Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.05.1992, Blaðsíða 18
174 LÆKNABLAÐIÐ sést að minnsta nákvæmnin er í mælingum á þéttni HDL-C, og eru breytistuðlar fyrir heildarkólesteról og þríglýseríð mun minni. Marktæk fylgni fékkst ekki milli aldurs sýna og þéttni apoprótína. Kynjamun í þéttni á blóðfitum og fituprótínum má sjá í töflu II. Ekki er marktækur munur á aldri hópanna, heildarkólesteról og Lp (a) var mjög svipað í báðum kynjum. í konum er þéttni á HDL-kólesteróli 23% hærri og apo AI 11% hærri en í körlum. Hins vegar hafa karlar um 23% hærri þéttni af þríglýseríðum og 6-7% hærri þéttni af LDL-kólesteróli og apo B. Karlar eru einnig marktækt hærri þegar tekið er hlutfallið á milli LDL-kólesteróls og HDL- kólesteróls eða apo B og apo AI en þetta hlutfall virðist vera sterkur forspárþáttur fyrir kransæðasjúkdómi (9). Tafla I. Breytistuðlar fyrir allar mœlingar. a) Breytistuðlar (%) fyrir apolípóprótínmælingar. Heildar Innan mælinga Milli mælinga Apo Al .. 3,4 1,8 1,7 Apo B ... 3,0 1,4 1,6 Apo (a).. lág gildi 6,1 3,4 3,9 Apo (a).. há gildi 6,4 3,0 3,8 b) Breytistuðlar (%) fyrir mælingar á heildarkólesteróli, þríglýseríðum og HDL-kólesteróli. Meöaltal* Heildarkólesteról 1,26 (0,83-1,53) Þríglýseríð 1,73 (1,06-3,01) HDL-kólesteról 4,55 (3,67-5,58) * Meöaltal breytistuöla yfir fimm mánaöa tímabil, ásamt hæsta og lægsta gildi. Athuguð var fylgni milli allra mældra gilda, aldurs og þyngdarstuðuls og sjást niðurstöðumar í töflu III. Aldur, þyngdarstuðull, heildarkólesteról, lóg- þríglýseríð, LDL-kólesteról og apo B sýndu öll jákvæða innbyrðis fylgni bæði í konum og körlum. HDL-kólesteról sýndi sterka jákvæða fylgni við apo AI, en veikari neikvæða fylgni við þyngdarstuðul, lóg-þríglýseríð, LDL- kólesteról og apo B í báðum kynjum. Lóg-apo (a) hafði veika neikvæða fylgni við apo AI í körlum, en veika jákvæða fylgni við heildar kólesteról, LDL-kólesteról og apo B í konum. Apo AI í körlum hefur neikvæða fylgni við lóg-þríglýseríð, en í konum er apo AI með jákvæða fylgni við aldur og heildarkólesteról. HDL-kólesteról hafði ekki marktæka fylgni við aldur. Fylgni fannst einnig milli LDL- kólesteróls/apo B og aldurs í konum (r=0,35, P<0,001), en ekki í körlum (r=0,14, p=0,l 1). Hlutföllin heildarkólesteról/HDL-kólesteról, LDL-kólesteról/HDL-kólesteról, og apo B/apo AI sýndu öll jákvæða fylgni (r=0,29-0,42, p<0,001) við aldur í báðum kynjum. Þau gildi sem sýndu marktæka fylgni við aldur auk HDL-kólesteróls eru í töflu IV. Aldursbundnar breytingar á heildarkólesteróli eru sýndar á mynd 1 og til samanburðar eru niðurstöður frá MONICA II rannsókninni 1988 (5). Aldursbundnar breytingar á hlutfalli heildarkólesteróls og HDL-kólesteróls eru sýndar á mynd 2. Vert er að benda á takmarkaðan fjölda þátttakenda í yngstu og elstu aldurshópunum. Dreifing á gildum Lp (a) var ekki normal (mynd 3) og var miðgildið fyrir karla 11,0 mg/dl og fyrir konur 14,5 Tafla II. Kynjamunur í þéttni á bióðfitum, kólesteróli fituprótína og apoprótína. Karlar SD Konur SD P gildi Fjöldi 151 166 Aldur (ár) 41,00 15,30 41,60 14,60 0,711 Þyngdarstuðull ... (kg/m2) 25,10 3,20 24,10 4,10 0,012 Heildar kólesteról (mmól/l) 5,58 1,08 5,50 1,23 0,507 Þríglýseríð (mmól/l) 1,18 0,76 0,94 0,38 < 0,001 HDL-kólesteról .. (mmól/l) 1,17 0,28 1,44 0,33 < 0,001 LDL-kólesteról... (mmól/l) 3,88 1,02 3,63 1,17 0,046 Lp (a) (mg/dl) 24,70 31,10 26,30 32,30 0,666 Apo Al (mg/dl) 144,90 20,60 161,70 23,50 < 0,001 Apo B (mg/dl) 120,10 25,80 111,60 28,60 0,006 LDL-kólesteról/Apo B 1,24 0,14 1,24 0,14 0,992 Heildarkól./HDL-kólesteról .' 5,09 1,70 4,00 1,20 < 0,001 LDL-kólesteról/HDL -kólesteról 3,55 1,40 2,67 1,10 < 0,001 Apo B/AI 0,85 0,20 0,70 0,20 < 0,001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.