Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 49

Læknablaðið - 15.12.1987, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 457 Markmið 25 Sérstakar ráðstafanir verði gerðar vegna geðlækninga og almenn geðlæknisþjónusta aukin. Sérstök áhersla verður lögð á að geðlæknisþjónusta komi á heilsugæslustöðvum og menntun heilsugæslulækna miðist við að þeir geti sinnt geðsjúklingum að ákveðnu marki. Gera verður ráð fyrir að geðspítalar í Reykjavík og á Akureyri taki að sér þjónustuhlutverk fyrir ákveðin heilsugæslusvæði. Barna- og unglingageðdeild verði aðeins í Reykjavík. Sjúkrarúmum fyrir geðsjúka verði ekki fjölgað en vaxandi áhersla lögð á að sjúklingar með langvarandi geðsjúkdóma fái rými á langlegudeildum eða í sambýlum með öðrum sjúklingum í þeim mæli sem unnt er. Aldraðir geðsjúklingar verði vistaðir i þeim mæli sem unnt er á almennum hjúkrunardeildum. 6.5. Öldrunarlækningar Ljóst er að á næstu árum fjölgar öldruðum hér á landi bæði hlutfallslega og tölulega. Heilbrigðisþjónustan verður að vera við því búin að mæta þjónustukröfum vegna þessa aldurshóps þegar á þessum áratug og í vaxandi mæli eftir það. Markmið 26 Þeirri uppbyggingu öldrunarlækninga, sem hafin er, verði haldið áfram. Öldrunarlækningadeildir í Reykjavík og á Akureyri hafi lykilhlutverk i sambandi við öldrunarmál, en stefnt verði að því að vista aldraða sjúklinga á hjúkrunarheimilum eða sjúkrahúsum í heimabyggð sinni. Öldrunarþjónustan verði tengd heilbrigðisþjónustunni á heilsugæslustöðvum og félagslegri þjónustu félagsmálaráða svo sem lög mæla fyrir. Lögð verði áhersla á endurhæfingu aldraðra og að þeir geti dvalist í heimahúsum með heimilishjálp og heimahjúkrun sem skipulögð er frá heilsugæslustöðvum, með starfsliði stöðvanna eða sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðingum. 6.6. Sjúkratryggingar og örorkumat Almenn sjúkratrygging hefur verið lögboðin hérlendis í áratugi og nú eru allir sjúkratryggðir hafi þeir lögheimili hér á landi. Sjúkratryggingar greiða allan kostnað við sjúkrahúsvist en takmarkanir eru á greiðslum fyrir aðra þjónustu. Þannig greiðir fólk að hluta fyrir lyf og læknishjálp bæði á heilsugæslustöðvum og hjá sérfræðingum. Sjúkratryggingar greiða ekki heilsuverndarkostnað og aðeins hluta af kostnaði vegna tannlækninga, endurhæfingar og ferðalaga vegna sjúkdóma. Ýmis þessi atriði þurfa endurskoðunar við, svo og fyrirkomulag dagpeningagreiðslna. Vaxandi gagnrýni er á fyrirkomulag örorkumats almannatrygginga og er nauðsynlegt að taka það til gagngerðrar endurskoðunar. Markmið 27 Sjúkratryggingabálkur almannatryggingalaga og ákvæði um örorkumat verði endurskoðuð sérstaklega. Tekið verði til athugunar að færa allan sjúkrakostnað frá sjúkratryggingum til fastra fjárlaga. Einnig verði tekið til endurskoðunar greiðsluform sjúkratrygginga og greiðsluhlutur sjúklinga í hinum ýmsu lækningum. Þá verði sérstaklega gefinn gaumur að sjúkradagpeningagreiðslum og launum í veikindum þannig að betra samræmi verði á þeim ákvæðum en nú er milli ýmissa stétta og starfshópa. Við endurskoðun verði sérstaklega gætt að því að fólki sé ekki mismunað með greiðslum eftir því hvar það er búsett á landinu og þarf því bæði að taka tillit til ferðakostnaðar og uppihaldskostnaðar sjúklinga og aðstandenda sé um að ræða sjúkdóma sem ekki er hægt að lækna i heimabyggð. Tryggja þarf réttlátt örorkumat með hliðsjón af heilsufarslegum og félagslegum aðstæðum tryggðra. 6.7. Lyfjamál Fyrirkomulag Iyfsölumála er þannig hérlendis nú að lyfjaheildsala er öllum frjáls sem hafa í þjónustu sinni lyfjafræðinga. Smásalan er hins vegar með þremur undantekningum bundin við að lyfjafræðingur fái leyfi forseta íslands til rekstrar lyfjabúðar í tilteknu umdæmi. Ekkert mælir á móti breytingum til frjálsræðis og hagræðingar í lyfjasmásölu og er hægt að gera það án þess að slaka á kröfum um sérþekkingu. Markmið 28 Öll málefni lyfjasölu og lyfjaneyslu verði tekin til sérstakrar athugunar. Sérstaklega verði litið á möguleika heilsugæslustöðva til þess að annast lyfjasölu og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.