Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ
105
Stutt er síðan farið var að lýsa æðamisvexti
í efri hluta meltingarvegar sem orsök
blæðingar (17). I rannsókn okkar er hann
orsök blæðingar hjá 3.4% sjúklinganna
og hefur sumum þeirrra verið lýst áður
(18). Þessi orsök var aðeins greind á seinni
helmingi tímabilsins og var þá völd að 5.7%
blæðingaratvika. Að æðamisvöxtur var ekki
greindur á fyrra tímabilinu skýrist helst
þannig, að hann hafi ranglega verið talinn
áverki eftir magaslöngu eða speglunaráhald
(12,19).
Það er skoðun okkar að æðamisvöxtur sé
mikilvæg orsök blæðingar frá efri hluta
meltingarvegar og hefur sennilega verið valdur
að mörgum þeim blæðingum sem áður fannst
ekki skýring á.
Enda þótt blæðingarorsök fyndist í 82.9%
af þeim 299 sem voru speglaðir, gátum við
ekki sýnt fram á að dánartala væri lægri hjá
þeim sjúklingum sem orsök greindist strax
hjá, en því hafa sumir höfundar haldið fram
(20,21). Aðrir höfundar hafa heldur ekki sýnt
fram á bættar lífslíkur með því að beita bráðri
magaspeglun (6,11). Því hefur verið haldið
fram (22,23), þó ekki hafi verið staðfest af
öllunt (24), að ekki minna en helmingi þeirra
sjúklinga, sem hafa sjáanlega æð í sári, muni
blæða aftur og 40% þarfnist skurðaðgerðar.
Niðurstöður okkar rannsóknar eru í samræmi
við þetta.
Peterson bar saman afdrif 100 sjúklinga sem
gerð var á bráð magaspeglun og 106 sem
magaspeglun var gerð á aðeins ef blæðing tók
sig upp aftur eða ef aðrar ástæður þóttu gefa
tilefni til (25). Ekki reyndist vera munur milli
þessara tveggja hópa hvað snertir dánartíðni,
þörf fyrir skurðaðgerð eða fylgikvilla sára.
A það hefur samt sem áður verið bent
(26) að til þess að sýna fram á marktækan
mun á niðurstöðum þurfi mun stærri hópa
sjúklinga og einnig hitt, að ályktanir dregnar
af afdrifum hópsins í heild þurfi ekki að eiga
við um vissa hluta sjúklingahópsins sem geti
þurft sérstakrar meðferðar við (27).
Á síðustu árum hefur meðferð við
magablæðingum, sem beitt er í gegnum
magaspeglunartækið, fleygt fram með
notkun leysigeisla, rafvefjahleypingu
(eiectrocoagulation) og herðimeðferð
(sclerotherapiu). Líklegt má telja að með
þessum aðferðum (28-29) verði bráð
magaspeglun mikilvægari í meðferð sjúklinga
með magablæðingu og muni bæta árangur.
Niðurstöður þessarar rannsóknar okkar eru
á flestan hátt í samræmi við það sem aðrir
hafa áður lýst. Greinilegur munur er þó milli
okkar og nágrannalanda hvað snertir tíðni
æðagúls í vélinda og einnig höfum við fleiri
sár í maga en aðrir. Ennfremur má benda á
tíðari greiningu æðamisvaxtar eftir að menn
gerðu sér grein fyrir mikilvægi hans sem
orsök blæðingar.
Þættir sem hafa áhrif á dánartölu eru svipaðir
og hjá öðrum.
Niðurstöður af þessari rannsókn hafa ekki
fært sönnur á að bráð magaspeglun lækki
dánartíðni, en við leggjum áherslu á að
skýringin getur verið sú að um eldri og
veikari sjúklinga er að ræða. Við teljum skjóta
greiningu á blæðingarorsök mikilvæga, bæði
vegna meðferðar gegnum speglunartæki og
þegar þörf er á tafarlausri skurðaðgerð.
HEIMILDIR
1. Cutler JA, Mendeloff AI. Upper gastrointestinal
bleeding. Nature and magnitude of the problem in
the U.S. Dig Dis Sci (Suppl) 1981: 26: 905-65.
2. Schiller KFR, Truelove SC, Gwyn Williams D.
Hematemesis and melaena, with special reference
to factors influencing the outcome. Br Med J 1970;
2: 7-14.
3. Foster DN, Miloszewski KJA. Losowsky MS.
Stigmata of recent haemorrhage in diagnosis and
prognosis of upper gastrointestinal bleeding. Br Med
J 1978; 1: 1173-7.
4. Palmer ED. The vigorous diagnostic approach to
upper gastrointestinal tract hentorrhage. JAMA 1969;
207: 1477-80.
5. Morris DW, Levine GM, Soloway RD. Miller
WT, Marin GA. Prospective, randomized study of
diagnosis and outcome in acute upper gastrointestinal
bleeding: endoscopy versus conventional radiography.
Am J Dig Dis 1975; 20: 1103-9.
6. Katon RM. Smith FW. Panendoscopy in the early
diagnosis of acute upper gastrointestinal bleeding.
Gastroenterology 1973; 65: 728-34.
7. Leinicke JA, Shaffer RD, Hogan WJ, Geenen JE.
Emergency endoscopy in acute upper GI bleeding
(UGB): Does timing affect the significance of
diagnostic yield? Gastrointest Endosc 1976; 22: 228-
9.
8. Silverstein FE, Gilbert DA, Tedesco FJ, Buenger
NK, Persing J. The national ASGE survey on upper
gastrointestinal bleeding. II. Clinical prognostic
factors. Gastrointest Endosc 1981; 27: 80-93.
9. Cotton PB, Rosenberg MT, Waldram RPL, Axon
ATR. Early endoscopy of oesophagus, stomach and
duodenal bulb in patienls with haematemesis and
melaena. Br Med J 1973; 2: 505-9.