Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 57

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 57
LÆKNABLAÐIÐ 463 Við upphaf rannsóknarinnar var vitað að hjartasjúkdómar voru mjög algengir hér á landi, en lítið var vitað um áhættuþætti og erfitt um vik með varnaraðgerðir. Ákveðið var að rannsaka miðaldra fólk á Reykjavíkursvæðinu og fylgjast með heilsufari þess í lengri tíma með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma, rannsaka áhættuþætti og meta áhrif þeirra. Megintilgangur rannsóknarinnar var að safna undirstöðuupplýsingum um, hvaða þýðingu einstakir áhættuþættir hefðu hjá íslendingum þannig að unnt væri að snúa sér skipulega að forvörnum. Rannsóknarhópurinn voru allir íbúar stór-Reykjavíkursvæðisins fæddir 1907-34. Þetta var heildarúrtak og í byrjun voru um 30 þúsund einstaklingar í hópnum. Engin leið var að rannsaka alla í einu og var hópnum skipt í fjóra sambærilega undirhópa A, B, C og D. Framkvæmdin var þannig að fyrst var hópur B rannsakaður, þá hópar B og C, síðan hópar B, C og A og loks hópar B og D. (Sjá töflu 1). Samanburður á milli hópa gefur færi á að meta áhrif rannsóknar á þátttakendur og heilsufarslega þýðingu. Enn er verið að rannsaka einstaklinga úr þessari upphaflegu hóprannsókn Hjartaverndar þótt fáum hefði komið slíkt til hugar þegar hafist var handa fyrir 20 árum. Rannsóknarþœttir: Rannsóknirnar ná til hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþátta þeirra. Einnig fer fram all ítarleg almenn heilsufarsskoðun. Blóð- og þvagsýni eru tekin, sökk mælt, gláku leitað og lungnamyndir teknar. Hins vegar fara engar rannsóknir fram er varða meltingar-, tauga- eða kvensjúkdóma. Frá upphafi hafa sömu rannsóknir verið framkvæmdar, enda er það mikilvægt skilyrði i langtímarannsókn sem þessari þegar beitt er innbyrðis samanburði. Sjúkraskrá: Frá byrjun hafa allar upplýsingar verið tölvuskráðar og er skrá Hjartaverndar fyrsta tölvutæka sjúkraskráin á íslandi. Skráð er sjúkrasaga, niðurstöður mælinga og sjúkdómsgreining. Þótt sama sjúkraskrárforrit hafi verið notað frá upphafi hefur það þróast með fenginni reynslu. Talsvert af sjúkdómsgreiningum er innbyggt í tölvuforrit varðandi greiningar sem byggja á mæligildum, s.s. blóðprósentu, blóðþrýstingi og blóðsykursmagni. Rannsóknaraðferð: Fyrirkomulag rannsóknar er eftirfarandi: 1. Þátttakandi fær lista með spurningum um heilsufar og jafnframt er rannsóknin útskýrð. 2. Einstakir rannsóknarþættir eru framkvæmdir. 3. Unnið er úr rannsókn, niðurstöður færðar inn í tölvu og skrifaðar út. 4. Þátttakandi kemur aftur um viku síðar í læknisskoðun og þá liggur sjúkraskrá fyrir. Á grundvelli hennar fer endanleg greining fram og ráðleggingar eru veittar eftir því sem við á. Viðbótarupplýsingar eru færðar inn á sjúkraskrá og eintak af henni sent heimilis- eða heilsugæslulækni viðkomandi þátttakanda. Á Rannsóknarstöð Hjartaverndar fara engar lækningar fram, ef eitthvað athugavert finnst hjá sjúklingum er þeim vísað til viðeigandi aðila innan heilbrigðiskerfisins, oftast heimilis- eða heilsugæslulækna. Úrvinnsla: Yfirleitt hefur upplýsingaöflun gengið mjög vel en mun hægar hefur gengið að vinna úr Edda Emilsdóttir tekur btóðsýni úr eyra vegna sykurþolsprófs. Gengist undir öndunarpróf.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.