Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 11

Læknablaðið - 15.09.1992, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 273 er innbyrðis vægi einstakra áhættuþátta mismunandi eins og nánar verður fjallað um hér að neðan. Áhœttuþœttir kransœðasjúkdóms: Með því að beita tölfræðilegri fjölþáttagreiningu Cox, er reynt að meta sjálfstætt framlag einstakra áhættuþátta til kransæðasjúkdómsins. Aðferðin tekur bæði tillit til þess að þættimir eru margir og hugsanlega samverkandi, og einnig til verkunartímans. Hið síðarnefnda er mjög mikilvægt í langtímarannsókn eins og þessari, þar sem þátttakendur koma inn í rannsóknina á mismunandi tímum og er því fylgt eftir mislengi. í stuttu ináli má draga saman helstu niðurstöður um áhættuþætti kransæðasjúkdóms á íslandi á þann hátt, að þeir séu hinir sömu og fundist hafa í fjölmörgum faraldsfræðilegum rannsóknum í N-Ameríku, V-Evrópu og Norðurlöndum (12-15). Aldur, kólesteról í blóði, reykingar og blóðþrýstingur í slagbili eru allt marktækir áhættuþættir með báðum kynjum. Að auki höfðu þríglýseríðar í blóði sjálfstætt vægi meðal kvenna og fastandi blóðsykur meðal karla. Hins vegar hafði ofþungi, metinn sem þyngdarstuðull, ekki sjálfstætt vægi, ekki heldur blóðþrýstingur í hlébili þegar tekið hafði verið tillit til blóðþrýstings í slagbili. I flestum tilvikum reyndust sömu áhættuþættir vera tölfræðilega marktækir hjá báðum kynjum. Þó var munur á vægi hinna veikari áhættuþátta, fastandi blóðsykurs og þríglýseríða. Þessir þættir eru innbyrðis tengdir og voru báðir á mörkum tölfræðilegrar marktektar. Meðal karla vó fastandi blóðsykur þyngra og ýtti þríglýseríðum af lista hinna marktæku áhættuþátta. Hið gagnstæða var uppi á teningnum hjá konum; þríglýseríðar komust á lista hinna marktæku áhættuþátta en fastandi blóðsykur féll út. Kólesteról: Fjölmargar faraldsfræðilegar rannsóknir víða um heim hafa sýnt mikilvægi kólesteróls sem áhættuþáttar kransæðasjúkdóms meðal karla (12-15). Er sérstök ástæða til að minna á sjö landa rannsóknina, sem sýndi meðal annars hversu vægi margra áhættuþátta er mismunandi í mismunandi löndum, en alls staðar skipti kólesteról sköpum (16). Rannsóknir á meinþróun æðakölkunar í margvíslegum dýratilraunum hafa rennt enn frekari stoðum undir lykilhlutverk kólesteróls í meinþróun sjúkdómsins (17) sem og árangur af kólesteróllækkandi meðferð á allra síðustu árum (18,19). Gagnstætt þessari samstöðu sem ríkt hefur um hlutverk kólesteróls meðal karla, hafa niðurstöður um mikilvægi þess meðal kvenna verið misvísandi og reyndar af skomuin skammti eins og fyrr er getið. Sérstaklega ber að geta rannsóknar Bengtson og samstarfsmanna í Gautaborg sem nýlega var gerð ýtarleg skil hér í Læknablaðinu (4). I athugun þeirra á 1462 konum reyndist kólesteról ekki vera sjálfstæður áhættuþáttur kransæðaáfalla. Hins vegar höfðu þríglýseríðar sjálfstætt gildi. Niðurstöður okkar em að því leyti frábrugðnar að kólesteról er ótvírætt sjálfstæður áhættuþáttur meðal íslenskra kvenna. Eins og fram kemur á mynd 4 er hins vegar greinilegt, að sú áhætta sem fylgir kólesterólaukningunni, er miklu minni meðal kvenna en karla og kallar á allt önnur viðbrögð. Sennilega er það fjölmenni hinnar íslensku rannsóknar með hálft níunda þúsund þátttakenda sem gerir kleift að greina áhrif sem ekki eru öflugri en þetta. Svipaðar niðurstöður hafa nýlega verið kynntar úr ýmsum öðrum rannsóknum (20,21). Þríglýseríðar: í þessari rannsókn reyndust þríglýseríðar hafa sjálfstætt vægi sem áhættuþáttur meðal beggja kynja. Að þessu leyti ber niðurstöðum saman við niðurstöður rannsókna í Gautaborg sem fyrr er vísað til (4). Töluverður ágreiningur hefur rflct um vægi þríglýseríða (22,23). Samband þeirra við aðra áhættuþætti er margháttað og flókið, til dæmis við líkamsþunga, sykurþol og blóðþrýsting og miklu minna er vitað um hlutverk þeirra í meinþróun æðakölkunar heldur en hlutverk kólesteróls. Nokkuð dregur það úr gildi niðurstaðna okkar, að ekki er unnt að meta þátt HDL-kólesteróls í afdrifum þátttakenda í rannsókninni. Þar sem öfugt samband rfkir oft milli þríglýseríða og HDL- kólesteróls gætu hækkandi þríglýseríðar einfaldlega verið óbeinn mælikvarði á lækkandi HDL-kólesteról, en ekki skipt máli sem sjálfstæður áhættuþáttur. A móti því mælir athugun á hlutverki apo-lípóprótína í hluta þess rannsóknarhóps sem hér er fjallað um (hópur D) (24). í þeiin hópi reyndust þríglýseríðar sem og kólesteról hafa sjálfstætt vægi þótt tekið væri tillit til bæði apo-A (mælikvarði á HDL-kólesteról) og

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.