Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 28
288 LÆKNABLAÐIÐ algeng, mæði og hósti stafa af bólgu og herslismyndun í lungum sem getur valdið snemmkominni herpu. Lungnaháþrýstingur er sjaldgæfur en vel þekktur fylgikvilli sjúkdómsins (4). Herslismyndun í leiðslukerfi hjartans og í hjartavöðvanum getur valdið hjartsláttartruflunum og stífni í hjartavöðvanum sem getur aftur leitt til hjartabilunar. Talið er að blóðflæðitruflun til hjartavöðvans vegna Raynauds-fyrirbæris í smáum slagæðum hjartavöðvans valdi þeim breytingum sem fram koma í hjartavöðvanum og leiðslukerfi hjartans (5,6). Samkvæmt erlendum rannsóknum fá um 45% sjúklinga með herslismein háþrýsting, eggjahvítumigu eða nýrnabilun. Nýmasjúkdómur tengist slæmum horfum og er algengasta dánarorsök þessara sjúklinga. A stundum eru byrjunareinkenni sjúkdómsins samhverfar liðbólgur sem geta minnt á iktsýki. Sjúkdómurinn er flokkaður eftir útbreiðslu húðbreytinga. Þeir sem einungis liafa húðbreytingar neðan olnboga og hnjáa eða í andliti teljast með takmarkað herslismein (limited scleroderma) þar undir fellur CREST afbrigðið (calcinosis, Raynauds, esophageal hypomotility, sclerodactyly, telangiectasia). Nái húðbreytingar til efri hluta útlima og bols er um útbreitt herslismein (diffuse scleroderma) að ræða (7). Auk þess er til staðbundið herslismein (scleroderma morphea, linear scleroderma) þar sem breytingar eru bundnar við afmarkaða húðbletti eða strik og verður það ekki til frekari umfjöllunar hér. Dreifing húðbreytinganna er talin gefa vísbendingu urn sjúkdómshorfur, þannig sýna flestar rannsóknir samræmi milli útbreiddra húðbreytinga og sjúkdóms í innri líffærum er hefur verri horfur í för með sér (8). í þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á þennan sjúkdóm á Islandi og dregin verða fram íslensk séreinkenni sjúkdómsins. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Sjúklingar með herslismein voru fundnir með tölvuleit og leit í sjúkraskrám á sjúkrahúsum landsins allt frá árinu 1975. Beðið var um upplýsingar frá heilsugæslulæknum og héraðslæknum. Einnig var leitað að sjúklingum með herslismein í skrám Rannsóknastofu Háskóla Islands í ónæmisfræði. Leitast var við að finna alla sjúklinga með herslismein á íslandi fram til 31.12.1990. Allir sjúklingar á lífi voru kallaðir til skoðunar. Við greiningu var stuðst við skilmerki bandarísku gigtarsamtakanna (9). Framkvæmt var heildarmat á sjúkdómsmynd og framgangi sjúkdómsins. Notast var við rottulíffæri í flúorskinprófi við greiningu kjamamótefna. ELISA tækni var notuð til greiningar á mótefnum gegn kjamaþáttunum, Sm, SSA.SSB og Scl 70 (10). Frumubundin ELISA tækni var notuð til að mæla mótefni gegn æðaþeli (11). NIÐURSTÖÐUR í árslok 1990 voru 18 einstaklingar með herslismein á lífi, 16 konur og tveir karlar, meðalaldur sjúklinganna var 53,5 ár (15-85). Meðal sjúkdómslengd frá upphafi einkenna var 9,9 ár (1-27). Algengi sjúkdómsins í árslok 1990 á íslandi var 7,2 á 100 þúsund íbúa. Þrettán sjúklingar voru með takmarkað herslismein (limited sclerodenna), en fimm með útbreitt herslismein (diffuse scleroderma). Enginn sjúklinganna hafði einkenni nýmasjúkdóms. Heildaryfirlit yfir sjúkdómseinkenni er að finna í töflu I. Helstu blóðrannsóknir sýna að meðaltalsgildi fyrir blóðrauða, sökk, CRP og kreatínín, eru innan eðlilegra marka. Kjamainótefni fundust í 15 sjúklingum, mótefni gegn Scl 70 í fjórum sjúklingum, mótefni gegn SSA í þremur, mótefni gegn Sm í þremur, enginn sjúklinganna hafði mótefni gegn SSB. Mótefni gegn æðaþeli fundust í sex sjúklingum (tafla II). Við alhliða mat á gangi sjúkdómsins og líðan sjúklinganna kom fram að verulegur bati varð hjá þremur af fimm sjúklingum nreð útbreitt herslismein, en óbreytt ástand hjá einum og versnun hjá einum. Meðal sjúklinga með takmarkað herslismein varð verulegur bati hjá 10 sjúklingum og óbreytt ástand hjá þremur (tafla III).^ Síðastliðin 10 ár hafa fimm sjúklingar, þrír karlar og tvær konur með herslismein látist, meðalaldur við andlát var 65 ár. Enginn sjúklingur með herslismein hefur látist síðustu þrjú árin. Meðal sjúkdómslengd við andlát var 12,5 ár frá upphafi einkenna. Þrír sjúklinganna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.