Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1992, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.05.1992, Qupperneq 26
182 LÆKNABLAÐIÐ íslands; 2. niðurstaða líkrannsóknar, byggð á lokagreiningu við krufningu, þar með talin reifun sérfræðings R.H. á sjúkdómstilfellinu og ef þurfa þótti krufningarskýrsla þar sem lýst er í máli og myndum ástandi hvers líffæris. Skilgreiningar hugtaka voru: (a) Bein dánarsök: áverki eða sjúkdómur er veldur dauða á tilteknum stað og tíma (8). Þannig skilgreind var bein dánarorsök borin saman (pöruð) við atriði I(a> á íslenskri útgáfu dánarvottorðs, »sjúkdómur eða ástand, sem telst bein orsök dauða«. (b) Annar alvarlegur sjúkdómur: sjúkdómsástand þess eðlis, að hrint geti af stað atburðaröð sem leiða kann til beinnar dánarorsakar (8). Þannig skilgreindur var alvarlegur sjúkdómur borinn saman við þætti I(b>, I(C), »undanfarandi orsakir« o.s.frv. og/eða II, »annað ástand, óskylt, en samverkandi að dauða«. Misrœmi var skilgreint með þeim hætti, að um væri að ræða marktæka breytingu á sjúkdómsgreiningu. Til dæmis flokkuðu höfundar breytinguna »lungnarek« í »lungnabólgu« (eða öfugt) til misræmis. Enn fremur taldist misræmi ef krufning leiddi í ljós annan hvom ofanskráðra sjúkdóma en þeirra var hvergi getið á dánarvottorði. Þessi túlkun var þó aðeins viðhöfð væru þessir sjúkdómar marktækir við kmfningu. Fyndist til dæmis lungnarek í smáum slagæðagreinum eða bólguíferð við smásjárskoðun breytti slíkt engu og taldist ekki til misræmis. Enn fremur voru svæsin kransæðaþrengsl til dæmis ekki skráð til misræmis þótt ekki væru tiltekin á dánarvottorði, ef þau höfðu ekki beinlínis átt þátt í dauða. Illkynja æxli, sem ekki var getið á dánarvottorði, flokkuðust til misræmis. Að pörun lokinni voru eftirfarandi athuganir töfiufærðar: Heildarmisræmi milli dánarvottorðs og niðurstöðu krufningar. Heildarmisræmi var síðan sundurliðað eftir því, hvort það tók til beinnar dánarorsakar eða annars alvarlegs sjúkdómsástands. Enn fremur var athugað, þegar misræmi var varðandi beina dánarorsök, hvort læknar sjúklings höfðu staðsett beina dánarorsök í sama eða annað líffærakerfi en meinafræðingar. Sömuleiðis var kannað hvort dánarvottorð var dagsett á undan frumgreiningu krufningar, sama dag eða síðar. Var reiknað með, að læknir sá, er fyllti út dánarvottorð, hefði haft handbærar niðurstöður líkrannsóknar, væri vottorðið útfyllt sama dag og líkrannsókn fór fram eða síðar. Að lokum var skráð hvort skrásetjari dánarvottorðs hafði merkt við reit þann er gefur til kynna, hvort krufning hafi farið fram. Við talnarýni var beitt x2 prófi. NIÐURSTÖÐUR Alls voru kannaðar 590 líkrannsóknir, 250 frá 1976 og 340 frá 1986. Heildarkrufningatíðni sjúkrahúsanna þriggja var 57% árið 1976 og 58% 1986. Dánarvottorð fundust fyrir alla nema einn, útlending sem jarðsettur hafði verið erlendis. Þannig voru borin saman dánarvottorð og niðurstöður krufninga 589 einstaklinga. Samanlagt heildarmisræmi milli dánarorsakar og annars alvarlegs sjúkdóms fannst í helmingi tilvika (tafla I), og breyttist ekki á tíu ára tímabili þannig að inarktækt væri (P>0,5). Misræmi varðandi alvarlega sjúkdóma aðra en beina dánarorsök fannst í þriðjungi tilvika og hélst sömuleiðis því sem næst óbreytt milli 1976 (32%) og 1986 (34%) (P>0,5). í 38 tilvikum (6,5%) var dánarvottorð undirritað á undan frumgreiningu líkrannsóknar. í töflu II sést dreifing misræmis eftir undirritunardægri hvors skjals. Misræmi í dánarorsök jókst lítillega við það að niðurstöður krufningar lægju fyrir, þótt ekki væri marktækt (P>0,5). Nokkuð dró úr misræmi hvað varðaði aðra alvarlega sjúkdóma (44,7% í 32,5%), eftir að niðurstöður krufningar voru kunnar, þó ekki þannig að marktækt yrði (0,50<P<0,10). í 545 tilvikum (92,5%) gaf dánarvottorð með réttu til kynna að krufning hefði verið gerð. I 40 tilvikum (6,8%) var þeirri spumingu látið ósvarað og fjórum sinnum (0,7%) svaraði vottorðsritari neitandi. UMRÆÐA Lokagreining meinafræðings er, eins og sjúkdómsgreining lækna sjúklinga, túlkun eins sérfræðings og dregur dám af þekkingu hans og reynslu. Sérstaða meinafræðingsins er sú, að hann hefur við lok líkrannsóknar tiltækar allar þær niðurstöður er fást munu um veikindi og dauða viðkomandi einstaklings. Það er hlutverk og beinlínis skylda meinafræðings að taka afstöðu til þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, vega þær og flokka eftir mikilvægi og hlutdeild í

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.