Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 10
Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Ú tibú íslensku bankanna í Lúxem-borg gegndu lykilhlutverki í því að flytja peninga úr félögum íslenskra athafnamanna í þekktum skattaskjólum til Íslands. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst fluttu menn peningana í formi lána frá bönkunum í Lúxemborg sem á móti tóku veð í bankareikningum félaganna. Með þessu móti var hægt að hylja erlenda peningaeign en samt koma peningum í umferð. Misjafnt var hvort peningarnir voru lánaðir beint til eigenda eða til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskatt- stjóri , segir í samtali við Fréttatímann að helstu spurn- ingarmerkin við þessa gjörninga séu hvernig peningarnir í skattaskjólsfélög- unum séu tilkomnir. “Í einhverjum tilfellum eru þetta peningar sem hafa orðið til erlendis og þá er ekkert ólöglegt við þetta. Hins vegar höfum við séð dæmi um að íslenskir athafna- menn, sem fengu söluhagnað, frestuðu skattgreiðslu með því að fjárfesta í erlendu skattaskjólsfélagi. Ef þeir peningar hafa komið inn til Íslands sem lán eru menn auðvitað að koma sér undan því að greiða skatt. Það er augljóst,” segir Indriði. Ómögulegt er að reyna að gera sér í hugarlund hversu mikið af peningum hefur komið inn í landið frá erlendum skattaskjólum, að Fluttu skattaskjólspeninga til Íslands í formi bankalána Íslenskir athafnamenn fluttu milljarða til landsins með hjálp íslensku bankanna skattfrjálst. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is LandLæknir ofneysla rítalíns sögn Indriða. “Eftirlitið hefur auðvitað verið erfitt undan- farin ár en með breytingum á skattalögum í fyrra er búið að auðvelda skattayfir- völdum að fylgjast með. Það er búið að koma því í lög að það er ólöglegt að hylja eign í félögum erlendis og jafnframt eru bankastofnanir skyldaðar til að láta upp- lýsingar um þessi félög af hendi. Þetta gerir allt eftirlit skilvirkara,” segir Indriði. Nýbýlavegi 2 | sími 570 5400 | www.lexus.is Afgreiðslutími: mán. - föst. kl. 9 - 18. Lau. kl. 12-16. lexus@lexus.is Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur krafið ríflega eitt hundrað lækna skýringa á því að nærri tvö hundruð fullorðnir ein- staklingar fá þrefaldan skammt rítalín-lyfja á dag. Sumir fá margfalt það magn og eru dæmi um að margir læknar ávísi lyfjunum til hluta þessara einstaklinga. „Það er ljóst að fimmtán hundruð full- orðnir einstaklingar taka methylfenidat [sem er virka efnið í rítalíni og skyldum lyfjum] og við óskuðum eftir upplýsingum um þessa 187,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. „Þetta er flókið mál og mjög alvarlegt. Lyfið hefur verið misnotað í einhverjum tilvikum sem fíkniefni og selt sem slíkt og við viljum koma í veg fyrir það.“ Landlæknir sendi læknunum 112 bréf í ábyrgðarpósti í byrjun september og óskaði eftir skýringum á því að þeir hefðu ávísað svo stórum skömmtum til sjúklinganna. Einnig lét hann þá vita að sjúklingar þeirra hefðu leitað til annarra lækna eftir lyfjunum, en það sjá læknarnir ekki. Hann óskaði eftir upplýsingum fyrir 17. september. Aðeins ríflega helmingur varð við beiðninni og hefur hann ákveðið að veita hinum frest. Geir segir ekki gengið út frá því að fólkið misnoti lyfin. Eðlilegar skýringar geti fullvel reynst fyrir því að fólk þurfi að taka svo mikið magn lyfjanna en ástæða bréfsins er átak embættisins, Lyfjastofn- unar og Sjúkratrygginga Íslands til að sporna við mikilli notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti. Kostnaður Sjúkratrygginga á þessu ári stefnir í að þrefaldast frá árinu 2006 og setja Íslendingar heimsmet í notkun þeirra miðað við hina margfrægu höfða- tölu. „Já, mér er sagt það,“ segir Geir. „Þess vegna grípum við nú til aðgerða. Samtímis því að við viljum standa vörð um þá sem þurfa að nota lyfið.“ Með margfalda rítalíndagskammta í vasanum málaferli Förum í mál ef við fáum ekki upplýsingar Aðalsteinn Hákonar- son, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskatt- stjóra, segir í samtali við Fréttatímann að embættið skoði nú eitt hundrað aflandsfélög í eigu íslenskra aðila. “Við höfum óskað eftir gögnum frá þessum að- ilum og erum að skoða ársreikninga þessara félaga í Lúxemborg. Ef við fáum ekki þær upp- lýsingar sem við teljum okkur þurfa þá munum við höfða mál gegn eig- endum þessara félaga til að fá upplýsingarnar,” segir Aðalsteinn. EHF LánLibor + 5% Lán Holding félag svokallað BvI-félag Kaupþing Lux Landsbanki Lux BankareIknIngur vextIr lIBor + 4% Hvernig náðu atHafnamennirnir peningum fram Hjá skattayfirvöldum til íslands Íslenskir athafnamenn áttu félög í skatta- skjólum (svokölluð BVI-félög). Þessi félög áttu bankareikninga í íslensku bönkunum í Lúxemborg. Bankarnir í Lúxemborg lánuðu athafnamönnum eða félögum í þeirra eigu peninga heim til Íslands með veði í bankareikningi BVI- félagsins. Munurinn á vöxtum lánsins og vöxtum bankareikn- ingsins var yfirleitt 1% bankanum í hag. gunnhildur arna gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is 10 fréttir Helgin 1.-3. október 2010 Sækja í sömu læknana Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir kannanir meðferðar- stofnunarinnar sýna að sprautu- fíklar sæki í rítalín. Hann segir fíkla sækja í ákveðna lækna. „Kannski er það vegna þess að þeir eru þeir einu sem vilja sinna fíklum,“ segir hann, en einnig sé þekkt innan stéttarinnar að full- orðnir læknar finni til með ungu fólki sem sæki til þeirra. „Fólk innan hóps sem mis- notar svona lyf veitir hvað öðru leiðbeiningar og ráð um hvernig það eigi að koma fram gagnvart læknum. Innan hópsins myndast því þekking á því hvaða læknar séu líklegir til að ávísa lyfjunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.