Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 17
277 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL jOURNAL Ueknafclag íslands og Læknafclag Rcykjavikur M 78. ARG. - SEPTEMBER 1992 Skilyrði til náms í læknadeild Flestir, ef ekki allir, læknaskólar takmarka fjölda nemenda og læknadeild Háskóla Islands er hér engin undantekning. Um nokkurra ára skeið hefur læknadeild takmarkað aðgang við tiltekinn fjölda læknanema og lagt þar til grundvallar árangur á skriflegum prófum úr námsefni haustmisseris fyrsta árs. Líta má svo á, að deildin ætli sér að velja þá til læknanáms sem geta tileinkað sér best þriggja mánaða námsefni og komið því til skila á skriflegu prófi. Reynslan er þó sú, að nýnemar eru einungis um helmingur þeirra sem sleppa undir fjöldatakmörkin á hverju ári. Hinn helmingurinn eru nemendur sem eru að reyna í annað eða þriðja sinn. Nýnemar þurfa því að tileinka sér þriggja mánaða námsefni betur en keppinautar sem hafa haft 15 eða 27 mánuði til að íhuga efnið. Samkvæmt upplýsingum frá Brynhildi Brynjólfsdóttur, deildarstjóra nemendaskrár Háskóla Islands, hafa á síðustu sex árum 136 læknanemar sloppið framhjá fjöldatakmörkunum í fyrstu tilraun, 90 í annarri tilraun og 16 eftir þrjár tilraunir. Tvisvar á síðustu þremur árum hafa nýnemar verið í minnihluta þeirra sem fá að halda áfram námi (sjá mynd). í þeim árgöngum sem nú eru á fjórða, fimmta og sjötta ári voru nýnemar 65% þeirra sem fengu að halda áfram námi, en síðustu þrjú árin hefur hlutfall nýnema einungis verið 48%. Ekki fer milli mála, að hæfi til bóklegs náms skiptir miklu um hverjir eru hæfir til læknisnáms og læknisstarfa. Aðrir mannkostir eiga þó ekki síðri þátt í því að ákvarða hverjir verða farsælir læknar. Læknadeild lítur algerlega framhjá öllu öðru en hæfni til bóklegs náms og notar lélega aðferð til að mæla þennan eina þátt. Læknadeild þarf Fjöldi læknanema, sem náöi fjöldatakmörkunarprófum Fjöldi lœknanema sem fékk að lialda áfram námi eftir fjöldatakmörkunarpróf á fyrsta ári (numerus clausus). Tölurnar sýna þróun á árunum 1986 til 1991. Svartir kassar tákna þá sem náöu í fyrstu tilraun, hvítir hringir þá sem náöu eftir aöra tilraun og þríhyrningar þá sem náöu í þriðju tilraun. að endurskoða þá aðferð sem beitt er við val á læknum framtíðarinnar. Æskilegt er að taka tillit til námsárangurs fyrri ára, og þá ekki eingöngu í þeim greinum sem nýtast beinlínis í læknisnámi. Læknar eiga að hafa góða almenna menntun og það eru ekki síður mannkostir að vera vel að sér í tungumálum, stærðfræði eða listum, en að geta lært utanað byrjunamámsefni í grunngreinum læknisfræði. Þá getur starfsreynsla skipt máli. Vissulega er vandasamt að meta stúdenta á breiðum grundvelli, meðal annars vegna misjafnra mennta- og fjölbrautaskóla, en líklega verra að taka ekkert tillit til almennra mannkosta og menntunar. Ef nota á byrjunamámsefni í læknadeild sem hluta mælikvarðans, þarf að tryggja að allir sitji við sama borð og bera ekki nýnema saman við fólk sem hefur numið þetta takmarkaða efni í eitt eða fleiri ár. Einar Stefánsson

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.