Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 51

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 459 gaumur að rannsóknum á sambandi lífsmáta fólks og umhverfi á heilsufar þess, svo og rannsóknum á heilsugæsluverkefnum í heilbrigðiskerfinu sjálfu, hvernig það reynist, hvernig það starfar og hver árangur þess er. 9. ALÞJÓÐASAMSTARF Skipti á upplýsingum og reynslu um heilbrigðismál, einkum við önnur Norðurlönd og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, eru sérstaklega mikilvægar fyrir lítið land eins og ísland. ísland hefur tekið virkan þátt í þessu samstarfi og verið bæði þiggjandi og veitandi. Nauðsynlegt er að viðhalda og efla þetta samstarf einkum með hliðsjón af þeim möguleikum sem ísland hefur að miðla af eigin reynslu og góðum árangri í heilbrigðismálum. Markmið 33 Áætlun verði gerð um í hve miklum mæli og hvernig Island getur tekið þátt í alþjóðasamstarfi um heilbrigðismál. Fylgiskjal: Verkefni sem þarf að framkvæma til þess að markmiðin náist Vegna M 1: Afla gagnagrunns um heilsufarslega, faraldsfræðilega og lýðfræðilega stöðu landsbúa. Vegna M 2: Lagabreytingar um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í heilbrigðismálum. Vegna M 3: Tryggja að framkvæmd heilsugæslu sé sambærileg um allt landið og að sköpuð séu tengsl við aðra þætti starfs og við stofnanir í og utan heilbrigðiskerfisins. Vegna M 4: Setja reglugerð um starfsemi sjúkrahúsa, flokkun þeirra, verksvið, starfssvæði og mönnun. Vegna M 5: Setja lög um heilbrigðisfræðslu og forvarnir. Auka menntun heilbrigðisstétta hvað varðar heilbrigðisfræðslu. Vegna M 6: Kynna reglulega manneldismarkmið i samræmi við bestu þekkingu. Setja reglur um vörukynningu og vörumerkingar. Stefna að reglum um verðstýringu í samræmi við heilsuvernd. Vegna M 7: Gera áætlun um útrýmingu tóbaks fyrir aldamót. ítarlegri aðhaldsreglur um reykingar í fjölmenni. Vegna M 8: Gera markvissa áætlun um samdrátt i notkun áfengis. Ríkið hætti að vera háð tekjum af áfengissölu og meiri hagnaður af áfengissölu renni til áfengisvarna. Vegna M 9: Skapa skilyrði til þess að heilsugæslan geti sinnt vandamálum geðsjúkra, langvarandi veikra, fatlaðra og aldraðra í meira mæli er nú er. Vegna M 10: Skapa betri skilyrði til útivistar en nú er í þéttbýli og gera átak í skipulagsmálum til að koma upp sérstökum hlaupa-, göngu- og hjólreiðabrautum. Almennum íþróttahúsum fjölgi. Endurskoða skipulagsreglur um ferlimál fatlaðra. Vegna M 11: Tryggja þarf að gætt sé heilbrigðissjónarmiða þegar fjallað er um umhverfis- og náttúruverndarmál. Vegna M 12: 1. Matvælaeftirlit verði endurskipulagt bæði vegna innlendrar framleiðslu og innflutnings. 2. Skipulag ónæmisaðgerða tryggi að minnsta kosti 95% aðild og stöðugt eftirlit. 3. í nýjum lögum um sóttvarnir verði m.a. ákveðið um fyrirkomulag alnæmismeðferðar og einangrunar smitbera. Vegna M 13: 1. Strangar reglur verði settar um hávaðamengun við vinnu, á skemmtistöðum og utan dyra. 2. Reglur verði settar um notkun röntgengreiningar og leitað leiða til minnkandi geislunar við rannsóknir. Vegna M 14: Ný löggjöf verði sett um eiturefni og hættuleg efni og allt eftirlit með slíkum efnum stóraukið. Vegna M 15: 1. Settar verði reglur um blýmengun frá bensíni. 2. Byggingarreglugerðum verði breytt í samræmi við bestu þekkingu um efnisnotkun. 3. Reglur er tryggja heilnæmt andrúmsloft á vinnustöðum verði settar. Vegna M 16: Vinnuverndarmál verði gerð að heilbrigðismálum og þau tengd heilsugæslustöðvum þar sem það á við. Vegna M 17: Sett verði á fót sérstakt slysavarnaráð eða stofnun sem annast samvinnu allra aðila sem tengjast eða annast slysavarnir hvers konar. Vegna M 18: Lög um heilbrigðisþjónustu verði endurskoðuð með tilliti til þarfa sérstakra hópa. Verði ekki hægt að sjá fyrir þörfum þeirra innan laga um heilbrigðisþjónustu verði sérlög endurskoðuð og fleiri sett ef með þarf, sbr. lög um málefni fatlaðra og lög um málefni aldraðra. Vegna M 19: Valdir verði þeir sjúkdómar þar sem talið er æskilegt og nauðsynlegt að gera

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.