Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 461-7 461 Birna Þórðardóttir RANNSÓKNARSTÖÐ HJARTAVERNDAR 20 ÁRA Rætt við Nikulás Sigfússon, yfirlækni Hjarta- og æðaverndarfélag Reykjavíkur var stofnað 25. apríl 1964. Hálfu ári síðar, þann 25. október voru landssamtökin Hjartavernd stofnuð. Hjartavernd er félag áhugamanna og lækna og er markmiðið að berjast gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Fyrsta framkvæmdastjórn Hjartaverndar var kosin í október 1964 og skipuðu hana eftirtaldir: Dr. Sigurður Samúelsson prófessor, sem verið hefur formaður framkvæmdastjórnar Hjartaverndar allar götur síðan, prófessor Davíð Davíðsson, Eggert Kristjánsson stórkaupmaður, Pétur Benediktsson bankastjóri og Óskar Jónsson forstjóri. Helstu markmið samtakanna eru: - að fræða almenning um hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig megi verjast þeim, - að veita þeim hjartasjúklingum aðstoð, sem þurfa að leita lækninga til útlanda, - að vinna að því að komið verði á fót endurhæfingarstofnun fyrir hjartasjúklinga, - að stuðla að auknum rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum hér á landi (1). Hliðstæð félög eru starfandi í mörgum nálægum löndum, t.d. á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum, þótt starf Hjartaverndar hafi farið inn á nokkuð aðrar brautir í og með því að félagið ákvað að koma á fót eigin rannsóknarstöð. Annars staðar styrkja svipuð félög einstakar rannsóknir, án þess að standa beinlínis fyrir þeim. Rannsóknarstöð Hjartaverndar var frágengin á nokkrum árum. Félagið er sjálfseignarstofnun og var fé safnað meðal almennings til að hleypa starfinu af stokkunum. Fyrir söfnunarféð festi Hjartavernd kaup á tveimur hæðum í húsinu nr. 9 við Lágmúla í Reykjavík, og dugði söfnunarfé einnig til að innrétta aðra hæðina og búa hana nauðsynlegum tækjum til rannsóknarstarfa. Upphaflega var rekstur Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar tryggður með samþykkt Alþingis um svonefnt »tappagjald«, en hluti þess skyldi renna til Hjartaverndar og annarra félaga sem sinntu heilbrigðismálum. Þetta framlag skyldi tryggt næstu 10 árin, og var rannsóknaráætlun Hjartaverndar miðuð við þann tíma. Fjárframlagið til Hjartaverndar var hins vegar afnumið fimm árum síðar og frá þeim tíma hefur félagið þurft að sækja um árlega til þess að komast inn á fjárlög. HÓPRANNSÓKN HJARTAVERNDAR í nóvember 1967 tók Rannsóknarstöð Hjartaverndar til starfa og var fyrsta stórátak félagsins »Hóprannsókn Hjartaverndar á höfuðborgarsvæðinu«. Rannsóknin var áætluð 10 ára verkefni. »Tilgangur þessarar rannsóknar er fyrst og fremst sá að afla upplýsinga um algengi og tíðni hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar til þess að skipuleggja varnaraðgerðir gegn þessum sjúkdómum« (2). Nikulás Sigfússon yfirlœknir. (Ljósm. Guðbrandur Örn Arnarson)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.