Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 39

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 39
LÆKNABLAÐIÐ 1992; 78: 299-302 299 Ólafur Einarssonl), Guðmundur Bjarnason2), lan T. Jackson3) FREMRI HAUSRAUF. »Gleiöeygö langnefja« INNGANGUR Heilahaull (encephalocele) eða heila- og heilahimnuhaull (meningoencephalocele) er útbungun á heila- og heilahimnuvef um gat eða glufu í hauskúpunni og kemur fyrir í um það bil einni af hverjum fimm þúsund fæðingum. Tilsvarandi útbungun á mænuhimnum og á mænuvef (myelomeningocele) er miklu algengari. Þannig greindi Matson frá 1390 tilvikum af þess háttar hryggraufum á móti 265 hausraufum á tuttugu ára tímabili. Af þessum hausraufum voru 196 á hnakka en 35 á ennis- og nefrótarsvæðinu (1). í Austurlöndum fjær er þessu þó á annan veg farið þar sem gallinn virðist miklu algengari framantil en aftantil á höfði (2). Meðfædd hausrauf á ennis- og nefrótarsvæðinu veldur sérkennilegu útliti, þ.e. breiðri og langri nefrót með auknu bili milli augna. Mexíkaninn Ortiz Monasterio nefndi þetta fyrirbæri »long nose hyperteleorism« og hefur þessi nafngift haldist nokkuð (4). Það ber þó að hafa í huga að í raun er oftast um telecanthus (hliðrun augnkróka) að ræða en ekki eiginlegan hyperteleorismus (hliðrun augntótta). Þannig eru við hliðrun augnkróka hinir ytri veggir augntóttanna að kalla rétt staðsettir, en aðeins neflægu veggir augntóttanna staðsettir of fjarri miðlínu. Við venjulega augntóttahliðrun er nefið oftast mjög stutt og afmyndað, eða jafnvel ekkert nef. Horfur einstaklinga með rauf framantil á höfði eru alla jafna mjög góðar og miklu betri en þegar um hryggrauf er að ræða. Því veldur, að sá hluti heilans sem gallinn kann að taka til er tiltölulega þögull eða óvirkur hluti ennishjarna (lobus frontalis) og fóm þessa heilahluta veldur engum truflunum Frá 1)lýtalækningadeild Landspitalans, 2)barnaskurödeild Landspítalans, 3)lnstitute for Craniofacial Surgery, Providence Medical Building, Southfield, Michigan, USA. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ólafur Einarsson. á taugakerfi. Vatnshaus er ekki algengur fylgikvilli, þar eð gallinn tekur ekki til þess hluta heilahimna sem máli skiptir fyrir eðlilega hringrás og frásog heilavökvans (3). Vandamál varðandi útlit geta hins vegar verið veruleg og einfalt brottnám heilahaulsins og lokun á heilahimnum sjaldan nægilegt til að fá viðunandi andlitsfall. Hér verður greint frá einu tilfelli fremri hausraufar sem hefur verið til meðferðar á Landspítalanum. Sökum þess hve þetta er sjaldgæft þykir rétt að rifja upp það helsta sem vitað er um myndun fyrirbærisins á fósturskeiði. MYNDUN NEFLÆGS HEILAHAULS í lok fyrsta fósturmánaðar lokast taugapípan (tuba neuralis). Síðast lokast fremsti hluti pípunnar og nefnist þar blindgat (foramen caecum). Þar eru um tíma í snertingu hvort við annað frumstætt ytra og innra kímbla ð. Eftir að taugapípan lokast vex fram miðkímblað (mesoderm) og skilur hinn frumstæða heilavef frá húðinni. Þetta frumstæða miðkímblað myndar um síðir ennisbeinið og sáldbeinið (os ethmoidale). Einmitt á milli forstiga þessara beina, við nefrótina á milli augntóttanna, er glufan staðsett þegar um neflægan heilahaul er að ræða. Ekki er vitað hvað veldur því að ytra kímblað og sá frumstæði vefur, sem myndar taugavef (neuroderm), halda áfram að liggja í snertingu hvort við annað og að innvöxtur frumstæðs miðkímblaðs verður ekki með eðlilegum hætti. Þetta veldur varanlegum galla í hauskúpunni þar sem heilavefur getur gúlpast út. I lok annars fósturmánaðar, þegar æðuflækjan (plexus coroideus) hefur myndast og byrjað að framleiða heilavökva, verður útbungun á heila- og himnuvef um þessa glufu. Það er samdóma álit fræðimanna, að þessi frambungun heilavefs hindri eðlilegan beinvöxt á þessu svæði fremur en að galli í

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.