Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 32
G ætum við fengið kerta- ljós?“ spyr Jónína Leósdóttir kurteislega þegar þjónustustúlkan spyr hvort hún megi færa okkur eitthvað fleira en kaffi og te. „Mér finnst það svo hlýlegt,“ segir hún svo og hellir mjólk út í teið. Við erum staddar í setustofu Hilton Reykjavík Nordica-hótelsins á mánudagsmorgni í september. Örfáir hótelgestir eru á sveimi í kringum hótelbarinn. Virðulegur maður í vel straujaðri skyrtu situr ábúðarfullur fyrir framan tölvuskjá. Við kringlótt borð sitja fimm jakka- fataklæddir menn og ræða heims- málin. Rithöfundurinn Jónína situr úti í horni og lætur lítið fyrir sér fara. Þannig vill hún hafa það. „Athygli er ekkert sem ég hef nokkurn tímann óskað mér. Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera „þekkt“ þótt ég hafi verið í störfum sem hafa leitt það svolítið af sér, bæði blaðamennskan og bókaskrifin,“ tjáir hún mér. Hún segir þetta eðli margra rithöfunda og leikskálda. „Helst vildi ég vera með huliðs- hjálm og veita engin viðtöl,“ segir hún hreinskilnislega. „En ég er í starfi sem krefst þess að maður kynni sig.“ Jónína sýpur á teinu og segir: „Aumingja þú. Slæ ég þig alveg út af laginu með þessu „ég vil ekki vera hér,““ bætir hún svo við, meira í gríni en alvöru. Hún er klædd grárri rúllukraga- peysu sem hún prjónaði sjálf, svört- um buxum og með rauðan varalit í stíl við rauða skóna. Svart, grátt og rautt eru hennar einkennislitir. „Aðallega svart, smávegis grátt og smávegis rautt. That‘s as far as it goes,“ segir hún þegar ég minnist á litavalið. Jónína hefur veitt örfá viðtöl á undanförnum árum og þá eingöngu um bækurnar sínar. Þessa dagana er enginn skortur á viðtalsbeiðnum. Nánast allir fjölmiðlar landsins, og einnig einhverjir erlendir, hafa falast eftir viðtali við hana. Ástæðan er þó ekki eingöngu velgengni hennar á ritvellinum en í október kemur út ný skáldsaga eftir Jónínu, Allt fínt ... en þú?, auk þess sem hún á smásögu í unglingabók sem nýverið var gefin út á átta Norðurlandamálum undir nafninu Elskar mig, elskar mig ekki. Áhugann er líklega heldur ekki að rekja til þess að virtur, þýskur bókaútgefandi hefur þegar tryggt sér útgáfurétt að skáldsögu Jónínu, nokkru áður en hún kemur út á ís- lensku. Þótt slíkt sé afar óalgengt. Ástæðan er væntanlega sú að hún er gift forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Íslands- sögunnar. Og það sjónarhorn fer augljóslega pínulítið í taugarnar á rithöfundinum. „Það er skrýtin og fremur óþægi- leg tilfinning að vita að áhugi fjöl- miðla er mestmegnis vegna þess hverjum maður er giftur. Þótt ég þykist standa fyrir mínu er ekki hægt að horfa fram hjá því að þessi óvenjumikli spenningur fjölmiðla væri ekki til staðar nema vegna for- sætisráðherrafrúar-vinkilsins. Það er ekkert skemmtilegt fyrir sjálf- stæða manneskju,“ útskýrir hún. „Hin neikvæða hliðin er svo að finna hvernig „anonymitet“ manns er að gufa upp. Ég sem gat alltaf þvælst um allt án þess að nokkur liti tvisvar á mig finn nú sífellt oftar fyrir star- andi augum.“ Er þér illa við að vera kölluð for- sætisráðherrafrú? „Já, alveg eins og mér væri illa við að vera kölluð læknisfrú eða verk- fræðingsfrú. Ég skilgeini mig ekki út frá maka mínum. Að því leyti finnst mér það óviðeigandi. Eða réttara sagt asnalegt,“ segir hún og kímir. „Þegar ég fer í viðtöl er það vegna þess að hluti af starfi rithöf- unda er að kynna verk sín. Ég myndi aldrei sitja hérna ef ég væri til dæm- is hjúkrunarfræðingur eða kennari.“ Þjónustustúlkan kemur með log- andi kerti í stjaka og leggur á borðið. Einhvern tímann sagðirðu mér að þú byrjaðir vinnudaginn alltaf á því að kveikja á kerti. Gerirðu það ennþá? „Já, það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á tölvunni og síðan á sprittkerti við hliðina á henni. Þegar ég kveiki á kertinu og horfi á það yfir daginn reyni ég alltaf að tengja mig við eitthvað sem skiptir meira máli en amstrið hérna á jörðinni. Hugsa fallega til fólks sem mér þykir vænt um og fólks sem ég veit að á í erfiðleikum. Og um leið og kertaloginn fjarar út kveiki ég strax á öðru kerti. Vinnu- dagarnir eru mældir í sprittkertum! Hvert kerti er um það bil fjóra tíma að brenna. Fjögurra kerta dagar eru því langir vinnudagar.“ „Bara eitt af því sem komið getur upp“ Jónína er öryggið uppmálað en þó örlítið vör um sig. Vanari að vera hinum megin borðsins, í hlut- verki blaðamannsins. Þar er hún á heimavelli, enda starfaði hún við blaðamennsku í tuttugu ár. Fyrst sem blaðamaður á Helgarpóstinum, svo sem ritstjóri vikublaðsins Press- unnar og loks sem ritstjórnarfulltrúi og, um tíma, ritstjóri Nýs lífs. Fyrir tæplega fimm árum sagði hún upp starfi sínu á Nýju lífi til að geta einbeitt sér að skriftum. Nú nýtur hún fjögurra kerta daganna í botn. „Þetta eru mikil forréttindi sem ég finn til þakklætis yfir á hverj- um einasta degi. Mig hafði svo lengi dreymt um þetta. Líklega í tuttugu ár. Áður skrifaði ég leikrit og bækur ásamt því að vera í fullu starfi.“ Á þessum fimm árum hefur Jón- ína skrifað þrjár unglingabækur, tvö leikrit, pistlasafnið Talað út og fyrr- nefnda skáldsögu fyrir fullorðna, Allt fínt ... en þú? sem væntanleg er í lok október. Unglingabækurnar, sem út komu árin 2007, 2008 og 2009, fjalla allar um sömu aðalpersónuna og slógu nýjan tón í íslenskum ung- lingabókmenntum. „Þetta voru fyrstu unglingabæk- urnar þar sem aðalpersónan er sam- kynhneigð stelpa. Í fyrstu bókinni á hún reyndar kærasta en í lok síðustu bókarinnar á hún kærustu. En því var ekki haldið sérstaklega á lofti að bækurnar væru um sam- kynhneigð, enda fjalla þær um svo ótalmargt annað og ég vildi einmitt ekki gera kynhneigð persónunnar að einhverju stórmáli. Þetta er bara eitt af því sem komið getur upp á unglingsárunum.“ Hefurðu fengið viðbrögð við bókunum frá krökkum í þessum sporum? „Ég hef fengið frábær viðbrögð en ekkert sérstaklega í tengslum við samkynhneigð. Krökkum finnst bækurnar einfaldlega skemmti- legar. Tilgangurinn var líka fyrst og fremst að skrifa spennandi sögur.“ Jónína á eina smásögu, Elskar mig, elskar mig ekki, í samnefndri bók sem nýlega var gefin út á átta Norðurlandamálum. Sögurnar fjalla allar um ungt fólk og ástina. Spurð hvort ástin sé tilgangur lífsins er Jónína ekki endilega á því. „Nei, það held ég ekki. Hún er kryddið,“ segir hún blátt áfram og brosir að þessari ofurrómantísku spurningu. En Jónína skrifar ekki bara fyrir unglinga. Nýjasta skáldsaga hennar, Allt fínt ... en þú?, er ætluð fullorðn- um. Útgáfuréttur að bókinni hefur verið seldur til Þýskalands áður en hún er komin út á íslensku. Slíkt er ekki algengt þótt einstaka höf- undum hafi hlotnast álíka upphefð. „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er mjög virt forlag í Köln, með heimsþekkta höfunda á sínum snærum. Og þeir stefna að því að koma bókinni út fyrir bóka- messuna í Frankfurt 2011, þar sem Ísland verður í öndvegi.“ Bókin er fjölskyldusaga þar sem fjallað er í léttum dúr um grafal- varleg málefni. Lesandinn sér at- burðina frá sjónarhóli tæplega fertugrar konu sem er máttarstólpi fjölskyldunnar. „Hún er afskaplega ábyrg, vill standa sig alveg hundrað prósent og koma vel fram við alla. En í upphafi bókarinnar er sjötugur faðir hennar kominn með kærustu, örfáum vikum eftir lát eiginkonu sinnar, og þetta veldur sprengingu í fjölskyldunni. Aðalpersónan reynir að stilla til friðar, ásamt því að tak- ast á við önnur hlutverk sín í lífinu sem prestsfrú, sjónvarpsþýðandi, móðir tveggja dætra, systir, vinkona og félagsmálatröll. Þetta er sem sagt grátbrosleg lýsing á íslenskri nútímakonu undir miklu álagi,“ upp- lýsir Jónína. Aldrei fengið listamannalaun Jónína er nýkomin af bókmenntahá- tíð í Bretlandi þar sem hún tók þátt í fjörugum pallborðsumræðum. „Ég er í svokölluðum Góuhópi sem kom Fjöruverðlaununum á fót, en það eru bókmenntaverðlaun sem aðeins eru veitt konum. Verðlaunin hafa verið veitt fjórum sinnum. Í ár buðum við hingað Kate Mosse sem er þekktur rithöfundur og upp- hafsmanneskja The Orange Prize, bresku bókmenntaverðlaunanna sem eru bara veitt konum.“ Kate og eiginmaður hennar, Greg Mosse, eru í forsvari fyrir árlegri bókmenntahátíð, Chichester Writ- ing Festival, og þau buðu Jónínu að vera einn af gestum hátíðarinnar í ár. „Ég tók þátt í tveimur pall- borðsumræðum og var m.a. spurð talsvert um Fjöruverðlaunin, ung- lingabækur og hvernig það væri að skrifa á tungumáli sem einungis 300 þúsund manns geta lesið.“ Og hvernig er að skrifa fyrir svona lítið málsvæði? „Til að setja þetta í samhengi fyrir Bretana benti ég á að í bænum Coventry er íbúafjöldi svipaður og á Íslandi. Breskum rithöfundum þætti fáránlegt að skrifa bók sem einungis íbúar Coventry gætu lesið.“ Er þetta hörð barátta? „Já, markaðurinn er svo lítill að ef þetta á að ganga upp þurfa höfundar annaðhvort að skrifa bækur sem seljast í bílförmum eða fá starfslaun listamanna.“ Hefur þú fengið listamannalaun? Jónína glottir. „Fresturinn til að skila inn umsóknum um listamanna- laun er að renna út núna. Ég held að ég sé að skila inn tuttugustu og fyrstu umsókninni – og ég hef aldrei fengið krónu,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki ergja sig á að grandskoða listann yfir þá sem hljóta hnossið ár hvert. „Ég renni augunum kannski yfir nöfnin en man svo ekki stundinni lengur hverjir þetta voru. Hvað þá að ég öfundi þá. Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Þegar ég fæ „því miður“ bréfið fer það í ruslið og svo held ég áfram að skrifa. En vissulega er skrýtið að hafa skrifað margar bækur, sem flestar seldust ljómandi vel, og leikrit sem flutt hafa verið í útvarpi og sjónvarpi. Já, og hlotið verðlaun og viðurkenningar „Stend fyrir mínu“ Hún elskar að sitja við tölvuna og skrifa um sín hjartans mál. Hún hatar að fljúga og henni er meinilla við að fara í viðtöl. JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR rithöfundur var að gefa út nýja skáldsögu sem þegar hefur verið seld til Þýskalands. Hún ræðir við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um starfið, hin sönnu verðmæti og hvernig það er að vera gift topppólitíkus. Ef ég tæki þetta inn á mig yrði ég bara að halda mig undir sæng. Það myndi ekkert þýða að fara fram úr því þetta skellur á manni um leið og dagblaði er flett eða maður hlustar á fréttatíma í útvarpi eða sjón- varpi. Pólitíkin er alls staðar. 32 viðtal Helgin 1.-3. október 2010 Lj ós m yn di r/ H ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.