Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 59

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 59
LÆKNABLAÐIÐ 465 fyrirtæki samið um heilsufarsskoðun á starfsfólki á 2ja ára fresti. í þeim tilvikum greiða fyrirtækin sjálf fyrir skoðun án þátttöku sjúkrasamlags. STARFSFÓLK Starf á Rannsóknarstofu Hjartaverndar fer að mestu fram fyrir hádegi. Hér starfa um 15 manns, læknar, hjúkrunarfræðingar, ritarar og aðstoðarfólk og eru flestir í hlutastarfi. Fyrstu árin voru tveir læknar í fullu starfi við stöðina, en þegar fjárhagsgrundvöllur stofnunarinnar breyttist vegna minni fjárframlaga ríkisins, varð að draga saman seglin. Frá þeim tíma hefur ekki verið unnt að reka stöðina með fullum afköstum og hefur einn læknir verið í fullu starfi og stundum annar í hálfu. Nokkrir læknar hafa unnið sem ráðgjafar á ákveðnum sviðum og tímabundið í hlutastörfum, t.d. við afleysingar. Að stórum hluta hefur sama starfsfólk unnið hjá Hjartavernd frá upphafi og er það mikill kostur, ekki síst með tilliti til þess að allar rannsóknir verða mun áreiðanlegri þegar þær eru framkvæmdar af sama fólki ár eftir ár. SAMSTARFSAÐILAR Margvíslegt samstarf hefur verið við mun fleiri lækna en þá sem beinlínis hafa unnið hjá stöðinni. Margir þeirra hafa unnið að hliðarrannsóknum á sérsviðum sem tengjast hóprannsókninni. Þar má nefna rannsóknir er tengjast liðagigt, taugasjúkdómum, gláku, öldrun, járnbúskap blóðsins og tannheilsu, en slík rannsókn stendur einmitt yfir þegar þetta er ritað. Talsverð samvinna er við heimilis-, heilsugæslu- og héraðslækna í sambandi við rannsóknir. Uggi Agnarsson lœknir hóf störf hjá Hjartavernd í ágúst 1986. Sérstaklega hafa heilsugæslulæknar úti á landi verið hjálplegir við framkvæmd rannsókna þar. Samvinna hefur einnig verið við erlenda aðila. Ber þar fyrst að nefna þátt Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í því að hrinda hóprannsókninni í framkvæmd. Á árunum 1971-1980 var skipulagt fjölþjóðasamstarf um rannsóknir á háþrýstingi. Loks ber að nefna MONICA-rannsóknina. Talsverð samvinna hefur verið við Krabbameins- félagið. Það hefur einkum tengst krabbameinsskránni og forstöðumanni hennar, Hrafni Tulinius, en krabbameinsskráin er mjög góð og þar er að finna ítarlegar upplýsingar. Ýmsir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma eru þeir sömu og krabbameina, t.d. reykingar. Þess vegna er mikilvægt að geta tengt saman skráningu krabbameinstilvika og rannsóknir á hjarta- og æðasjúkdómum, með því á að vera unnt að Finna sameiginlega áhættuþætti. ÁHRIF RANNSÓKNA HJARTAVERNDAR Nú þegar hafa um 70 þúsund manns gengist undir hópskoðun Hjartaverndar. Það gefur auga leið að þá finnst eitt og annað sem ekki var vitað um áður. Hagnýtar afleiðingar: Hjartavernd hefur safnað margháttuðum heilsufarslegum upplýsingum sem ekki lágu á lausu. Dæmi um hagnýtar upplýsingar sem fengist hafa úr hóprannsókn Hjartaverndar varða t.d. normalgildi á sökki. Áður var normalgildi á sökki og fleiri mælingum byggt á erlendum viðmiðunartölum, en í ljós kom að þær gilda ekki hér. í kennslubókum voru gefnar tölur um sökk og höfðu þær verið óbreyttar í 70 ár. Niðurstöður úr hóprannsókninni sýndu á hinn bóginn, að uppgefin normalgildi voru alltof lág. Einnig kom i ljós að normalgildi á sökki eru ólík hjá körlum og konum og hækka með aldrinum, óháð því hvort sjúkdómar hrjá viðkomandi eða ekki. Hugsanlegt er því að læknar sem mæla sökk hafi í einhverjum mæli sent sjúklinga í rannsókn að óþörfu, vegna þess að uppgefin normalgildi voru of lág. Annað dæmi er um blóðfitu. Nauðsynlegt er að vita hvernig gildin eru hjá íslendingum til að kunna skil á þvi sem er afbrigðilegt, vegna þess að þjóðir eru mismunandi hvað þetta varðar. Hjá ítölum er blóðfita t.d. helmingi lægri en hjá íslendingum. Upplýsingar af þessu tagi hggja

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.