Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 60
Fólk fitnar af því að það
borðar of mikið. Það er
flestum ómögulegt að
ná af sér afleiðingum
ofáts með hreyfingu.
Hreyfing er sjálfstæð
og þörf heilsubót.
Hún er hins
vegar óraunhæft
mótvægi við
fitusöfnun.
Algengasta
gildran sem fólk
fellur í er að
borða of mikið
af sælgæti og
sætum mat
og drekka of
mikið af gosi.
Þetta er orkurík fæða
en snauð af nær-
ingarefnum. Þegar hún
er orðin ríkjandi þáttur
í fæðunni þyngist fólk
en er samt vannært og
vansælt. Fyrsta skrefið
í að taka mataræðið
í gegn er því að
hætta að drekka
gos og hætta að
borða nammi.
Þegar fólk hefur
metið árangurinn
af þessu eftir
fjóra til sex mán-
uði getur það
ákvarðað næstu
skref. Fyrr getur
það ekki greint
vandann – ef hann er
þá nokkur annar er
nammið og gosið.
Samkvæmt miðalda-
kristni er ofát synd.
Synd er þráhyggju-
kenndar hugsanir og
síendurtekinn verkn-
aður sem skilar aldrei
ætlaðri niðurstöðu.
Hinn ágjarni ásælist
sífellt meira fé en finnst
hann aldrei nógu efn-
aður. Hinn lati finnur
aldrei hvíld og hinn
hégómlegi aldrei næga
virðingu og aðdáun. Og
hinn gráðugi fær aldrei
nóg.
Íslendingar níunda feitasta þjóð í heimi
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
F
G
4
20
40
0
4.
20
08
að meðaltali borðar hver Ís-lendingur um 671 gramm af fersku grænmeti í viku
hverri samkvæmt gögnum Lýð-
heilsustofnunar. Á sama tíma borð-
ar meðalmaðurinn 364 grömm af
sælgæti. Grænmetið er með öðrum
orðum ekki veigameiri fæðuflokkur
á Íslandi en svo, að hann er aðeins
tæplega helmingi stærri en nammi-
flokkurinn. Og þegar grænmetið er
borið saman við raunverulega und-
irstöðuflokka sést að það er innan
við fjórðungur þess sem hver Ís-
lendingur þambar af gosdrykkjum.
Vikuskammtur meðalmannsins er
rétt tæpir þrír lítrar af gosi – og skal
þá engan undra að Íslendingar eru
orðnir akfeitir.
Enskumælandi fita
Ofþyngd og offita breiðist eins og
farsótt um veröldina. Samkvæmt
efnahags- og framfarastofnun Evr-
ópu, OECD, skipa Íslendingar sér
í flokk með enskumælandi þjóðum
þegar kemur að offitu. Feitustu
þjóðirnar eru Bandaríkjamenn,
Nýsjálendingar, Ástralar, Bretar,
Kanadamenn og Írar auk Mexíkóa
og Chilebúa. Og síðan koma Íslend-
ingar. Norðurlandaþjóðirnar eru
miklu mjórri. 20 prósent Íslendinga
glíma við offitu en aðeins 10 prósent
Norðmanna og Svía og 11 prósent
Dana. Að þessu leyti erum við
skyldari enskumælandi neyslusam-
félögum en velferðarsamfélögum
Skandinavíu.
Fimm nýfeitir á dag
Af könnunum sem Lýðheilsu-
stofnun hefur safnað saman má sjá
hvernig þessi faraldur hefur lagst
á Íslendinga. 1990 má ætla að um
20 þúsund manns hafi glímt við
offitu. 2007 voru þeir orðnir um 50
þúsund. Segja má að offeitum hafi
fjölgað um 1.750 á hverju ári í þessi
17 ár. Svo til á hverjum degi bætast
fimm nýir í hópinn. Til samanburð-
ar þá fæðast ellefu eða tólf á dag.
Þegar skoðaðar eru neyslubreyt-
ingar undanfarin ár stingur gos-
þambið í augun. Meðalmaðurinn
drakk um 400 sentilítra á viku 1960,
næstum einn og hálfan 1980 og rétt
tæpa þrjá lítra á viku um aldamótin.
Á sama tíma margfaldaðist sælgæt-
isátið og notkun á sykri og sírópi í
mjólkurvörur og annan iðnaðarmat
varð svo útbreidd að fólk þarf nú að
greiða hærra verð fyrir vöruna til
að kaupa sykurinn burt.
Góð leið til að meta neyslubrag
Íslendinga er að stika hillumetra í
stórmörkuðum. Þar keppa vörurn-
ar um hilluplássið og vara sem ekki
selst verður að víkja. Hillurnar eru
því góður spegill á neysluna.
Við stikuðum hillurnar í Hag-
kaupum á Eiðistorgi í vikunni og
bárum saman við píramída góðs
mataræðis, sem matvælastofnun
Bandaríkjanna sendi frá sér 1995
og sjá má hér til hliðar. Þetta var
síðasti píramídinn sem stofnunin
birti óbrenglaðan áður en hags-
munasamtök matvælaiðnaðarins
þvældu málið svo að vonlaust er
að lesa nokkra leiðsögn úr nýrri
píramídum.
Píramídi góðs mataræðis hefur
korn, hrísgrjón og pasta sem
grunn. Ofan á hann leggjast ríflegir
skammtar grænmetis og ávaxta og
síðan eru mjólkurvörur, kjöt, fiskur
og egg notuð til að uppfylla þarfir
fyrir önnur næringarefni. Sætindi,
olíur, kaffi og te á síðan að nota í
algjöru lágmarki.
Hillurnar ljúga ekki
Þessi píramídi góðs mataræðis er
af allt annarri plánetu en Hagkaup
á Eiðistorgi, sem sker sig í þessum
efnum ekki úr öðrum matvöruversl-
unum landsins. Þar eru tæplega 40
prósent hillumetranna lögð undir
sætindaflokkinn, sem ætti að vera
aukaatriði. Sætindi, fita, kaffi og te
eru með öðrum orðum grunnurinn
í mataræði viðskiptavina – og vega
þar sætindin langþyngst. Ofan á
þennan grunn kemur kornið þar
sem sykrað morgunkorn og kex er
veigamest. Mjólkurvörurnar eru
ekki stærri þáttur en bandaríska
matvælastofnunin mælir með en
örugglega sætari. Kjöt, fiskur,
baunir, hnetur og egg taka tvöfalt
meira pláss en í píramída góðs
mataræðis og þar vega unnar kjöt-
vörur og tilbúnir réttir þyngst. Efst
í þessum píramída íslenskra neyt-
enda eru grænmeti og ávextir sem
veigaminnsti hluti fæðunnar.
Við skulum því ekki blekkja okk-
ur. Það er skýr og augljós ástæða
fyrir því að þjóðin er orðin hættu-
lega feit. Eins og þessi fæðupíramídi
sýnir borðar þjóðin of mikið nammi
og sætan mat og drekkur of mikið
af gosi. Og það er augljóst að þjóðin
á eftir að fitna enn meira. Fólk sem
borðar eins og hillurnar vitna um er
ekki að mjókka. Það er að fitna – og
fitna hratt og mikið.
Á fáum árum hafa sætindin breiðst út um búðirnar og taka nú meira pláss en mjólkin, grænmetið, ávextirnir, kjötið og fiskurinn til samans. Ljósm./Hari
Þjóð fellur í nammiskál
Íslendingar eru of feitir, þeir eru enn að fitna og það dylst engum sem kíkir í matarkörfurnar
að þeir munu ekki mjókka í bráð. Sætindi og sykrað gos er þar mest áberandi.
Okkur fannst rétt að láta fyrstu matarsíðuna okkar snúast um hvað
við ættum ekki að borða. 40 prósent þjóðarinnar verða að endurskoða
mataræði sitt ef þau ætla ekki að bera skaða af. 20 prósent fólks eru
þegar lent í þeim pytti og þurfa að grípa til róttækra aðgerða ef þau vilja
ekki bera skaða af. Hin 40 prósentin, sem eru í eðlilegum holdum, eru
komin í minnihluta.
Rófusúpa
Uppskrift
Rófusúpa er akkúrat það sem þú átt að bjóða fjölskyldunni upp á í
kvöld. Í fyrsta lagi er rófan þjóðlegastur allra rótarávaxta. Hún
hefur nokkuð misst vinsældir sínar en var á árum áður eitt
veigamesta hráefnið í mataræði fátækra jafnt sem
betur settra Íslendinga. Í öðru lagi eru rófur hræbill-
egar og yfirstandandi kreppa er til að opna augu okkar
fyrir verðleikum þess sem er ódýrt. Í þriðja lagi sýna
rannsóknir að næringarefni sem soðið grænmeti tapar
verða eftir í soðinu. Súpur eru því jafn hollar og hráfæðið
vill vera. Í fjórða lagi er gott fyrir þá sem glíma sífellt við
þyngd sína að byrja máltíðir á súpum og salötum. Þessir réttir
eru vatnsmiklir og gefa mikla magafylli miðað við orku. Í fimmta lagi
er rófusúpan hálfgert kraftaverk. Það er hreint undur að þessi lítils-
virta rót skuli geta orðið svona elegant og fín. Verði ykkur að góðu!
1. Hitið rúma hnefa-
fylli af lauk (má vera
blaðlaukur, gulur laukur
eða rauður – eitt
af þessu eða
blandað.
Smá sellerí
skaðar
heldur
ekki) í
smjöri
í um 5
mínútur.
2. Bætið
brytjaðri rófu
(um 600-700 grömm –
litlar rófur eru sætari
en stórar) og saxaðri
kartöflu (um 300-400
grömm) út í og látið hitna
í smjörinu.
3. Bætið síðan við einu,
tveimur eða þremur
rifjum af hvítlauk og hitið
í mínútu.
4. Hellið um einum og
hálfum lítra af heitu soði
(kjúklinga- eða grænmet-
issoð eða vatn og kraftur)
yfir grænmetið og látið
malla við vægan hita í 30
mínútur.
5. Slökkvið undir pott-
inum og maukið innihald-
ið með töfrasprota. (Ef
þið eigið ekki töfrasprota,
sparið í öðru og kaupið
einn. Töfrasproti er lykill-
inn að því að spara í inn-
kaupum og elda reglulega
súpur. Hann borgar sig
upp á þremur vikum).
6. Blandið saman
tveimur eggjarauðum og
um einum pela af rjóma.
Bætið einni ausu af
súpunni út í rjómablönd-
una til að jafna hitann og
hellið blöndunni síðan
í súpuna og hrærið vel.
Hitinn í súpunni mun sjá
um að hita rauðurnar.
Sjóðið alls ekki því þá
soðna rauðurnar og
súpan verður ekki flauels-
mjúk heldur kornótt af
eggjahræru. Þeir sem ótt-
ast rjóma og eggjarauður
geta sleppt þessu. Þá
missa þeir flauelið en fá
léreft í staðinn.
7. Borið fram með gras-
lauk eða steinselju, ef það
er við höndina, sítrónu
til að kreista yfir og smá
ólífuolíu.
MatUr
Þór Bergsson og Gunnar Smári Egilsson
matur@frettatiminn.is
Matartíminn Ofát er synd
Lagt er til að korn, hrísgrjón og pasta sé undirstaða
mataræðis, grænmeti og ávextir komi þar næst og
síðan mjólkurvörur, kjöt, fiskur og egg. Sætinda og
fitu sé síðan neytt í algjöru lágmarki.
Píramídi
góðs mataræðis
Brauð, korn, hrígrjón, pasta
Grænmeti og ávextir
Fita, olíur,
sætindi,
kaffi, te
Kjöt, fiskur,
baunir,
egg, hnetur
Mjólk,
jógúrt,
ostar
Fæðupíramídi matvælastofnunar Bandaríkjanna
Morgunkorn,
brauð, kex,
hrígrjón, pasta
Sælgæti, gos, orkudrykkir,
olíur, sykur, kaffi, te
Píramídi
mataræðis Íslendinga
Grænmeti,
ávextir, safar,
sultur
Kjöt,
fiskur,
unnar
kjöt-
vörur,
tilbúnir
réttir
Mjólk,
sykrað
jógúrt,
ostar, ís
Byggt á hillumetrum fæðuflokkanna
í Hagkaupum á Eiðistorgi
Ef sætar mjólkurvörur, sætt morgunkorn og kex og
aðrar sykraðar vörur hefðu verið flokkaðar með
sætindunum í þessari mælingu væri píramídinn
enn klikkaðri; líklega lítið annað en stór og langur
grunnur sætinda með einhverjum boxum ofan á.
60 matur Helgin 1.-3. október 2010