Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.09.1992, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 305 og síðan Caspar lýstu slíkum aðgerðum og smíðuð voru skurðverkfæri með þetta í huga (8). Smásjár urðu algengari og betri. Örlítill skurður, góð lýsing og meiri nákvæmni eru aðalsmerki þessarar aðgerðar sem nú hefur rutt sér mjög til rúms. Reyndar hafa verið aðrar aðferðir á síðari árum. Eftir 1964 varð vinsælt að sprauta uppleysandi efni inn í liðþófann (Chymopapain chemonucleolysis) með ágætum árangri en vinsældum þess hefur hnignað vegna alvarlegra en tiltölulega sjaldgæfra aukaverkana. Þá hefur brjósklos verið fjarlægt með hliðarástungu og speglun (Percutaneous endoscopic lumbar discectomy), þ.e. baksjáraðgerðum. Fæst af því allgóður árangur en enn sem komið er á sú aðgerð ekki við nema um fimmtung sjúklinga. »GUESSOGRAPHY« Fyrsta mænustungan var gerð árið 1885 en fyrst á árunum 1919-1921 var byrjað að sprauta lofti inn í mænugang, upphaflega til að rannsaka heilann (pneumoencephalography) en síðan einnig mænuganginn. Fyrmefnda rannsóknin var við lýði allt þar til tölvusneiðmyndatækin komu til sögunnar en sú síðamefnda dó fljótt út. Hún var þó enn gerð meðan undirritaður var við framhaldsnám í Bandaríkjunum á árunum 1965-1971 (J.G. Love) og var í hálfkæringi kölluð »guessography« vegna þess hversu óáreiðanleg hún þótti! Fyrstu litarefnin (skuggaefnin) árið 1922, Lipiodol og síðan Thorotrast, ollu mikilli ertingu og hið síðarnefnda reyndist krabbameinsvaldandi. Arin 1940-1950 komu svo á markaðinn betri efni, Pantopaque og Contrast-U. Bæði voru þau mun hættuminni en hin fyrmefndu og þó ekki hættulaus og voru eftir þetta notuð áratugum saman eða þangað til enn ný efni komu til sögunnar fyrir nokkrum árum. Skúmbólga (arachnoiditis) er helsta aukaverkun áðurnefndra litarefna. Einnig geta sjúklingar fengið heiftarlega krampa ef efnið berst skyndilega og í miklu magni upp í höfuðið og það þá jafnvel banvænt. Auk þessa fylgja mænustungunni ýmis óþægindi en oftast smávægileg. Vafalaust var það vegna ofannefndra aukaverkana að læknar fyrr á árum voru oft mjög tregir til að gera mænumyndatökur með litarefnum og það jafnvel eftir að hin betri efni komu til sögunnar. Prófessor Snorri Hallgrímsson lýsir þessari afstöðu vel í grein árið 1946 en þar segir hann meðal annars frá reynslu sinni af rannsóknum með Lipiodol á þremur sjúklingum á Vanföreanstalten í Stokkhólmi sem höfðu hörmulegar afleiðingar í för með sér. Og í grein árið 1978 segist Dr. Bjama Jónssyni yfirlækni ennþá vera í fersku minni eftir aldarþriðjung útlitið á mænutagli (cauda equina) eftir »joðmyelografíu« og hafi hann æ síðan haft beyg af því að spýta ertandi efni inn í mænusekk. Hafi hann því aldrei notast við mænumyndatöku til greiningar á þjótaksverki nema grunur hafi leikið á að um æxli væri að ræða (9). A heila- og taugaskurðlækningadeild Borgarspítalans hafa nær allir brjósklossjúklingar verið rannsakaðir með mænumyndatöku allt frá 1971 að þessi starfsemi hófst þar og þar til í lok árs 1981 að tölvusneiðmyndatæknin hóf þar innreið sína. Rannsóknir fyrir aðgerð staðfesta greininguna, staðsetja sjúkdóminn og takmarka þá aðgerð sem gera þarf auk þess sem þær útiloka þá sjúklinga sem ekki eru með brjósklos þrátt fyrir líklega »klinik«. Snorri Hallgrímsson mun hafa látið gera fyrstu mænumyndatökuna hér á landi árið 1943. Fáar munu samt hafa verið gerðar, að minnsta kosti fyrst framan af. Árið 1974 voru að tilhlutan Dr. Bjama Jónssonar fyrst gerðar hér hryggþófamyndir (discography). Sú rannsókn var þá nær þriggja áratuga gömul og hafði sænskur maður, Lindblont að nafni, átt upptökin að henni (10). Þessi rannsókn náði ekki mikilli útbreiðslu. Þó hefur á síðustb árum myndast ákveðinn grundvöllur fyrir hana í sambandi við »lumbar chemonucleolysis« og »percutaneous endoscopic lumbar discectomy« sem minnst hefur verið á áður. Með tilkomu tölvusneiðmyndatækninnar (CT- scan) árið 1972 og síðan segulómunar (MRl) varð enn ein byltingin í sögu rannsókna á hrygg og mænu. Notfæra menn sér þessa tækni í vaxandi mæli en enn er þó gert talsvert af mænumyndatökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.