Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 23

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 283 Table II. Number of patients referred once, twice and more than twice during the survey period. Number of visits to the laboratory one two more N (%) N (%) N (%) From general practitioners N = 10588.. 7934 (74.2) 1711 (16.2) 942 ( 8.9) From cardiologists N = 3526 .. 2495 (70.8) 539 (15.3) 492 (13.9) þar stóran sess. Læknar tileinka sér nýjar rannsóknir yfirleitt fijótt og fylgjast vel með í framförum í meðferð sjúklinga, en auknu aðhaldi í fjárútlátum heilbrigðiskerfisins víða um lönd hefur fylgt krafa unt sparnað og hnitmiðaðri notkun lækna á starfstækjum sínum (11). Læknar verða nú í auknum mæli að taka tillit til krafna um beinskeytta notkun þeirra meðala sem þeir beita í starfi, meðal annars rannsókna. Skort hefur upplýsingar um starfsvenjur lækna, þar með talið notkun þeirra á rannsóknum, en með þessari rannsókn er leitast við að kanna helstu þætti í notkun tveggja hópa íslenskra lækna á rannsóknum í efna- og blóðmeinafræði utan spítala. Sjúklingahópar frá heimilislæknum og hjartalæknum eru gerólíkir. Frá heimilislæknum koma sjúklingar á öllum aldri og konur eru þar fleiri en karlar. Könnun á heilsugæsluþjónustu árið 1981 (12), sem náði aðeins til heilsugæslustöðva utan höfuðborgarsvæðisins sýndi að fleiri samskipti voru vegna kvenna en karla, þó munurinn væri minni en hér kom fram. Sú rannsókn sýndi að konur voru frekar sendar í rannsókn en karlar. Obirt rannsókn landlæknisembættisins á heilsugæsluþjónustu 1988 tók einnig til tveggja heilsugæslustöðva í Reykjavfk og benda niðurstöður til þess að rannsóknanotkun heimilislækna í Reykjavík kunni að vera eitthvað öðruvísi en starfsbræðra þeirra úti á landi (13), en ítarlegri könnunar er þörf. Bresk rannsókn á rannsóknastofunotkun heimilislækna sýndi að fleiri rannsóknir voru gerðar á konum en körlum. Þótti þetta skýrast af fleiri sjúkdómsgreiningum meðal kvenna en karla (14). Kynjamunur á rannsóknum heimilislækna í danskri rannsókn var svipaður og hér kemur fram (2). I dönsku rannsókninni var 20% sjúklinga sem komu á stofu vísað í rannsóknir, og voru þá meðtaldar þvagrannsóknir á sjálfum læknastofunum og hjartarafrit. Aldurs- og kynskipting sjúklingahópsins frá hjartalæknunum kemur vel heim við þekkta tíðnidreifingu hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi (15). Flestir sjúklinganna eru yfir fimmtugu og karlar fleiri en konur, nema í elstu hópunum þar sem kynjamismunurinn jafnast og snýst síðan við með fleiri konum en körlum meðal sjúklinga 80 ára og eldri, en hjartasjúkdómar gera vart við sig seinna á ævinni meðal kvenna en karla. Einnig verður að hafa í huga að meðallífslíkur kvenna eru 4,7 árum lengri en karla (16), en niðurstöður rannsóknar okkar eru ekki aldursstaðlaðar. Greinilegur munur var á vali rannsókna hjá heimilislæknum og hjartalæknum. Eins og búast mátti við biðja báðir hópamir oftast um blóðhag og sökk, en heimilislæknar velja rannsóknir á breiðara sviði en hjartalæknar. Þá flokka rannsókna sem hjartalæknar nota mest er auðvelt að tengja hjarta- og æðasjúkdómum. Mat á áhættuþáttum æðakölkunar felur í sér mælingar á blóðfitum og blóðsykri, fylgjast þarf með nýrnaprófum og elektrólýtum margra sjúklinga með hjartasjúkdóma og háþrýsting. Mælingar skjaldkirtilsprófa, sem eru ámóta tíðar hjá hjartalæknum og heimilislæknum, má eflaust skýra með tengslum skjaldkirtilssjúkdóma og einkenna frá hjarta. Heimilislæknar nota fleiri tegundir rannsókna en hjartalæknar, eins og eðlilegt var að ætla. Könnun með sjiurningalista meðal 85 heimilislækna í Oðinsvéum í Danmörku á rannsóknastofunotkun (2) sýndi að helstu ástæður rannsókna voru þessar: Vegna sjúkdómsgreiningar 40,6%, vegna eftirlits 44,3% og vegna fyrirbyggjandi aðgerða og vottorðaskrifa 13,2%. Þessi danska rannsókn tók til beiðna um þvagrannsóknir og hjartarafrit auk meinefna- og blóðmeinarannsókna. Þar eð val rannsókna var svipað og hér kemur fram hjá heimilislæknum, má telja líklegt að ástæður rannsókna séu svipaðar hjá íslenskum og dönskum heimilislæknum og þeir meti þær svipað. Meðalfjöldi rannsókna á hverri beiðni frá heimilislæknum eykst með hækkandi aldri og nær hámarki meðal sjúklinga 60-69 ára með 7,7 rannsóknir á beiðni, en meðaltal allra

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.