Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 20

Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 20
104 LÆKNABLAÐIÐ Lyfjameðferð: Meirihluti sjúklinga eða 291 (83.4%) hlaut eingöngu lyfjameðferð. Meðalaldur þeirra var 59.2 ár (SD 19.1). Þrjátíu og tveir (11%) höfðu fylgikvilla, til dæmis lungnabólgu og hjartabilun, og var meðalaldur þeirra 70.8 ár (SD 13.6). Dánartíðni þeirra var 53.1%. Blóðgjafir: Tveir þriðju sjúklinga fengu blóðgjafir, að meðaltali 4.2 (SD 6.2) einingar. Sjúklingar sem kastað höfðu upp korglituðu magainnihaldi þurftu að jafnaði tvær einingar af blóði. Þeir sem kastað höfðu upp fersku blóði fyrir komu þurftu 5.3 einingar en 7.2 einingar ef uppköstin áttu sér stað eftir komu á spítala. Sjúklingar sem teknir voru til skurðaðgerðar, fengu að meðaltali 10.5 einingar en hinir sem hlutu eingöngu lyfjameðferð, fengu 3.0 einingar. Ekki var samband milli fjölda blóðgjafa og dánartíðni. Skurðmeðferð: Fimmtíu og átta sjúklingar (16.6%), 40 karlar og 18 konur, voru skomir upp vegna blæðingar og voru aðgerðir 63 talsins. Skurðaðgerð var framkvæmd innan þriggja daga hjá 36 sjúklingum (62%) en 22 (38%) gengust undir aðgerð þegar lengra var liðið frá innlögn eða blæðingu á spítala. Meðalaldur skurðsjúklinga var 64.7 ár (SD 14.7). Samsvarandi tölur fyrir sjúklinga sem aðeins fengu lyfjameðferð voru 59.2 ár (SD 19.1). Stöðug blæðing var algengasta ástæðan fyrir skurðaðgerð (tafla IV) og þurftu 70.3% í aðgerð. Sjö sjúklingar (53.8%) með sjáanlega æð í sári við speglun fóru í aðgerð. Tuttugu og fimm (17.9%) með fyrri sögu um sársjúkdóm þurftu aðgerðar við, en 33 þeirra (15.8%) sem ekki höfðu fyrri sögu um sár. Munurinn hefur ekki tölfræðilega þýðingu (P<0.7). Algengustu skurðaðgerðimar voru: Magaskurður (gastrotomia) með lokun á sári hjá 15, maganám (resectio) hjá 12 og skreyjutaugarrof (vagotomia) með lögun portvarðar (pyloroplasty) hjá átta sjúklingum. Fylgikvillar komu fyrir hjá 29 skurðsjúklingum (50%) og var lungnabólga algengust. Dánartíðni við aðgerð var 17.2%. UMRÆÐA Því var haldið fram 1969 að bráð magaspeglun hjá sjúklingum með blæðingu úr efri hluta meltingarvegar hefði þýðingu til að bæta greiningu á orsök blæðingar (4). Með tilkomu sveigjanlegra áhalda varð bráð magaspeglun auðveldari og var talið (3,5-7) að öruggari greining mundi hafa í för með sér bættan árangur meðferðar. Sýnt var fram á að greining á orsök blæðingar var betri með magaspeglun en með röntgenskoðun (5,6). Þessi breytta afstaða til greiningaraðferða kemur vel fram í rannsókn okkar. Arið 1976 voru 85% af sjúklingunum röntgenskoðaðir, en aðeins 3.2% árið 1985. A fyrra helmingi rannsóknartímabilsins var magaspeglun gerð á aðeins 77.4% sjúklinga, en seinni fimm árin 94.4%. Aldur, kyn og einkenni við innlögn reynist vera svipað í sjúklingahópi okkar og lýst er af öðrum höfundum (8-11). Aður en blæðing hófst höfðu eitt hundrað tuttugu og fjórir sjúklingar notað lyf sem geta valdið sárum og er það svipað og aðrir hafa lýst (11-13). Ekki kom fram munur á dánarhlutfalli þeirra sem höfðu notað slík lyf og hinna, sem ekki notuðu lyf og er þetta í samræmi við niðurstöður annarra. í rannsókn okkar eru blæðandi sár oftar í maga en í skeifugöm. Á það hefur verið bent að hlutfall milli magasára og skeifugamarsára er annað á Islandi en í nágrannalöndum (14). I skráningu á röntgengreindum sárum 1970- 71 og 1980-81 var nýgengi magasára hið sama og skeifugamarsára á fyrra tímabilinu en á seinna tímabilinu voru skeifugamarsár helmingi algengari. Vitað er að blæðing er ekki algengt fyrsta einkenni um magakrabbamein en í rannsókn okkar reyndist það orsök blæðingar hjá 3.4% af sjúklingahópnum, svipað og í löndum þar sem magakrabbi er sjaldgæfari en á íslandi. Æðahnútar í vélinda voru orsök blæðingar í aðeins 3.1% tilvika, sem er svipað því sem greint var frá í rannsókn á Borgarspítalanum árabilið 1974-78 (15). Niðurstöður frá Bandaríkjunum benda til þess að æðahnútar í vélinda orsaki 10-20% af blæðingum. Hið lága hlutfall þessarar blæðingarorsakar gæti skýrst af lágri tíðni skorpulifrar á íslandi, sem er sennilega aðeins tíundi hluti af því sem er í Bandaríkjunum (16).

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.