Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 46

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 46
454 LÆKNABLAÐIÐ Markmið 11 Eitt af verkefnum heilbrigðisþjónustunnar er að leggja reglulega mat á hvort heilbrigði manna sé hætta búin af nánasta umhverfi. Heilbrigðiseftirlit á að vinna að því að minnka líffræðilega, eðlisfræðilega og efnafræðilega áhættuþætti. Framlag þeirra, sem vinna við heilbrigðiseftirlit, felst aðallega í að annast eftirlit og gefa upplýsingar og leiðbeiningar. Stýring þessara mála með sérstökum lögum og reglugerðum kann að vera nauðsynleg, en megináhersla er lögð á fræðslu og samvinnu fremur en valdboð. 5.1. Minnkun líffræðilegra áhættuþátta Margir sjúkdómar af völdum örvera geta smitast með fæðu og vatni og það hefur verið nauðsynlegt að gera ráðstafnir til að hindra slíka smitun. Þróun ónæmisaðgerða er fyrirsjáanleg og nauðsynleg með hliðsjón af veiru- og sýklasjúkdómum. Markmið 12 í heilsugæslunni verður áfram sérstök áhersla lögð á rannsóknir og upplýsingar hvað varðar heilnæmi matar og vatns. Sá árangur, sem náðst hefur í smitsjúkdómavörnum, verður bættur með því að auka almennar varnaðarráðstafanir með auknum ónæmisaðgerðum og þær verða skipulagðar jafnóðum fyrir þá sjúkdóma sem ný og nothæf bóluefni verða til fyrir. Löggjöf um smitsjúkdóma og sóttvarnir verði endurskoðuð, en sú endurskoðun er nú hafin. 5.2. Minnkun eðlisfræðilegra áhættuþátta Aðrir áhættuþættir en líffræðilegir eru fyrst og fremst umhverfisþættir, svo sem hávaði frá umferð og iðnaði og jónandi geislun vegna lækningarannsókna og frá notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi eða vegna hernaðartilrauna. Markmið 13 Leggja skal áherslu á að fólkið verði fyrir minni jónandi geislun en nú er. Notkun röntgenskoðana verði stillt í hóf og teknar upp aðrar greiningaraðferðir þar sem þær eru til. Þátttaka í alþjóðasamstarfi um varnir gegn jónandi geislun og kjarnorkuvá verður efld. Sérstök áhersla verði lögð á að draga úr áhrifum hávaðamengunar og reynist það nauðsynlegt verða settar sérstakar reglur um það efni. 5.3. Minnkun efnafræðilegra áhættuþátta Þegar á það er litið að það eru tugir þúsunda efna og efnasambanda í notkun og í umhverfi okkar er Ijóst að heilbrigðishætta af þessum efnum er oft fyrir hendi og stundum veruleg. Stöðugt bætist við ný vitneskja um heilbrigðishættu af efnum sem geta verið í nánasta umhverfi okkar svo sem í neysluvatni, matvælum, híbýlum, á vinnustað og í andrúmslofti sem stafar af bruna lífrænna efnasambanda í iðnaði og umferð og notkun eiturefna og hættulegra efna. Auðvelda þarf almenningi og stjórnvöldum að meta þessa áhættu og gera sér grein fyrir hver áhrifin geta orðið. Markmið 14 Heilbrigðisáhætta og varnir gegn eiturefnum og hættulegum efnum verði athuguð sérstaklega. Frumvarp til nýrra laga um eiturefni og hættuleg efni verði lagt fyrir Alþingi fljótlega og þar verði lögð áhersla á að fyrirbyggja heilbrigðisáhættu frá eiturefnum og kanna eiturefni áður en notkun þeirra er heimiluð. Lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyslu- og nauðsynjavörum verði endurskoðuð og þau færð í nútímahorf til að auðvelda eftirlit með matvælum og öryggi þeirra. Markmið 15 Loftmengun verði athuguð sérstaklega og settir loftgæðastaðlar. Áhersla verði lögð á að dregið verði úr eiturefnum í bensíni. Loftræsting í almennum byggingum og á vinnustöðum verði athuguð sérstaklega. Þá verði hert eftirlit með og settar reglur um byggingarefni sem nota má til innréttinga á íbúðarhúsnæði og vinnuhúsnæði og þau efni sem notuð eru í húsgögn til þess að tryggja heilnæmi innilofts. Samin verði rammalöggjöf um umhverfismál fyrir Island þar sem samræmd verði starfsemi þeirra aðila sem starfa að umhverfismálum. 5.4. Vinnuvernd Breytingar í þjóðfélags- og framleiðsluháttum hafa gert það að verkum að atvinnuhættir hafa breyst verulega. Það er því ljóst að vinnuverndarmál þarf að taka sérstökum tökum, einkum með tilliti til nýrrar tækni, og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.