Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 18

Læknablaðið - 15.05.1992, Síða 18
174 LÆKNABLAÐIÐ sést að minnsta nákvæmnin er í mælingum á þéttni HDL-C, og eru breytistuðlar fyrir heildarkólesteról og þríglýseríð mun minni. Marktæk fylgni fékkst ekki milli aldurs sýna og þéttni apoprótína. Kynjamun í þéttni á blóðfitum og fituprótínum má sjá í töflu II. Ekki er marktækur munur á aldri hópanna, heildarkólesteról og Lp (a) var mjög svipað í báðum kynjum. í konum er þéttni á HDL-kólesteróli 23% hærri og apo AI 11% hærri en í körlum. Hins vegar hafa karlar um 23% hærri þéttni af þríglýseríðum og 6-7% hærri þéttni af LDL-kólesteróli og apo B. Karlar eru einnig marktækt hærri þegar tekið er hlutfallið á milli LDL-kólesteróls og HDL- kólesteróls eða apo B og apo AI en þetta hlutfall virðist vera sterkur forspárþáttur fyrir kransæðasjúkdómi (9). Tafla I. Breytistuðlar fyrir allar mœlingar. a) Breytistuðlar (%) fyrir apolípóprótínmælingar. Heildar Innan mælinga Milli mælinga Apo Al .. 3,4 1,8 1,7 Apo B ... 3,0 1,4 1,6 Apo (a).. lág gildi 6,1 3,4 3,9 Apo (a).. há gildi 6,4 3,0 3,8 b) Breytistuðlar (%) fyrir mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og HDL-kólesteróli. Meöaltal* Heildarkólesteról 1,26 (0,83-1,53) Þríglýseríð 1,73 (1,06-3,01) HDL-kólesteról 4,55 (3,67-5,58) * Meöaltal breytistuöla yfir fimm mánaöa tímabil, ásamt hæsta og lægsta gildi. Athuguð var fylgni milli allra mældra gilda, aldurs og þyngdarstuðuls og sjást niðurstöðumar í töflu III. Aldur, þyngdarstuðull, heildarkólesteról, lóg- þríglýseríð, LDL-kólesteról og apo B sýndu öll jákvæða innbyrðis fylgni bæði í konum og körlum. HDL-kólesteról sýndi sterka jákvæða fylgni við apo AI, en veikari neikvæða fylgni við þyngdarstuðul, lóg-þríglýseríð, LDL- kólesteról og apo B í báðum kynjum. Lóg-apo (a) hafði veika neikvæða fylgni við apo AI í körlum, en veika jákvæða fylgni við heildar kólesteról, LDL-kólesteról og apo B í konum. Apo AI í körlum hefur neikvæða fylgni við lóg-þríglýseríð, en í konum er apo AI með jákvæða fylgni við aldur og heildarkólesteról. HDL-kólesteról hafði ekki marktæka fylgni við aldur. Fylgni fannst einnig milli LDL- kólesteróls/apo B og aldurs í konum (r=0,35, P<0,001), en ekki í körlum (r=0,14, p=0,l 1). Hlutföllin heildarkólesteról/HDL-kólesteról, LDL-kólesteról/HDL-kólesteról, og apo B/apo AI sýndu öll jákvæða fylgni (r=0,29-0,42, p<0,001) við aldur í báðum kynjum. Þau gildi sem sýndu marktæka fylgni við aldur auk HDL-kólesteróls eru í töflu IV. Aldursbundnar breytingar á heildarkólesteróli eru sýndar á mynd 1 og til samanburðar eru niðurstöður frá MONICA II rannsókninni 1988 (5). Aldursbundnar breytingar á hlutfalli heildarkólesteróls og HDL-kólesteróls eru sýndar á mynd 2. Vert er að benda á takmarkaðan fjölda þátttakenda í yngstu og elstu aldurshópunum. Dreifing á gildum Lp (a) var ekki normal (mynd 3) og var miðgildið fyrir karla 11,0 mg/dl og fyrir konur 14,5 Tafla II. Kynjamunur í þéttni á bióðfitum, kólesteróli fituprótína og apoprótína. Karlar SD Konur SD P gildi Fjöldi 151 166 Aldur (ár) 41,00 15,30 41,60 14,60 0,711 Þyngdarstuðull ... (kg/m2) 25,10 3,20 24,10 4,10 0,012 Heildar kólesteról (mmól/l) 5,58 1,08 5,50 1,23 0,507 Þríglýseríð (mmól/l) 1,18 0,76 0,94 0,38 < 0,001 HDL-kólesteról .. (mmól/l) 1,17 0,28 1,44 0,33 < 0,001 LDL-kólesteról... (mmól/l) 3,88 1,02 3,63 1,17 0,046 Lp (a) (mg/dl) 24,70 31,10 26,30 32,30 0,666 Apo Al (mg/dl) 144,90 20,60 161,70 23,50 < 0,001 Apo B (mg/dl) 120,10 25,80 111,60 28,60 0,006 LDL-kólesteról/Apo B 1,24 0,14 1,24 0,14 0,992 Heildarkól./HDL-kólesteról .' 5,09 1,70 4,00 1,20 < 0,001 LDL-kólesteról/HDL -kólesteról 3,55 1,40 2,67 1,10 < 0,001 Apo B/AI 0,85 0,20 0,70 0,20 < 0,001

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.