Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 58

Læknablaðið - 15.12.1987, Síða 58
464 LÆKNABLAÐIÐ upplýsingum. Vegna fjárskorts hefur Hjartavernd ekki haft bolmagn til að sinna úrvinnslu jafnharðan eins og æskilegt væri. í rannsóknum sem þessari má telja raunhæft að áætla álíka mikinn starfstíma og fé til úrvinnslu upplýsinga og söfnunar. Úrvinnsla krefst mikillar nákvæmni. Alltaf er hætta á að villur slæðist með, rugli niðurstöður og tefji fyrir, þess vegna er nauðsynlegt að lúslesa allar útkomur og flýta sér hægt. Dœmi um úrvinnslu: 1. Unnið er ítarlegt heimildarit um tiltekna rannsókn og greint frá framgangsmáta við rannsóknina. Heimildaritið er gefið út sem sérrit. 2. Unnið er úr upplýsingum og fengnar tíðnitölur sjúkdóma o.fl. Niðurstöður eru yfirleitt birtar i tímaritsgreinum. í árslok 1986 höfðu verið gefin út 141 rit og tímaritsgreinar um ýmsa þætti rannsókna Hjartaverndar. 3. Dánarorsakir eru rannsakaðar, hvað valdi dauða eða eigi þátt í dauða. Niðurstöður: Rannsóknarhópnum hefur verið fylgt eftir lengi og niðurstöður eiga að vera öruggar. Um 4.000 manns hafa dáið úr þátttökuhópnum á rannsóknartíma. Undanfarið hefur staðið yfir nákvæm skráning á dánarorsökum og eru þær tengdar við sjúkraskrár. Með því gefst kostur á að meta dánarorsakir með hliðsjón af áður greindum áhættuþáttum. Ekki er alltaf vitað um þýðingu áhættuþátta eða innbyrðis orsakatengsl. Þessi athugun á dánarorsökum hefur verið í samvinnu við nokkra lækna á Landspítala og Rannsóknastofu Háskólans. Verkið hefur staðið í tvö ár og er tölvuvinnsla hafin. Niðurstöður munu segja til um þýðingu einstakra áhættuþátta og samspil þeirra innbyrðis. AÐRAR RANNSÓKNIR Fyrir utan hóprannsóknina stóru hafa eftirfarandi athuganir farið fram á vegum Hjartaverndar: Rannsóknir á ungu fólki: Athuganir á fólki á aldrinum 20-34 ára. Úrtakshópur af Reykjavíkursvæðinu hefur tvívegis verið rannsakaður. Rannsóknir á fólki utan Reykjavíkursvæðisins: Reynt hefur verið að fara yfir allt landið og bjóða íbúum á aldrinum 41-60 ára til rannsóknar. Þegar er búið að bjóða 85% af landsmönnum á þessum aldri til skoðunar. íbúaskrár byggja á upplýsingum Hagstofunnar, en öll úrvinnsla fer fram á Rannsóknarstöð Hjartaverndar í Reykjavík. Þessar rannsóknir eru ekki hluti af stóru hóprannsókninni, heldur fyrst og fremst þjónusta við íbúana. Undantekning er Árnessýsla, sem hefur verið valin sem samanburðarsvæði við Reykjavík til þess að kanna hvort merkjanlegur munur sé á íbúum borgar og sveitar hvað varðar þau atriði sem rannsóknin nær til. MONICA-rannsóknin: Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ákvað að gangast fyrir fjölþjóðarannsókn til að kanna ástæður þess að dánartíðni af völdum kransæðastíflu og slags hefur lækkað verulega í nokkrum löndum á síðustu 10-20 árum. Þátttökuþjóðir í MONICA-rannsókninni eru um 30, víða um heim. Rannsóknin mun standa í 10 ár og er fólgin í: 1. Að kanna hvort breyting verður á tíðni (incidence) kransæðastíflu og slags. 2. Að kanna hvort breyting verður á helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. 3. Að kanna hvort breytingar verða á meðferð þessara sjúkdóma. Samanburður við Vestur-íslendinga: Samstarf hefur verið við aðila í Bandaríkjunum og Kanada um samanburðarrannsóknir á tíðni kransæðasjúkdóma á íslandi og hjá Vestur-íslendingum í Kanada. Þá er átt við Vestur-íslendinga sem ekki hafa blóðblandast öðrum þjóðflokkum. Hjá Vestur-íslendingum hafa kransæðasjúkdómar reynst mun tíðari en hér á landi. 1 þessu tilviki getur ekki verið um erfðir að ræða heldur aðra orsakaþætti, t.d. úr umhverfi eða lifnaðarháttum. Rannsóknir að frumkvœði annarra: Læknar geta vísað sjúklingum beint í skoðun hjá Hjartavernd og gangast þeir sjúklingar undir sömu stöðluðu rannsóknina og þátttakendur hóprannsóknarinnar. Eftir að tilvísanakerfið féll úr gildi getur fólk einnig leitað beint til Rannsóknarstöðvarinnar. Fyrir þessar rannsóknir er greitt á sama hátt og aðra sérfræðiþjónustu. Vinnustaðarannsóknir: Talsvert hefur verið um hópskoðanir á vinnustöðum og hafa nokkur

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.