Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 46

Læknablaðið - 15.09.1992, Side 46
304 LÆKNABLAÐIÐ sagður hafa kallað sjúkdóminn ischias (e. sciatica) fyrstur manna en lengi vel var sjúkdómurinn þekktur sem Malum Cotugnii (4). Um og eftir miðja síðustu öld urðu miklar framfarir í læknisfræði beggja vegna Atlantsála, meðal annars á þessu sviði. Fram á sjónarsviðið komu læknar sem lýstu einkennum þessa sjúkdóms nákvæmlega. Líffærafræði liðþófans varð kunn í smáatriðum og stundum var lýst útbungun á liðþófa. Var þá yfirleitt talið að þetta væru einhverskonar æxli og dettur mér í hug að þarna hafi verið um að ræða stórar útbunganir þar sem liðþófinn hafi brostið og hluti liðþófakjarnans legið utan hans (extrusion, hemiation). Stundum voru þau kölluð sarcoma en oftast enchondroma, chondroma, achondrosis eða íibrochondroma (5). Eiginlegt brjósklos í baki var að flestra áliti aðeins sjaldgæf afieiðing alvarlegra bakáverka. Yfirleitt var þó ekkert af þessu talið orsaka settaugarbólgu heldur væri þar fyrst og fremst uin taugabólgu (neuritis) að ræða. í erindi sem flutt var á fundi The New England Surgical Society í september 1933 og birtist í grein næsta ár á eftir leiddu þeir Mixter og Barr menn loks í allan sannleika um að orsök settaugarbólgu væri í raun útbungun á liðbrjóskinu (protrusion, extrusion, herniation), og að stórar útbuiiganir eða lausir bitar af liðþófa í mænugangi væru ekki æxli heldur brjósklos (6). AÐ SKERA EÐA EKKI SKERA! Nærri má geta að menn hafi haft árhundraða ef ekki árþúsunda reynslu í að meðhöndla áverka á hrygg en talið er að Paul frá Aegina eigi heiðurinn af fyrsta þynnunámi (laminectomy) sem gert hefur verið en hann var Grikki, uppi á sjöundu öld. Hann mælti með því að skera inn að broti ef beinið þrýsti á mænuna og fjarlægja það síðan. Hryggtinda skyldi fjarlægja ef þeir orsökuðu verki. Eftir þetta er oft talað um í fræðibókum fyrri tíma að gera aðgerðir á hrygg eftir slys en þess munu þó fá ef nokkur dæmi. A sextándu öld tóku bæði Ambroise Paré, fyrsti nútímalegi skurðlæknirinn, og Fabricius frá Hilden, faðir þýskra skurðlækninga, upp aðferð Pauls, án þess þó að aðgerðin yrði neitt almennari. Arið 1762 er þó að finna eitt dæmi þar sem byssukúla var fjarlægð úr hrygg. í Englandi urðu í byrjun nítjándu aldar miklar deilur um hvort gera skyldi þynnunám (eftir slys). Kom það meðal annars til af því að Henry nokkur Cline hafði gert fyrsta raunverulega þynnunámið (á síðari tímum) í London árið 1814. Sjúklingurinn dó en eigi að síður vakti þessi aðgerð mikla athygli og varð til þess að fleiri fóru að gera hana þrátt fyrir mikla andstöðu og lélegan árangur. í Þýskalandi og Frakklandi var þetta varla á dagskrá ennþá. í byrjun þessarar aldar var því meðferð við bakveiki og einkennum settaugarbólgu enn mest almenns eðlis. Þó kom fyrir að sjúklingar væru settir í gifsbol eða jafnvel spengdir. Frá því um og eftir aldamót fóru aðgerðir þó smám saman að vinna á, oftast á þeim forsendum að um æxli væri að ræða en stundum eftir slys. Birtust um þetta margar greinar þekktra skurðlækna í virtum fræðiritum. NÚ MÁ SKERA! Niðurstöður þeirra Mixter og Barr settu skriðuna af stað. Aðgerðum vegna brjóskloss í baki fór ört fjölgandi og samtímis voru þær endurbættar, gerðar minni og markvissari. Skurðir voru upphaflega langir, enda lítið um rannsóknir og varð að treysta á »exploration« á að minnsta kosti tveimur liðbilum hverju sinni. Skurðir voru beinir, bogalaga eða jafnvel H- og U-laga, í eða við miðlínu. Beininu var ekki hlíft. Hryggtindar og liðbogaþynnur (laminur) beggja vegna voru fjarlægðar og opnað inn á mænusekkinn og síðan farið í gegnum hann. Menn töldu það samt mundu veikja hrygginn að taka svo mikið bein og eftir því sent fleiri sjúklingar lifðu aðgerðina af varð þeim hugleiknara að varðveita beinið og gerðu sumir þá svokallaða »osteoplastiska laminectomy«. Að taka aðeins aðra liðbogaþynnuna var þó lýst þegar árið 1902 af ítalanum Lorenzo Bonomo og vann sú aðgerð smám saman á. Á síðari árum hefur oftast verið látið nægja að kringja aðeins úr liðbogaþynnum fyrir ofan og neðan liðþófann en þegar árið 1939 greindi þó J.G. Love frá því að brjósklos væri jafnvel hægt að fjarlægja án þess að taka nokkurt bein (7). Smásjáraðgerðir við brjósklosi í baki urðu vinsælar upp úr 1974. Yasargil, Williams

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.