Læknablaðið - 15.03.1991, Síða 50
126
LÆKNABLAÐIÐ
heilbrigðismál skrifar hann árið 1900 grein
um augnveiki, kirtlaveiki og augnbólgu
nýfæddra barna. Mun þetta hafa verið upphaf
greinaflokks um augnsjúkdóma, en því
nriður gaf blaðið upp öndina um þær mundir
og greinar Bjöms urðu ekki fleiri. Segir
í greininni að megnið af augnveiki barna
eigi rót sína að rekja til kirtlaveiki. Telur
Björn berklabakteríuna vera orsök hennar,
»lungnatœriní> og kirtlaveiki eru náskyldir
sjúkdómar, þar efl sama bakteríutegund er
orsök beggja. Ekki er þó allt, sem almennt er
kallafl kirtlaveiki, af þessari rót runnifl.«
Hafa nú verið raktir helstu þættir í starh
Björns Olafssonar og árdögum vísindalegra
augnlækninga á Islandi.
Björn lést 19. október 1909, á miðjum
starfsaldri, aðeins 47 ára gamall.
Minningargreinar að honum látnurn birtust
í flestum blöðum landsins við hið sviplega
fráfall hans. Ber þeim öllum saman um
mannkosti hans og dugnað.
Björn kvæntist Sigrúnu Isleifsdóttur (f. 17.
júní 1875), prests Gíslasonar, er síðast var
í Arnarbæli og Karitasar Markúsdóttur, 19.
maí 1904. Bjuggu þau síðast í Tjarnargötu
18, sem þau byggðu 1906 og þar hafði Bjöm
lækningastofu sína. Tvær dætur áttu þau
bama: Karitas Sigurlaugu (f. 1906, d. 1988)
er átti Jens Andersen kaupmann í Nyköbing
á Falstri og Ingibjörgu er lést aðeins 11 ára
gömul árið 1918. Ekkja Björns giftist síðar
Þorleifi H. Bjarnasyni, yfirkennara og rektor
Menntaskólans. Hún andaðist árið 1959.
Birni Ólafssyni auðnaðist að verða farsæll
frumherji í augnlækningum hér á landi
og verður hans lengi minnst sem fyrsta
augnlæknis á íslandi. Hann er í hópi þeirra
lækna, er urðu brautryðjendur á sviði
nútímalæknisfræði hér á landi, um síðustu
aldamót. Við frumstæðar aðstæður haslar hann
sér völl sem sérfræðingur og er fyrsti íslenski
læknirinn, sem það gerir og stundar sérgrein
eingöngu. Hann er einn af fjórunr læknum,
sem leggja grundvöllinn að nútímalækningum
hér á landi og af þeim er hann fyrstur til
að setjast að hér heima og hefur þegar gert
margar stóraðgerðir áður en Guðmundamir
þrír komu heim. Að vísu voru það ekki
samskonar aðgerðir og þeir urðu frægir af,
en sambærilegar.
Hann lét fslenskar aðstæður ekki hneppa sig
í fjötra framtaksleysis og sljóleika, heldur bar
hann merki sérgreinar sinnar hátt og lét aldrei
bugast þrátt fyrir langvarandi vanheilsu og
erfið vinnuskilyrði.
Það leið rúmt misseri frá andláti Björns uns
nýr maður tók við störfum hans, Andrés
Fjeldsted frá Hvítárvöllum, þá nýbakaður
augnlæknir. Hann kembdi ekki hærumar
fremur en Björn, fyrirrennari hans. Hann dó
aðeins 47 ára gamall árið 1923. Hann var
mjög farsæll augnlæknir. Er Andrés lést var
annar augnlæknir fyrir í Reykjavík, Helgi
Skúlason, er hafði sest þar að og stundað
augnlækningar frá 20. september 1921.