Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.03.1991, Qupperneq 30
110 LÆKNABLAÐIÐ þess vegna viðkvæmt fyrir öllum breytingum á innri gerð. A það við um hlust, hljóðhimnu og miðeyra. Smávægilegar breytingar svo sem eymamergur, hlustarþrengsl, kokhlustarþroti og ístaðskölkun geta því raskað viðkvæmu jafnvægi eyrans þannig að eymasuð hljótist af. Gould (2) setti fyrstur fram mótaðar tilgátur um úthljómun eyrans21 og virka mögnun í innra eyranu. Réttum þrjátíu árum síðar birti Kemp (3) grein um mælingar sínar á fyrirbærinu og ruddi þar með braut nýrri vitneskju um starfsemi innra eyrans. Gerður er greinarmunur á eiginlegri úthljómun eyrans og vakinni úthljómun. Með eiginlegri úthljómun er átt við stöðuga úthljómun frá innra eyra. Styrkur hljómsins er mjög veikur og vart mælanlegur, hvað þá heyranlegur. Vakin úthljómun byggir á örvun innra eyrans, með smelli eða hljóðskvettu31. Fáeinum millisekúndum eftir áreitið má skrá svörun innra eyrans, sem úthljómun - margfalt veikari en upphaflega áreitið. Úthljómun eyrans dvínar með aldrinum og má raunar greina ákveðið samband milli heymar einstaklingsins, eins og hún mælist við heymarpróf, og úthljómunar eyrans. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að þeir þættir, sem hafa bein áhrif á heym, hafi sömuleiðis áhrif á vakta úthljómun eyrans. Má þar nefna skammtíma möskunaráhrif (4,5), tímabundna heymaskerðingu (4), vefildisskort (6) og áhrif lyfja, svo sem etakrýnsýru (7) og salisýlata (8). Svipað má segja um eiginlega úthljómun eyrans. Sýnt hefur verið fram á að tímabundin heymarskerðing hefur þar áhrif (4), svo og vefildisskortur (6). Sú spuming hlýtur því að vakna hvort orsakatengsl séu á milli eymasuðs og eiginlegrar úthljómunar eyrans. Rannsóknir varðandi mögulegt samband þar á milli hafa gefið misvísandi niðurstöður. í athugunum Wilsons (9) á 40 eyrum mældist eiginleg úthljómun í 10 og þar af heyrðu sjö aðspurðra hljóminn sem eymasuð. í annarri rannsókn kom fram að hjá 32 einstaklingum með eðlileg heymarmörk mældist eiginleg úthljómun í 22 eyrum 16 einstaklinga. Enginn þeirra hafði fundið fyrir eymasuði. Hins vegar mældist engin eiginleg úthljómun í eyrum þeirra sex einstaklinga, sem kvörtuðu um eymasuð (10). I nýlegri grein færir Penner rök fyrir beinu orsakasambandi á milli eiginlegrar úthljómunar og eymasuðs (11). Þrátt fyrir að niðurstöður virðist ósamhljóða er sennilegt að eðlislægur skyldleiki sé með eymasuði og úthljómun eyrans. Hvort tveggja byggist á virkri vélrænni endurómun kuðungsins. Uppgötvun eggjahvítuefna með samdráttareiginleika, aktín og mýósín, í frumum líffæris Cortis (12,13) rennir frekari stoðum undir þá skoðun. Það er hinn virki vélræni þáttur, sem veldur eiginlegri úthljómun eyrans og stendur að baki mögnun og tíðnigreiningu innra eyrans, einkum við lágan tónstyrk. Sú staðreynd að utanaðkomandi hávaði hamlar eymasuði var vel þekkt meðal fom- Grikkja. Hazell er sömu skoðunar og í bók sinni um eymasuð (14) notar hann ofangreindar rannsóknaniðurstöður til að skýra notagildi möskunar við meðferð eymasuðs. I þeint tilvikum nýtist hljóðorkan til suðhömlunar með því að endurvekja hreyfingu hárfrumusnauða hluta kuðungsins og draga þannig úr ofvirkni aðlægra ytri hárfrumna. Fráfærandi taugabrautir, sem stýra starfsemi ytri hárfrumnanna eru hluti sjálfstæða taugakerfisins (15) og því ekki fráleitt að innri og ytri streituþættir, samfara áhrifum skreyjutaugar og adrenalíns í blóði geti haft bein eða óbein áhrif á starfsemi ytri hárfrumnanna. Raunar er vel þekkt að óþægindi sjúklings af völdum eymasuðs eru nátengd streitu, áhyggjum og geðbrigðum. AÐFERÐ Um miðjan áttunda áratuginn var farið að beita möskun við meðferð sjúklinga með eymasuð á skipulagðan hátt (16). í litlu tæki, áþekku heymartæki á úteyra, var komið fyrir suðara með tíðni ofan talsviðs. Kom í ljós að suð tækisins veitti sjúklingunum fró frá eymasuðinu og létti jafnvel eymasuðinu í smátíma eftir að sjúklingurinn hafði tekið niður suðarann. Þessar jákvæðu niðurstöður urðu til þess að við heymardeild Háskólasjúkrahússins í Malmö í Svíþjóð var þróað tæki, WATIC™ TA3, til nákvæmrar greiningar á eymasuði sjúklinga og einnig annað tæki meðfærilegt - suðari, TM3 (17). Haustið 1988 voru þessi tæki keypt með fylgihlutum til HTÍ með aðstoð Framkvæmdasjóðs fatlaðra.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.