Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 60
466 LÆKNABLAÐIÐ hvergi á lausu og þær verður að vinna upp á hverjum stað fyrir sig. Heilsufarslegar afleiðingar: Tvímælalaust hefur mikla þýðingu fyrir sjúklinga að sjúkdómar uppgötvist á byrjunarstigi. Að því leyti hafa rannsóknir Hjartaverndar heilsufarslega þýðingu. Ekki fer heldur hjá því að þegar menn gangast undir jafn viðamikla rannsókn og raunin er með hóprannsókn Hjartaverndar fá menn margvíslegar almennar upplýsingar um heilbrigðismál og heilbrigði. Eftir því sem hópurinn er stærri ná upplýsingarnar víðtækari útbreiðslu. Þegar byrjað var að mæla blóðþrýsting á vegum Hjartaverndar, var álíka algengt og nú að hann væri of hár, en fáir vissu af því. Lítil breyting varð á því fyrstu árin. Nú vita hins vegar flestir sem hafa háþrýsting um þennan kvilla, og eru á meðferð, sem jafnframt er mun markvissari og betri en áður var. Þetta er ekki síst að þakka keðjuverkandi upplýsingaáhrifum sem hafa síast um þjóðfélagið. Greinilega hefur margt breyst til batnaðar á starfstíma Hjartaverndar. Hjá þeim sem tekið hafa þátt í langtímarannsókninni frá upphafi hefur blóðfita minnkað, blóðþrýstingur lækkað og hjá körlum hefur dregið úr reykingum. Meðferð við blóðþrýstingi hefur einnig stórlega batnað. Fyrstu árin breyttist blóðfita lítið, en síðustu 5-10 árin hefur kólesteról lækkað þótt tríglýseríð hafi hækkað á sama tíma, ekki er enn vitað hvort það er verulegur áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Varðandi offitu hefur engin breyting orðið. íslendingar virðast borða jafn mikið og áður. Hins vegar hefur líkamsþjálfun og íþróttaiðkun aukist mjög á þessum tíma. Erfitt er að segja til um áhrif Hjartaverndar á tíðni kransæðasjúkdóma. Einu tölur sem hægt er að miða við eru dánartölur. Dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma óx fram til 1970 en hætti þá að aukast. Vera kann að dánartíðnin fari nú heldur minnkandi, sérstaklega hjá konum. Tölur sem fyrir liggja eru enn heldur litlar til að vera marktækar, þó er greinilegt að aukningin hefur stöðvast. En það þarf lengri tíma og ítarlegri samanburð til að fá marktækar tölur. Breyting á áhættuþáttum endurspeglast ekki umsvifalaust í breytingum á sjúkdómum sem eru að grafa um sig kannski frá barnæsku, ætla má að jafn langan tíma taki að snúa dæminu við. En það er hægt og hefur verið gert markvisst annars staðar. Þekkt dæmi er frá Finnlandi en þar var dánartíðni úr kransæðasjúkdómum hæst í heiminum. Árið 1970 hófst skipulögð barátta gegn áhættuþáttum kransæðasjúkdóma í einu héraði landsins. íbúarnir voru hvattir til að breyta mataræði og hætta reykingum. Þessu verkefni hefur verið sinnt áfram og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur lækkað verulega. Ámóta reynsla hefur fengist í Bandaríkjunum. Þar hefur verið rekinn mikill áróður fyrir breyttum lifnaðarháttum og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur lækkað um 30-40% síðustu 15-20 árin. Áður fór dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma vaxandi í öllum löndum heims, en nú er hún farin að lækka sumstaðar. FRAMTÍÐIN Brátt fer að sjá fyrir endann á langtímarannsókninni en hún er trúlega með stærstu rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á þennan hátt í heiminum. Gríðarlegt safn upplýsinga liggur fyrir úr þessari rannsókn og mun taka ár, ef ekki áratugi, að vinna úr þeim. Þegar því lýkur verður hægt að nýta aðstöðuna hjá Hjartavernd fyrir hópskoðanir af ýmsu tagi, þótt ekkert liggi fyrir um slíkt ennþá. Margvíslegar rannsóknir hafa ekki verið með á verkefnaskrá Hjartaverndar. Nikulás benti á að til þessa hefði yngra fólk orðið útundan í rannsóknum Hjartaverndar og sama gilti raunar um gamalt fólk. Eins væri mjög áhugavert að rannsaka atvinnusjúkdóma ýmis konar. í viðtali við dr. Sigurð Samúelsson prófessor bendir hann á mikilvægi þessa og nefnir að stjórnir sumra verkalýðsfélaga hafi sýnt mikinn áhuga á heilsufarsrannsókn félaga sinna hjá Hjartavernd. Sigurður segir: »Máimiðnaðarmenn hafa sýnt mestan áhuga í þessum efnum og hefur formaður Málm- og skipasmiðasambands Islands, Guðjón Jónsson, lagt sig sérstaklega fram um að koma slíkri heilsufarsrannsókn á. Hann á þakkir skilið fyrir það. Er vonandi að samvinna takist milli vinnustétta og Hjartaverndar um þessi mál því að það yrði tvímælalaust til mikilla framfara og hagsbóta« (3). í sama viðtali segir dr. Sigurður Samúelsson um mögulega framtið Rannsóknarstöðvar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.