Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 33
fyrir leikrit, ljóð og unglingabækur. En aldrei starfslaun.“ Í blaðamennsku fyrir tilviljun Jónína ólst upp í Reykjavík hjá for- eldrum sínum og föðursystrum. Faðir hennar lést fyrir tólf árum en móðir hennar er enn á lífi. „Ég var svo heppin að alast upp í miklu fjölskylduhúsi. Á hæðinni fyrir neðan okkur bjuggu systur pabba, ógiftar og barnlausar, og hikuðu ekki við að taka þátt í að ala okkur systk- inin upp. Þegar ég hljóp út á götu gátu heyrst fjórar raddir í kór út um glugga á tveimur hæðum: „Jónína, settu á þig húfuna!““ Ári eftir stúdentspróf flutti Jónína með þáverandi eiginmanni sínum til Englands þar sem hún lærði listasögu. „En eftir fyrsta veturinn snarhækkuðu skólagjöld fyrir erlenda stúdenta þannig að ég hætti námi og fór í það klassíska hlutverk kvenna á þessum tíma að vinna fyrir heimilinu á meðan eiginmaðurinn lauk námi.“ Eftir að hjónin fluttu heim aftur lærði Jónína bókmenntafræði og enskar bókmenntir í Háskóla Íslands og árið 1981 eignuðust þau son. Byrjaðirðu snemma að skrifa? „Já, ég hef alltaf skrifað. Mikið. Vesalings vinir mínir erlendis fengu löng, handskrifuð bréf. Mjög löng. Ég skil ekki hvað mér hefur legið svona mikið á hjarta! Ég skrifaði líka sögur og ljóð en ég er svo jarðbundin að mér fannst óhugsandi að ég gæti lagt þetta fyrir mig.“ Enda í nautsmerkinu ... „Akkúrat. Mér fannst ég þurfa að læra eitthvað sem leiddi til öruggrar atvinnu. Árum saman ætlaði ég til dæmis að verða prestur. Þó ekki vegna launanna. Mig langaði að færa kirkjuna nær fólkinu með óformlegri messum og meiri þátttöku kirkjunnar í daglegu lífi sóknarbarnanna. Ég stefndi að þessu í nokkur ár, í fúl- ustu alvöru. Sóknarpresturinn minn var m.a.s. búinn að lofa að gefa mér námsbækurnar sínar ef ég færi í guð- fræðina. Samt langaði mig langmest til að skrifa. En að vera rithöfundur er ákveðið lotterí. Maður hefur enga tryggingu fyrir því að bók sem maður hefur unnið að í langan tíma skili að lokum lágmarkstímakaupi. Og eftir að ég varð einstæð móðir, þegar sonur minn var fjögurra ára, gat ég enn síður tekið svona áhættu. Ég hafði að vísu ekki lagt grunn að miklu starfsöryggi með því að læra ensku og bókmenntafræði. Það hefði verið meira vit í að fara í tannlækn- ingar. En ég hefði dáið úr leiðindum í tannlæknadeildinni og eflaust ekki náð einu einasta prófi. Ég átti hins vegar mjög skemmtilegan tíma í há- skóla, bæði í Bretlandi og hér heima, og á námsárunum byrjaði ég að þýða bækur ásamt því að vinna hjá ferða- skrifstofu þar sem tungumálakunn- áttan kom sér vel. Svo allt fór þetta nú vel. Þjóðkirkjan slapp við að fá mig sem uppreisnar- prest og með því að skrifa bækur á kvöldin og um helgar tókst mér að verða rithöfundur án þess að sonur minn þyrfti að svelta. Ég var 34 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Blaða- mennskan sá okkur mæðginum hins vegar fyrir salti í grautinn og var þar að auki ótrúlega skemmtilegt starf sem ég sinnti af einlægum áhuga í tuttugu ár, upp á dag.“ Jónína byrjaði í blaðamennskunni fyrir einskæra tilviljun. „Ég var að vinna á skrifstofu Bandalags jafn- aðarmanna og ritstjóri Helgarpóstsins hringdi vikulega í mig í leit að frétta- molum úr þinginu. Þegar ég hætti hjá BJ bauð hann mér vinnu í einn mánuð og eftir rúma viku var ég orðin fast- ráðin án þess að hafa nokkurn tímann hugleitt að gerast blaðamaður. Þetta reyndist nefnilega mjög skemmtilegt. Þessi tilfinning; að láta sér detta eitt- hvað í hug, skrifa það og sjá svo allt í einu einhvern lesa það úti á götu. Mjög spennandi en jafnframt pínulítið ógnvekjandi.“ Af hverju? „Af því að ég er með fullkomnunar- áráttu. Allt þarf að vera svo tipptopp og óaðfinnanlegt. Það tók þess vegna tíma að venjast því að sleppa hendinni af textanum. Mér fannst það alveg hrika- legt. Nú væri þetta bara farið út í buskann, ekki yrði aftur snúið og allir gætu séð textann minn. Hvað ef ég hefði nú skrifað einhverja vitleysu og gert yrði stólpagrín að mér? En smám saman vandist þetta.“ Sagt upp á Pressunni Jónína starfaði á Helgarpóstinum þar til reksturinn fór í þrot en áður en það gerð- ist hafði henni verið boðið að ritstýra nýju helgarblaði. Blaðið fékk nafnið Pressan að tillögu Jónínu. „Ég ritstýrði Pressunni í tvö ár, ásamt Ómari Friðrikssyni. Blaðið var ekkert ósvipað Helgarpóstinum, hörð fréttamál í bland við léttara efni. Mjúku málin hentuðu mér þó margfalt betur. Daginn sem blaðið fór í prentun mættu stundum lögfræðingar og reyndu að fá okkur til að hætta við einhverja umfjöllun. Þetta voru ekki aðstæður sem mér leið vel í. Ég vil lifa í sátt og samlyndi við fólk, ekki standa í átökum,“ rifjar hún upp. Steigstu á tær einhverra? „Ekki vísvitandi, svo mikið er víst. En ég var svo heppin að Ómar, meðritstjóri minn, tók hörðu fréttirnar mestmegnis að sér þannig að ég gat einbeitt mér að mýkri hlið blaðsins.“ Árið 1990 var öllum starfsmönnum Pressunnar sagt upp störfum. „Öllum var spúlað út, ritstjórum, blaðamönnum, ljós- myndurum og prófarkalesurum, og ný áhöfn ráðin í okkar stað. Það var mikill og óvæntur skellur og afar óskemmtileg upplifun,“ segir hún. Ég hef aldrei skilgreint mig út frá því að vera maki ein- hvers, hvorki nú né áður. viðtal 33 Helgin 1.-3. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.