Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 35

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 35
LÆKNABLAÐIÐ 191 Mynd 1. Mikil þykknun á slímhúðaifellingum magans, sérstaklega í magabol á stóru magabugSu. lofti í magann. Ekki sáust sár eða fyrirferðir. Speglun á skeifugöm og vélinda var eðlileg. Stórsætt útlit samræmdist sjúkdómi Menetrier. Vefjasýni voru send í rannsókn. í smásjárskoðun sást vefjaauki (hyperplasia) og þykknun á magabolsslímhúð. Þykknunin stafaði af aukinni lengd magadokka (foveolae gastricae) sem sums staðar voru 2/3 af slímhúðarþykkt (mynd 3). Einnig sást staðbundin íferð eosínfíkla í eiginþynnu (lamina propria) og í kirtilþekju svo og belglaga (cystic) breytingar í sumum magakirtlum. Þessar breytingar bentu til sjúkdóms Menetrier. Slímhúð í porthelli og skeifugöm var eðlileg. Ræktunartilraunir úr magaslímhúð fyrir Helicobacter pylori og CMV báru ekki árangur. Fylgst var með drengnum á deild. An nokkurrar meðferðar gengu einkenni að mestu niður á einni viku. S-prótín fóru upp í 55 g/1, nánast eðlilegt gildi og S-albúmin var 36 g/1 sem er eðlilegt. Ellefu vikum síðar kom drengurinn aftur til eftirlits. Þá vom einkenni algerlega horlin. Blóðprufur voru allar orðnar eðlilegar, S-prótín 72 g/1, S-albúmin 51 g/1 og S-glóbúlín 21 g/1. Röntgenmynd af maga sýndi að slímhúðarbreytingamar höfðu gengið til baka. Mynd 2. A: Afar grófar fellingar í magabol. Ekki sléttist úr þeim þegar dœlt var lofti í magann. B: A stóru magabugöu nálœgt mótum magabols og porthellis var þveifelling. C: Neöan við fellinguna leit slímhúð í porthelli eðlilega út.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.