Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 22

Læknablaðið - 15.09.1992, Qupperneq 22
282 LÆKNABLAÐIÐ eru algengustu rannsóknirnar hjá báðum hópum lækna, en að öðru leyti er mikill munur á. Mælingar á blóðfitu, blóðsykri, nýmaprófum og elektrólýtum voru mun tíðari hjá hjartalæknum. Beiðnir heimilislækna dreifðust á fleiri fiokka, en beiðnir um mælingar á lifrarprófum, sermisprótínum og jámbúskap voru mun algengari hjá þeim en hjartalæknum. Fjöldi rannsókna á hverri beiðni reyndist nokkuð breytilegur eftir aldri, einkum hjá heimilislæknum, eins og sjá má á mynd 4. Meðalfjöldi umbeðinna rannsókna á beiðni eykst að marktækum mun með aldri hjá báðum hópum lækna fram að 30-39 aldri og nær hámarki hjá aldurshópi 50- 59 ára hjá hjartalæknum en 60-69 ára hjá heimilislæknum. Mestur munur milli hópanna sést hjá sjúklingum yfir sextugu, en hjá þeim biðja heimilislæknar um rúmlega eina rannsókn umfram hjartalækna. Reiknaður var út kostnaður við rannsóknimar samkvæmt gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur. Meðalkostnaður á hverja komu voru 44,9 einingar hjá heimilislæknum en 38,7 einingar hjá hjartalæknum. Hlutfall kostnaðar vegna algengustu rannsóknanna, blóðhags og sökks, var svipaður hjá báðum hópum lækna, tæp 25%. Hjá heimilislæknum skar flokkurinn lifrarpróf/ensím sig nokkuð úr með 22% kostnaðar og hjá hjartalæknum blóðfitumælingar með 30% kostnaðar. Kostnaður við aðra rannsóknaflokka skar sig ekki áberandi úr. Endurteknar rannsóknir: Langflestir sjúklinganna voru aðeins sendir einu sinni til rannsóknastofunnar á könnunartímabilinu (tafla II). Frá hjartalæknum, sem sendu sjúklinga sína ívið oftar til endurtekinna rannsókna en heimilislæknar, komu liðlega 70% einu sinni og 14% oftar en tvisvar. Frá heimilislæknum komu 74% sjúklinga einu sinni en 9% oftar en tvisvar. A mynd 5 sést hversu langur tími leið að jafnaði milli fyrstu og annarrar komu sjúklings, hjá þeim sem komu oftar en einu sinni. Heimilislæknar endursendu fleiri af sínum sjúklingum en hjartalæknar innan mánaðar. Aftur á móti endursendu hjartalæknar fleiri af sínum sjúklingum eftir 6-12 mánuði og var mjög marktækur munur (p<0,001) milli læknahópanna tveggja Number of tests per request 9 . ---- H General practitioners 8 “ S Cardiologists * 7 • 6 5 4 3 | 2 7 1 ji \V/. 0 rh * íiliS 0-9 20-29 10-19 30-39 ÍÍÍÍ, 1111 V/J^ Ip ip tp Ipl 40-49 60-69 80+ 50-59 70-79 Age groups (years) Fig 4. Average number of tests requested on each referral for eacli age group of patients by general practitioners and cardiologists. The vertical bars denote the 95% confdence limits. The asterisks show a significantly (p<0.05 or less) higher average number of tests per request for that age group than for the next younger one. General practitioners Cardiologists <1 month Hl-6 months □ 6-12 months §>12 months Fig 5. The patients who visited the lab two times or more during the survey period have been grouped according to tlie time interval (montlis) between their first and second visits. Data are sliown in actual numbers of second visits and as percentage of total númber of second visits for eacli group. The time periods studied, were less tlian a month, 1-6 montlis, 6-12 montlis and more tlian a year after the first visit. There was a significant difference between general practitioners and cardiologists in this respect for the first and third period. á þessum tveimur tímabilum. Ekki var marktækur munur milli endurtekninga á öðrum tímabilum. UMRÆÐA Læknum bjóðast stöðugt fleiri og betri rannsóknir til að styðjast við og skipa rannsóknir í efna- og blóðmeinafræði

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.