Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 16
FR ÉT TATÍMIN N 1. október 201016 fréttir Þ að er skelfileg tilhugsun að sitja uppi með það að sækja til saka fyrir landsdómi,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Það kæmi honum því ekki á óvart ef Alþingi ætti í erfiðleikum með að finna lög- mann sem væri tilbúinn að taka að sér málið gegn Geir H. Haarde, fyr- rum forsætisráðherra. „Þetta er öðruvísi mál. Það hefur þennan pólitíska vinkil. Ég tel því að bæði lögmönnum og dómurum sé þvert um geð að reka slíkt mál fyrir dómi, hvað þá að fara í rannsókn og gagnaöflun. Venjulega er slíku lokið þegar kemur að því að ákæra,“ se- gir hann og bætir við að vinnulagið í landsdómi sé löngu úrelt og lögin galin. Sú niðurstaða þingsins að sen- da fyrrum forsætisráðherrann til að svara fyrir vanrækslu fyrir landsdó- mi virki svo á hann að hún sé ekkert annað en pólitískt uppgjör. Búist er við því að saksóknarinn verði tilnefndur eftir helgi. Hægt að vinna eftir lögunum Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttarlögmaður og settur saksóknari í Baugsmálinu, telur hep- pilegra að almenn refsilög gildi um ráðherra sem aðra en er ósammála þeirri skoðun Brynjars að lögin séu úrelt. Hægt sé að vinna eftir þeim. „Þó að landsdómur sé ekki í sam- ræmi við rannsókn sakamála er ekki þar með sagt að mannréttindi verði brotin,“ segir hann og bendir á að réttarfar sé með ólíkum hætti í Evrópu. Því skipti máli hvernig vin- nuferli landsdómsins verði útfært. „Þetta er leið sem aldrei hefur verið farin og þess vegna eru spurnin- garnar svo margar. En við vitum að sum ferðalög enda farsællega þótt leiðin sé ekki fjölfarin og óvissan því meiri.“ Sigurður Tómas bendir á að fimm hæstaréttardómarar sitji í lands- dómi. Þeir séu fagmenn og því megi ætla að þeir starfi í anda réttlátrar málsmeðferðar. Spurður hvort hann tæki að sér að sækja málið gegn Geir fyrir landsdómi vill hann ekki taka afstöðu til þess. Þingið kýs sér saksóknara Alþingi samþykkti á þriðjudag að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi og verður málið það fyrsta sinnar teg- undar hérlendis. Það þýðir að þingið þarf að kjósa sér saksóknara til star- fans og annan til vara. Þá þarf þingið að kjósa fimm þingmenn til aðstoðar saksóknaranum við rannsóknina og fylgjast með störfum hans fyrir hönd þingsins. Forseti Hæstaréttar verður forseti landsdóms og skipar hann verjanda fyrir Geir. Búist er við að lögmaður Geirs, Andri Árna- son, fái að verja hann. Fimmtán dó- mendur sitja í landsdómi, átta sem kosnir voru af Alþingi árið 2005 og með þeim sitja dómstjórinn í Reyk- javík, prófessorinn í stjórnskipunar- rétti við Háskóla Íslands og fimm hæstaréttardómarar sem hafa leng- stan starfsaldur, séu þeir ekki van- hæfir. Fjölmargir hafa verið nefndir í fjölmiðlum sem hugsanlegir saksóknarar fyrir landsdómi. Meðal þeirra nefndi fréttavefurinn Vísir.is Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sig- ríði J. Friðjónsdóttur vararíkissak- sóknara og Boga Nilsson, fyrrveran- di ríkissaksóknar. Fréttatíminn náði ekki í þau en Jónatan Þórmundsson, einn ráðgjafa þingmannanefndarin- nar sem Atli Gíslason leiddi, vísar því á bug að hugsanlegt sé að hann taki saksóknina að sér. Fréttir af slíku séu úr lausi lofti gripnar. Eru ekki næstu saksóknarar „Það lá alltaf ljóst fyrir að ég myndi ekki taka þetta að mér. Ég hef hvorki áhuga né treysti mér til þess,“ segir Jónatan. Ástæðurnar eru að hans sögn margar, meðal annars sú að hann sé ekki lengur í fullu starfi vegna aldurs. Þá verði starfið erfitt og umdeilt, þótt það leiði af sjálfu sér að þar sem hann starfaði fyrir nefn- dina telji hann lögin um landsdóm ekki úrelt. Bryndís Hlöðversdóttir, deildar- forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og fyrrum þingmaður Sam- fylkingar, tæki þetta ekki heldur að sér. „Það hefur aldrei komið til tals. Ég hef enga reynslu af saksóknara- störfum og tel aðra betur til starfsins fallna.“ Hún segir lögin um lands- dóm um margt gölluð en að hún hafi alla tíð talið þau standast gagnvart mannréttindasáttmálanum og stjór- narskránni. Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir að ekki hafi verið leitað til sín og vill ekki tjá sig um hvort hann hefði áhuga á starfinu. Lögmenn spyrji um skyldur sínar Brynjar Níelsson segir lögmenn velta því fyrir sér hvort þeim sé skylt að taka að sér starfið, kjósi Alþingi þá til þess, rétt eins og þeim sé skylt að taka að sér vörn, skipi dómstó- lar þá til þess. Hann telur ekki að þeir lögmenn sem komi að lands- dómi beri skaða af en segir þó þá ankannalegu stöðu geta komið upp að saksóknarinn komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur Geir verði ekki sannaðar og vilji að Alþingi látið málið niður falla. „Hvað ef Alþingi verður ekki við því? Verður saksóknarinn þá að fara fram með málið þótt hann telji ásökunina ranga? Þetta gæti komið upp. Ég held að menn hafi engan áhuga á að lenda í slíkri stöðu.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, gag@frettatiminn.is „Skelfilegt að sækja fyrir landsdómi“ Formaður Lögmannafélags Íslands segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Alþingi gengi illa að finna lögmann sem vildi sækja Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, til saka fyrir landsdómi. Tilhugsunin um að sækja til saka fyrir dómnum sé skelfileg. Lagaprófessorar eru honum ósammála og segja lögin gild, þótt ófullkomin séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.