Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 44
ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Ég var á leið í löns og rakst á gamlan kunningja. Rannsóknar-skýrslan barst í tal. “Búinn að lesa hana?” spurði hann. “Ja … ég las eitt bindi,” svaraði ég. “Þú verður að lesa hin líka, maður, til að fá almennilega mynd af Hruninu.” “Já, ég veit.” Hann kvaddi og ég gekk inn á kaffi- hús. Spurði þjóninn til öryggis hver ætti það. Hann sagðist eiga reksturinn sjálfur en leigja aðstöðuna hjá húseiganda. Hver er það? “Held það sé Björgólfur Thor en er ekki viss. Þú getur farið á netið í tölvunni þarna.” Ég fór á netið og gúgglaði mig í gegnum eigendalistann. Húsið var komið í hendur kröfuhafa. Ég sló til og fékk mér súpu. Á borðinu lágu blöð dagsins. Ég forðaði augum frá forsíðum Moggans og Fréttablaðsins og spurði þjóninn um DV. “Það kemur ekki út í dag,” sagði hann og rétti mér glóðvolgt Séð & heyrt. Ég mundi ekki í svipinn hver átti það blað og lét því kyrrt liggja. Fésbókarstatus Illuga Ég sneri aftur til vinnu. Áður en ég gat haldið áfram með kaflann barst mér fjölpóstur sem skoraði á við- takendur að kynna sér efni og tilhögun stjórnlagaþings. Ég eyddi næstu tíu mínútum í að hugleiða nýja stjórnar- skrá fyrir lýðveldið Ísland (“framtíð lands og þjóðar er í húfi!”) en þá barst sms sem benti mér á heimasíðu með upplýsingum um orkubúskap Íslands, í fram- haldi af grein Andra Snæs. Ég ákvað að fresta henni fyrir umræðu við Fesbókarstatus Illuga Jökulssonar um landsdóm og ráðherraákærur. Athugasemdirnar voru 78. Mér tókst að renna í gegnum 56 áður en vinur minn hringdi og spurði hvort ég væri búinn að lesa ákæruatriðin eins og þau birtast í skýrslu þingmanna- nefndarinnar. “Nei, ekki enn.” “Þú verður að lesa þau, maður, og reyndar skýrsluna alla. Á ég að senda þér hana á pdf?” “Eee … já já.” Að loknu símtali náði ég að skrifa nokkrar setningar áður en tölvan fraus, eins og hún gerir stundum þegar stórir pakkar koma í hús. Sjálfsagt var pdf-versjónin af skýrslu þingmannanefndar að skríða inn í pósthólfið. Nei, 45 mínútum síðar kom í ljós að sendingin var frá Heimssýn. Ég hafði rekist á Evrópuandstæðing í heita pottinum kvöldið áður og hann lofað að senda mér gögn sem ég yrði að kynna mér áður en ég tæki afstöðu til umsóknar Íslands. “Því hér varðar framtíð og heill lands og þjóðar, hvorki meira né minna!” Ég gluggaði í viðhengin 27. Það voru aðildarsamningar allra nú- verandi aðildarlanda, með litmerkingum í texta sem sýndu hvernig þjóðunum er mismunað eftir stærð. Ég var kominn niður í miðjan lettneska samninginn þegar ég sá að ég var að verða of seinn að sækja börnin. Á leiðinni náði ég að hlýða á ágætt yfirlit um stöðuna í Icesave-deilunni, í dægurmálaútvarpi Rásar 2. Þó tókst mér ekki að mynda mér skýrt mótaða afstöðu í málinu áður en ég lagði bílnum við leikskólann. Dóttir mín var ein eftir og leikskóla- kennarinn sagði að nú væri búið að skera korter aftan af deginum hjá þeim. Spurði hvort ég hefði ekki fengið tölvu- póstinn sem útskýrði stöðuna í niður- skurðarmálum hjá Reykjavíkurborg. Ég lofaði að renna yfir hann um kvöldið. Eigendalistinn við innganginn Ég sótti drenginn á frístundaheimilið og stefndi síðan í matvöruverslun. Við vor- um endanlega hætt að versla í Bónus en höfðum enn ekki ákveðið arftakann. Ég hringdi í konuna og bað hana að gúggla eigendasam- setningu á Krónunni og Nóatúni annars vegar og Nettó hins vegar. Það reyndist hins vegar ögn flókið mál. “Oh, það ætti að skylda þá til að birta eigendalistann yfir inn- ganginum,” tautaði ég út í síðdegisumferðina. Á móti sagðist hún hafa heyrt að Kjöthöllin við Háaleitisbraut ætti að vera nokkuð “hrein”. Við rétt náðum þangað fyrir lokun. Í búðinni sveif á mig roskin kona og skoraði á mig að bjóða mig fram til stjórnlagaþings. Ég sagðist ekki hafa tíma í það. “Jújú, þú hefur örugglega mjög sterkar og góðar hugmyndir um það hvernig stjórnarskráin okkar á að vera.” Ég einsetti mér að fá nokkrar góðar og sterkar hug- myndir um það hvernig stjórnarskráin okkar ætti að vera, áður en ég kæmi heim. En prýðileg umfjöllun Spegilsins um ráðherraábyrgð kom í veg fyrir það. Ég setti mér nýtt deadline fyrir stjórnarskrármálið: Ég myndi reyna að klára það áður en ég væri búinn að elda. Skyndilega uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að kaupa mjólk. Ég bað krakkana að einbeita sér að barna- efninu og stökk út í hverfisbúð. Þegar ég nálgaðist 10-11 fann ég eignarhaldsóvissuna hellast yfir mig. Ég kom skjálfandi fölur inn í verslunina og spurði ungling- inn á kassanum, eins og sturlaður maður: “Er söluferlið farið af stað?” Skjalabunkinn Ég staulaðist aftur heim með mjólkina, upp stigann og inn. Á hliðarborði blasti Rannsóknarskýrslan við, öll níu bindin. Um leið mundi ég eftir pdf-skjalinu með ráð- herraákærunum, aðildarsamningum Litháens, Möltu og Portúgals auk tölvupóstsins um niðurskurð í leik- skólamálum. Ég fann seyðing við hjarta. En rak síðan augun í bláan bækling sem lá oná skýrslustaflanum. Það var dagskrá RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. 140 kvikmyndir frá 29 löndum sem ég átti eftir að sjá. Þá lyppaðist ég niður í sófann og fór að gráta. Íslandsálagið Í sumar komu 100 Reykvíkingar saman til að gera tilraun, undir yfirskriftinni Myndum borg. Teknar voru ljósmyndir af þremur mismunandi útgáfum af Reykjavík: bílaborginni, hjólaborginni og strætóborginni. Myndirnar sýna hvernig venjuleg gata í Reykjavík liti út ef allir ferðuðust með sama hætti um borgina. Það er vitaskuld fjarlægur mögu- leiki að  allir  borgarbúar ferðist með strætó eða á reiðhjólum. Fyrir flestar borgir heims væri það einnig fjarlægur möguleiki að allir ferðuð- ust um á bílum, en í Reykjavík fer það býsna nærri raunveruleikanum; tæplega 80% borgar- búa hafa um árabil ekið einir í bíl á leið sinni til vinnu. Bílaborg Á myndunum sést vel hvaða áhrif það hefur á borg- arumhverfið að fólk ferðist með þeim hætti um borgina. Göturnar fyllast af bílum og fyrir utan hinar augljósu um- ferðarteppur hefur það margvísleg áhrif á þá sem búa nærri þessum götum. Hávaðamengun er vax- andi vandamál í borginni og fjöldi borgarbúa gerir þá kröfu að dregið verði úr hávaða við húsin þeirra. Leiðirnar til þess eru annaðhvort mjög dýrar eða leggja ýmsar kvaðir á bílstjórana, svo sem að þeir aki ekki á nöglum, aki hægar eða aki alls ekki. Svifryksmengun er annar fylgifiskur þess að allir aki á bílum, eins og íbúar Hlíðahverfis þekkja vel. Nokkra daga á ári er ekki talið óhætt að senda börnin út að leika, vegna loftmengunar. Þá hafa rannsóknir við Háskóla Íslands sýnt fram á mikla fylgni milli notk- unar astmalyfja og svifryksdaga í borginni. Að lokum má nefna þann aug- ljósa mun sem er á viðhaldi gatna mið- að við þessa þrjá ferðamáta. Með all- an þann fjölda bíla á götunum sem sést á bílamyndinni, slitnar malbik ákaf- lega hratt, sem bak- ar Reykjavíkurborg mikinn kostnað. Rekstur og viðhald gatna í borginni kostar því um tvo milljarða króna á ári. Þann kostnað væri hægt að lækka með því að fleiri nýttu sér aðra samgöngukosti. Kostnaður heimilanna Sök sér ef það væri aðeins borgar- sjóður sem kæmi illa út úr því að Reykjavík þróaðist út í bílaborg. En því miður koma heimilin í borginni líka illa út úr því. Samkvæmt rann- sókn Hagstofunnar eru ferðalög (aðallega kaup og rekstur bíla) næststærsti útgjaldaliður heimil- anna, stærri en matarkarfan. 16,5% af neysluútgjöldum heimilanna fer í það að koma fjölskyldunni á milli staða. Þessi tala gæti verið miklu lægri ef aðrir samgöngumátar, eins og hjólreiðar eða strætó, væru að- gengilegri og betri kostir þannig að þeir sem vildu gætu valið þá. Að því er mikilvægt að vinna. Borgin mynduð Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Vikan sem var Í góðsemi vegur þar hver annan „Þar er hver höndin upp á móti annarri og átök eiginlega hvert sem litið er.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um gamla vinnustaðinn sinn við Austurvöll Boðið upp í hægristjórn? „Dettur nokkrum manni til hugar að hægt sé að vinna með þessu fólki í ein- hverju máli?“ Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, leggur mat sitt á hluta Sam- fylkingar og Framsóknar. Harður, harðari, haardastur „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei vikið sér undan þeirri ábyrgð sem hann ber á stjórn landsins í aðdraganda efnahags- hrunsins.“ Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, í yfirlýsingu. Úr flokksstarfinu „Staðfestum hér með úrsögn þína. Vonum jafnframt að þú eigir samleið með okkur aftur síðar.“ ... Bestu kveðjur, Samfylkingin.“ Hrafnkell Hjörleifsson, sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sagði sig úr stjórn- málaflokki. Fyrirmynd annarra hagkerfa „Samþykktin í dag er mjög mikilvæg traustsyfirlýsing við íslenskt efnahags- líf.“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, eftir að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn samþykkti þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins. Vissi Runólfur ekki af þessu? „Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt þekkingu og reynslu.“ Auglýst eftir ráðuneytisstjóra í nýju innanríkisráðuneyti. Eggjahljóðið horfið „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengda- foreldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn.” Geir Haarde um stefnumót sem aldrei varð – með Steingrími J. Sigfússyni. Hallgrímur Helgason rithöfundur 44 viðhorf Helgin 1.-3. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.