Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 30
Ráðamenn eru í sviðs-ljósi þjóðar sinnar hverju sinni. Það er því ávísun á það ljós að setjast á þing eða í borgarstjórn Reykjavíkur, svo nefndar séu kunnar valdastofnanir. Menn berjast hart fyrir að ná kjöri, vinna í flokkum sínum og ganga gegnum prófkjör eða forval með allri þeirri kynningu sem slíku fylgir. Náist markmiðið, þ.e. að komast á þing eða í borgarstjórn, ættu þeir sem hnossið hljóta því að komast á hvers manns varir, ekki síst í litlu samfélagi. En er víst að svo sé? Að sönnu geta flestir tilgreint þá sem sitja í rík- isstjórn eða hver skipar sæti borgar- stjóra, að minnsta kosti ef kunnasti grínari landsins sest í þann stól. Formenn flokka, hvort heldur er innan eða utan stjórnar, njóta stöðu sinnar og sama gildir um formenn þingflokkanna. Jóhanna Sigurðar- dóttir og Steingrímur J. Sigfússon þurfa því ekki að kynna sig á manna- mótum. Sama gildir um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson. Aðrir þurfa hvorki ráðherra- né formannstitla til þess að ná athygli. Það á t.d. við um þing- menn eins og Pétur Blöndal, Mörð Árnason, Árna Johnsen, Þór Saari og Lilju Mósesdóttur, svo fáeinir séu taldir. Aðrir þingmenn eru fremur lands- kunnir af fyrri störfum sínum en þingmennskunni, t.d. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þráinn Bertels- son, og hið sama á við um borgar- fulltrúana Einar Örn Benediktsson og Óttarr Ólaf Proppé, að ógleymd- um sjálfum Jóni Gnarr. Á hverjum tíma eru samt nokkrir sem tæpast ná landsfrægð, þrátt fyr- ir setu á Alþingi eða í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar með er ekki sagt að viðkomandi sinni starfi sínu illa, fjarri því. Umræður í þingsal eða sal borgarstjórnar segja ekki alla sögu. Vinna alþingismanna og borgarfull- trúa fer ekki síst fram í nefndum. Lítt þekkt ráðherraefni Hver er þessi Oddný? Svo var spurt þegar hrókeringar í ríkisstjórn stóðu fyrir dyrum fyrir skemmstu. Þá var nafn Oddnýjar G. Harðardóttur, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, nefnt sem hugsanlegs ráðherraefnis. Af spurningunni mátti merkja að Oddný væri ekki landskunn þrátt fyrir þing- setuna. Það, að Oddný kom sterk- lega til greina sem ráðherra, sýndi hins vegar styrk hennar sem þing- manns. Þótt hún fengi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið, þegar til kom, var vinna hennar á þinginu talin vega þungt. Halda má því fram að Oddný hafi ekki verið landskunn áður en til ráðherraumræðunnar kom. Oddný er fráleitt ein í þessari stöðu og til eru þeir þingmenn sem halda má fram með nokkurri vissu að séu ekki landskunnir. Með sama hætti og í tilviki Oddnýjar má spyrja: Hver er þessi Jónína Rós? Það er ekki víst að meirihluti þjóðarinnar geti svarað því. Jónína Rós Guðmundsdóttir er engu að síður 10. þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis, fyrir hönd Vinstri grænna. Hún hefur ekki verið áberandi þótt það segi ekkert um vinnusemi hennar. Sama gildir um Sigurð Inga Jóhannsson, 3. þing- mann Suðurkjördæmis, sem situr fyrir hönd Framsóknarflokksins og 6. þingmann sama kjördæmis, Unni Brá Konráðsdóttur, fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins. Anna Margrét Guðjónsdóttir kom inn sem 1. þingmaður Suður- kjördæmis fyrir hönd Samfylk- ingarinnar, í fjarveru Björgvins G. Sigurðssonar sem sest nú á þing að nýju. Hún var trauðla áberandi þann tíma sem hún vermdi þingsætið. Sama gildir um þá þingmenn sem að undanförnu hafa setið á þingi fyrir Vinstri græn, í orlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þriðja þingmanns Suðvesturkjördæmis, þau Ólaf Þór Gunnarsson og Margréti Péturs- dóttur. Ofangreindir þingmenn eru flestir á svipuðum aldri, sitt hvorum megin við fimmtugt. Jónína Rós er fædd árið 1958, kennari. Hún kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum áður en hún settist á þing og þar áður við Hallormsstaðarskóla. Lilja Rafney er fædd 1957, verkalýðsfrömuður að vestan. Sigurður Ingi er fæddur 1962, dýralæknir á Suðurlandi, Anna Margrét er fædd 1961, forstöðumað- ur skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel. Unnur Brá er yngri, fædd 1974, lögfræðingur að mennt og var sveitarstjóri Rangár- þings áður en hún var kjörin á þing. Þingmaður í kyrrþey Hið gríðarlega fylgi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum síðast- liðið vor skilaði sex borgarfulltrú- um. Leiðtoginn er að sönnu meðal frægustu Íslendinga og í hópi borg- arfulltrúa flokksins eru fyrrgreindir Einar Örn og Óttarr, sem kunnir voru áður en til stjórnmálaþátttöku kom. Minna hefur borið á Elsu Hrafnhildi Yeoman og Evu Einars- dóttur en Karl Sigurðsson verður að teljast þekktari en þau. Ósanngjarnt er kannski að draga þá í þennan dilk enda hafa þeir aðeins setið í borgar- stjórninni frá liðnu vori, þar sem sumarfrí borgarstjórnarinnar fylgdi í kjölfar valdaskiptanna. Þótt ekki sé kallað eftir gaspri, þrasi eða orðagjálfri vita ráðamenn, hvort heldur er á þingi eða í borgar- stjórn, að þeir þurfa að láta bera á sér. Dæmi eru samt um þunga- vigtarmenn meðal þingmanna fyrr á tíð sem sjaldan töluðu, vildu ekki ráðherradóm en sátu engu að síður lengi og nutu virðingar. Dæmi um slíkt er Geir Gunnarsson sem lengi var þingmaður Alþýðubandalagsins, faðir Lúðvíks Geirssonar, fyrrum bæjarstjóra í Hafnarfirði, og síðar varasáttasemjari ríkisins. Þá hefur því verið haldið fram, þótt ekkert sé fullyrt um sannleiks- gildi þess, að Þórarinn Sigurjónsson hafi aðeins einu sinni tjáð sig í þing- sal, stuttlega þó, þegar hann bað kollega að loka glugga í salnum. Hann sat engu að síður lengi á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðari hluta liðinnar aldar, en sinnti störf- um sínum í kyrrþey. Á slóð óþekkta stjórnmálamannsins Treystir þú þér til að þekkja alla þingmenn þjóðarinnar með nafni? Örlög sumra eru að ná lítt eða ekki í sviðsljósið Hver er þessi Oddný? Svo var spurt um hugsanlegt ráðherra- efni fyrir skemmstu. Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Þekktir og minna þekktir þingmenn. Guðlaugur Þór Þórðarson stendur en fyrir framan hann er Jónína Rós Guðmundsdóttir. Við hlið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur situr yngsti þingmaður Alþingis, Víðir Smári Petersen. Ljósmynd/Hari Lilja Rafney Magnúsdóttir Sigurður Ingi Jóhannsson Unnur Brá Konráðsdóttir Oddný G. Harðardóttir Jónína Rós Guð- mundsdóttir Anna Margrét Guðjónsdóttir Þjóðkunnur þingmaður eður ei – það er mat blaðamanns. Það mat þarfnast staðfestingar fleiri. Því var ekki um annað að ræða en að spyrja háttvirta kjósendur, sýna þeim myndir af þeim þingmönnum sem síst voru taldir þekktir meðal þjóðar sinnar í framhaldi spurningarinnar: Hver er þessi Oddný? Oddný G. Harðardóttir, sem nefnd var sem ráðherraefni, var því einn þeirra þingmanna. Hinir voru Jónína Rós Guðmundsdóttir, Anna Margrét Guðjóns- dóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Tíu einstaklingar á förnum vegi fengu að spreyta sig á myndunum, fimm konur og fimm karlar, allir fullorðnir, þ.e. með kosningarétt. Myndirnar eru hin opinbera ásjóna, eins og þær eru sýndar á vef Alþingis. Athugunin er að sönnu ekki vísindaleg en gefur væntanlega nokkra mynd. Skemmst er frá því að segja að þessir þingmenn voru fyrrgreindum kjósendum gersamlega ókunnir. Fólkið hafði ekki hugmynd um hverjir þetta voru utan hvað ein kona þekkti Unni Brá. „Ég hef aldrei séð þetta fólk,“ sagði kona á miðjum aldri. „Þekki engan,“ sagði önnur heldur yngri. Karl Berndsen, tísku- og útlitsfrömuður, var meðal aðspurðra í Kringlunni. Hann er vanur andlitum fólks en þekkti þessa kjörnu fulltrúa ekki fremur en aðrir. Raunar taldi hann að andlit Sigurðar Inga gæti verið samsett úr andlitum tveggja manna. Karl gæti hugsanlega skerpt ímynd þessara þingmanna ef hann „tæki þá í gegn“, eins og hann er kunnur fyrir úr sjónvarpi. Óhætt er að minnsta kosti að halda því fram að Karl sé þekktari en ofangreindir ráðamenn þjóðarinnar. Ég hef aldrei séð þetta fólk Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is 30 alþingi Helgin 1.-3. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.