögin um heilsuverndarstöðvar skiptu sköpum á sínum tíma í þjónustu ungbarna og mæðraverndar. Lögin um heilbrigðisþjónustu 1973 skiptu verulegu máli í sambandi við að koma upp nútímalegri heilbrigðisþjónustu um landið allt og það má segja að sú þjónusta nái til alls landsins nú nema Reykjavíkur og Garðabæjar. Á tímabili var læknaskortur í landinu og þess gætti mjög í þeim tillögum sem settar voru fram um 1970 en nú er svo komið að læknafjöldi á íslandi er meiri en þarf til þess að sinna heilbrigðisþjónustu í landinu. Það sem einkennir nú heilbrigðisþjónustuna á íslandi er að sjúkrarúmafjöldi er meiri en víðast annars staðar en skortur hjúkrunarfræðinga veldur því að stofnanir eru ekki reknar í þeim mæli sem hægt væri. Heilbrigðisþjónustan á íslandi hefur, siðan lög um almannatryggingar komust á, verið greidd af opinberum aðilum að mestu leyti og nú er svo komið að enginn íslendingur þarf að greiða fyrir dvöl á sjúkrahúsi og aðeins lítilræði fyrir aðra heilbrigðisþjónustu. Markmið 2 Verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga um rekstur heilbrigðisþjónustu verði breytt á þann veg að saman fari ábyrgð á fjármögnun og rekstri. Jafnframt verði ríki og sveitarfélögum heimilt að gera samning við einkaaðila og félagasamtök um að annast afmarkaða rekstrarþætti. Árlega verði á Alþingi lögð fram stefnumörkun í heilbrigðismálum í tengslum við fjárlagafrumvarpið. 3. STEFNA í HEILSUGÆSLU OG SJÚKRAHÚSMÁLUM 1. Heilsugæslustöðvar. Svo sem áður sagði var heilbrigðislöggjöfin 1973 stefnumarkandi um það að byggja upp heilsugæslu í landinu öllu. Síðasti áratugur hefur einkennst af þessum markmiðum og uppbygging heilsugæslustöðva og fjölgun heilbrigðisstarfsliðs um allt land hefur verið liður í framkvæmd þeirrar stefnu. Erfitt er að meta árangur þessa starfs en ljóst er að dreifðar byggðir landsins una betur við hlutskipti sitt nú en fyrir 15 árum. Með tölvuvæðingu heilsugæslunnar mun brátt verða unnt að sýna þann árangur sem náðst hefur af þessu starfi fyrir unga og aldna og líklegt er að uppbygging heilsugæslunnar eigi eftir að skila miklum árangri hvað varðar heilbrigðisþjónustu aldraðra í framtíðinni. Á síðasta ári komst tölvuvæðing heilsugæslustöðvanna vel áleiðis. 2. Sjúkrahús. Það sem nú einkennir heilbrigðisþjónustu á Islandi er að fjöldi sjúkrarúma er meiri en viðast hvar annars staðar. Stefnt verði að fækkun sjúkrarúma á sjúkrahúsum en fjölgun rúma á hjúkrunarheimilum þannig að sjúklingar geti dvalist sem næst heimilum sínum sé þess kostur. Aukin verði göngudeilda- og dagdeildaþjónusta sjúkrahúsa í þeim tilgangi að stytta legutíma og fækka innlögnum. Vistun á hjúkrunarheimili til langframa sé háð mati sérfróðra aðila um að vistun sé óhjákvæmileg. Heimahjúkrun er nú greidd af sjúkrasamlögum samkvæmt nýjum lögum. Markmið 3 Stefnt skal að því að heilsugæslustöðvar verði hornsteinar heilsugæslunnar hver á sínu starfssvæði í samvinnu við göngudeildir sjúkrahúsa og sérhæfðar stofnanir (t.d. Heyrnar- og talmeinastöðina, Vinnueftirlit ríkisins, Hollustuvernd ríkisins, Húð- og kynsjúkdómadeild ríkisins, berklayfirlæknisembætti, skólayfirlæknisembætti, Sjónstöð íslands o.fl.). Leitast verði við að auka samstarf heilsugæslunnar við aðra aðila, svo sem íþrótta- og fræðsluyfirvöld, félagsmálastofnanir, lögreglu o.fl. í því skyni að auka heilsuvernd og heilsurækt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.