Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 279-85
279
Hans Jakob Beck, Jóhann Matthías Kjeld
NOTKUN HEIMILIS- OG HJARTALÆKNA
Á RANNSÓKNUM í EFNA- OG
BLÓÐMEINAFRÆÐI
ÁGRIP
Könnuð var notkun heimilis- og hjartalækna
utan sjúkrahúsa á rannsóknum í efna- og
blóðmeinafræði. Augljós og marktækur munur
var á sjúklingahópum og rannsóknanotkun
læknanna úr þessum tveimur greinum.
Könnunin bendir til þess, að læknar sérhæfi
sig í störfum og vinni mikið forvamarstarf á
stofum sínum. Notkun á rannsóknum virðist
mjög í hófi og svipuð og meðal starfsbræðra á
Norðurlöndum.
INNGANGUR
Besta (optimal) notkun lækna á rannsóknum
er ekki þekkt. Ástæður fyrir rannsóknum
eru oft flóknar og margþættar og breytast í
tímans rás vegna tækniframfara. Á síðustu
tveimur áratugum hafa framfarir í mælitækni
á rannsóknastofum læknisfræðinnar í efna- og
blóðmeinafræði orðið slrkar að kalla mætti
hljóðláta byltingu. Tvennt má einkum til
nefna: 1. Sjálfvirk, tölvustýrð mælitæki og 2.
mælingar efna með geisla- og ónæmisefnum,
svokölluð »radioimmunoassays« eða RIA-
mælingar. Sjálfvirknin og tölvuvæðingin
hefur gert rannsóknastofum mögulegt að
gera fleiri mælingar og halda samt utan
um niðurstöðurnar með minni kostnaði en
áður, enda hafa rannsóknir orðið ódýrari og
fjöldi þeirra margfaldast. RIA mælingamar
og afkvæmi þeirra (ELISA, IRMA, EIA
og fleiri) hafa hins vegar orðið til að fjölga
tegundum rannsókna og aukið greiningargetu
mælinga úr mikrógrömmum efnis í sýni
niður í píkógrömm, eða með öðrum orðum
milljónfaldað næmi mælinga. Sem dæmi
um þetta mætti nefna mælingar á TSH og
aldosteróni sem nú eru framkvæmdar næstum
daglega, en var byrjað að gera hérlendis fyrir
aðeins 13 til 14 árum. Einstofna (monoclonal),
tveggja mótefna mæliaðferð fyrir TSH, mun
Frá Rannsóknastofunni í Domus Medica, rannsókn
6, rannsóknastofu Landspítalans í efnameinafraeöi.
Fyrirspurnir, bréfaskipti: Jóhann Matthías Kjeld.
næmari en fyrri aðferðir, var sett upp fyrir sex
árum. Ennþá næmari mæliaðferðir fyrir TSH
og önnur prótín hormón eru væntanlegar innan
eins til tveggja ára.
Fjöldi rannsókna í efna- og blóðmeinafræði
er mismunandi meðal þjóða. Talið er að
mest sé gert af þeim í Bandaríkjum Norður-
Ameríku, enda hvetja læknasamtök og
heilbrigðisyfirvöld þar stundum til þess. I því
sambandi má nefna U.S. National Cholesterol
Education Program (NCEP) sem gefið hefur
út leiðbeiningar (clinical guidelines) þar
sem mælt er með ákveðnum kólesteról styrk
(<240 mg/L = <6,21mmól/L) í blóði fólks
og ýtir þannig undir að leitað sé að vísum
um byrjandi sjúkdóma ellegar kannaðir
áhættuþættir (1). Aðrar þjóðir hafa farið sér
hægar í þessum efnum, meðal annars vegna
mikils kostnaðar.
Af framansögðu má vera ljóst að þáttur
efna- og blóðmeinafræðirannsókna í
sjúkdómspreiningu, leit og eftirliti vex
stöðugt. Á læknastofum eru nú gerðar
margvíslegar rannsóknir á fólki sem áður
hefði þótt gefa ástæðu til innlagnar á
sjúkrahús. Greining sjúkdóma og meðferð
með öflugum rannsóknum hefur þannig
færst nær grasrótinni. Rannsóknastofur gegna
mikilvægu hlutverki í heilbrigðiskerfinu, en
rannsóknastofunotkun lækna utan sjúkrahúsa
hefur lítt verið könnuð hingað til og engin
sundurliðuð könnun er til um þetta á
sjúkrahúsum hérlendis. Slíkar kannanir
gefa upplýsingar um vinnubrögð lækna,
viðfangsefni þeirra og sjúklingahópa, auk
þess sem unnt er að afla upplýsinga um
rekstrar- og kostnaðarliði við þennan hluta
heilbrigðisþjónustunnar. Þá hjálpa slíkar
athuganir sérfræðingum rannsóknastofanna
við ráðgjöf til lækna um notkun rannsókna og
leggja grunn (viðmiðun) að frekari könnun á
örri þróun rannsóknastarfseminnar.
Erlendis hefur hlutur rannsóknastofa í