Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 43

Læknablaðið - 15.05.1992, Page 43
LÆKNABLAÐIÐ 199 afar mikilvægan í alþjóðlegum HUGO- rannsóknum. A rannsóknastofum á Landspítalalóð (Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði og Blóðbankinn) og Rannsóknarstofu Krabbameinsfélags íslands er gerð tengslagreining á ýmsum erfðasjúkdómum. Erfitt er fyrir litlir íslenskar rannsóknastofur að kortleggja stór svæði, en verið er að kortleggja litla búta af ákveðnum litningum sem taldir eru bera áhættugen fyrir sjúkdóma. Nauðsynlegt er að styrkja þær rannsóknastofur á Islandi sem framkvæma tengslagreiningu svo við eigum auðveldara að fylgjast með þróun HUGO-rannsókna á Norðurlöndunum og hjá öðrum Evrópuþjóðum, en gert er ráð fyrir að þessar rannsóknir muni stóraukast á kontandi árum. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar um HUGO-rannsóknaráætlunina geta haft samband við Sigurð Ingvarsson, Rannsóknastofu Háskólans í Meinafræði, í síma 601906, bréfsími 601943.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.