Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 01.10.2010, Blaðsíða 26
útskýrir hún. „En þessi litlu kríli eru svo næm. Litla stelpan mín hljóp alltaf að mér vinstra megin, því meinið var hægra megin. Drengurinn var líka farinn að passa að kjá ekkert í mér.“ Með þykkildi á maganum „Þetta byrjaði með því að ég fann þykkildi á stærð við vínber þegar ég strauk niður með kviðnum. Það var hart, ég gat tekið um það og kreist. Ég leitaði fyrst til lækn­ is í maí í fyrra. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur, þetta væri að öllum líkindum stíflaður fitukirtill. Ég trúði því og treysti í fyrstu,“ segir Þórunn en eitthvað togaði í hana og hún fór aftur til læknis. „Ég fékk sömu greiningu og fann að þetta sat í mér. Ég ræddi þetta við mömmu því ég var farin að finna seyðing niður í fætur, svona eins og náladofa. Hún hvatti mig áfram og sagði mér að panta tíma hjá heimilislækni. Hann myndi vísa mér á réttan stað.“ Það gerði hann þrátt fyrir að vera á sömu skoðun og lækn­ arnir tveir á undan. „Ég var heilsuhraust; var að æfa og með fulla starfsorku en þó með þennan hnúð og seyðing.“ Þórunn fór í kjölfarið til lýtalækn­ is og sagði honum sögu sína, en hún greindist með sortuæxli fyrir níu árum og þá þurfti að skera úr kálfanum á henni inn að beini. Einnig hefur hún látið fjarlægja yfir eitt hundrað fæðingarbletti og greindust frumubreytingar í nokkrum þeirra. Hún vissi því að hún gæti ekki setið kyrr fyrr en þetta væri rannsakað. „Hann skildi því áhyggjur mínar og hræðslu,“ segir Þórunn sem fékk tíma í aðgerð 14. desember, sjö mánuðum eftir að hún leitaði fyrst til læknis. Pússluðu saman fréttunum „Aumingja læknirinn var miður sín yfir því að hringja í mig á Þor­ láksmessu. Þegar ég hitti hann síðar um daginn með mömmu og systur minni útskýrði hann að æxlið væri illkynja.“ Þær þrjár pússluðu síðan saman því sem sagt var á fundinum. Áfallið hafði verið það mikið að ítarlegar upp­ lýsingar læknisins síuðust ekki allar inn. „Þarna sagði hann mér að ég væri tifandi tímasprengja.“ Jólin liðu í óvissu um framhaldið en Þórunn var innrituð á Land­ spítalann 5. janúar og skorin upp daginn eftir. Fjölskyldan stóð við bakið á henni og var til taks þegar stöðugt nýjar upplýsingar bárust frá læknum. Erfitt er að lýsa áverkunum á Þórunni eftir aðgerðina. Helst mætti ímynda sér að stólpi hafi verið keyrður í magann á henni og skilið eftir sig holu. Um þriggja til fimm sentimetra djúp­ ur hringur, tíu sentimetrar í þver­ mál, blasir við. Ekki er hægt að laga útlit hans endanlega fyrr en eftir þrjú til fimm ár. En verði það gert tekur Þórunn áhættu því þá er ekki hægt að sjá hvort meinið myndast að nýju. „Maður gerir sér enga grein fyrir stærðum. Ég hikaði ekki einu sinni þegar mér var sagt að sárið yrði tíu sentimetrar í þver­ mál. Ég fékk því rosalegt sjokk þegar umbúðirnar voru teknar af sárinu.“ Hún lýsir því hvernig húðin af lærinu á henni hafi verið skorin af, rétt eins og með osta­ skera. „Ég gat ekki ímyndað mér hvað biði mín þegar læknirinn lýsti aðgerðinni. Í huga mínum var ekkert alvarlegt að mér. Ég fann jú fyrir slappleika en ekki gat ég merkt að ég væri með krabbamein.“ Eftir mesta sjokkið hugsaði hún að þar sem sárið væri á maganum ætti hún auðvelt með að fela það. „Fólk hefur greinst með svona æxli í andliti og þá þarf að skera stykki þar úr.“ Var varnarlaus og lífhrædd Eftir að æxlið var skorið burt tók við erfiður tími á meðan hún beið eftir niðurstöðunum um það hvort krabbameinið hefði borist í eitla og aðra líkamsparta. „Ég var og er lífhrædd og biðin var það erfiðasta í öllu ferlinu. Ég var varnarlaus. Fannst ég ekkert geta gert.“ Æxlið var sent til Bos­ ton í Bandaríkjunum í rannsókn. Skoðað var hvort brúnirnar sem skornar voru burt væru hreinar. Ljóst var að komist hafði verið fyrir meinið. „Ég get ekki lýst tilfinning­ unum öðruvísi en að ég grét af létti. Ég hafði verið svo sjúklega hrædd.“ Þórunn segir algengt að fólk leiti til læknis með stíflaða fituk­ irtla. Hún hafi því fengið að heyra að hún væri góð áminning fyrir læknana; að þeir slái engu föstu án þess að rýna í málið. Hún ákvað því að panta sér tíma hjá læknunum tveimur sem sendu hana heim með krabbameinið sem stíflaðan fitukirtil og sýna þeim sárið. „Þeir tóku mér vel. Ég ber ekki kala til þeirra og ég treysti heil­ brigðiskerfinu. Maður verður að gera það. Enda upplifði ég það þegar ég lá inni á spítalanum að þar vinna englar í mannsmynd.“ Þakkar fyrir lífið og heldur áfram Skinnið yfir sárinu hefur tekið sama lit og húðin í kring. Þórunn er komin á fullt í vinnu og rækt­ inni. „Það er ekki langt síðan ég fór að geta komið við þetta svæði. Tilfinningin er öðruvísi og ég get ekki sagt að mér finnist hún þægi­ leg. Ég verð nú að viðurkenna að ég er hrædd við þetta þunna húð­ lag sem liggur yfir vöðvanum og hlífi mér,“ segir hún. „Núna þykir mér orðið vænt um þetta gat. Ef það væri ekki þarna væri ég hugsanlega ekki hér. Ég finn fyrir svo miklu þakklæti og tek það að vera á lífi, geta sinnt börnunum mínum og verið heil­ brigð fram yfir útlitið. En hefði ég beðið lengur, mánuði, jafnvel ár, hefði hugsanlega ekki verið hægt að bjarga mér. Í óheppninni er ég heppin.“ E ftir sjö mánaða þrautagöngu milli lækna með hnúð á kviðnum fékk hún hugboð sitt staðfest. Í byrjun árs lá Þórunn á spítala með tíu sentimetra gat á mag­ anum. Allt daglegt amstur var henni um megn og hún gat ekki sinnt grunnþörfum sínum eða barna sinna, eins og að baða sig og borða. Hún þurfti hjálp og gekk við göngugrind. Börnin hennar tvö áttuðu sig ekki á alvarleika sjúkdómsins, enda sonurinn aðeins eins árs og dótt­ irin fjögurra ára. „Þarna sá ég hversu mikill for­ réttindapúki ég hafði verið. Ég var komin í aðstæður sem ég hafði aldrei hugsað út í og átt­ aði mig á því að ég gerði ekkert heilsulaus,“ segir hún en þegar hún greindist var hún í topp­ formi. „Ég er langt komin með að koma skrokknum í samt lag en andlega hliðin er rifin og tætt eftir þessa reynslu. Ég finn að ég hugsa um það hvað verður um börnin mín, verði ég ekki til staðar þegar þau stækka. Ég hef fundið til mikillar vanlíðanar en svo ríf ég mig upp. Maður kemst alltaf á lappirnar aftur. Það hefur komið mér á óvart hve mikið andlega álagið er og stutt í grátinn. Ég er meyr og má ekki við neinu – og það breytist ekki nema ég vinni í því. Það ætla ég að gera enda óttast ég að takist ég ekki á við þetta fái ég það ein­ hvern veginn í hausinn,“ segir hún og viðurkennir að reynslan hafi breytt henni. „Ég er meðvituð um hversu stutt er á milli þess að allt gangi í haginn og svo að berjast fyrir lífi sínu – eða upplifa sorg. Það er ekki hægt að útskýra þakklætið sem ég upplifi fyrir að fá að sofna á kvöldin og vakna á morgnana og þækklætið fyrir að fá að fylgja börnunum mínum í leik.“ Úr leik í upphafi árs Þórunn er 33 ára, dóttir Sigríðar Báru Hermannsdóttur og Krist­ jáns Einarssonar. Hún ólst upp í Breiðholti ásamt þremur systk­ inum og vinnur í Rekstrarvörum, sem er í eigu foreldra hennar. „Ég fanga því að hafa haft skiln­ ingsríka vinnuveitendur,“ segir hún hressilega. Hún er full orku og erfitt að sjá að hún hafi verið dæmd úr leik í upphafi árs. Eftir hálfsmánaðardvöl á spítala gekk hún með magabelti sem hún reyrði að sér og var á verkjalyfj­ um á meðan sárið greri. Það tók sinn tíma því skinnið sem skorið var af lærinu á henni og sett í sár­ ið greri ekki vel á nýja staðnum. „Ég gat ekki haldið á syni mínum í nokkra mánuði á eftir. Hann var ekki sáttur við mig,“ „Ég var tifandi tímasprengja“ Þórunn Helga Kristjánsdóttir Þórunn er komin á fullt í vinnu og ræktina eftir að hafa greinst með illkynja krabbamein seint á síðasta ári. Hún verður nú í reglulegu eftirliti næstu tíu árin; er í gjörgæsluhópi. Ljósmynd/TeiTur jónasson Er ég að deyja?“ spurði Þórunn Helga Kristjáns- dóttir lækninn þegar hann hringdi í hana á Þorláks- messu fyrir tæpu ári og sagði henni að hún væri með illkynja æxli í húð á maga. Hún stóð þá inni í verslun og var að kaupa síð- ustu merkimiðana og kortin fyrir jólin. „Það komst ekk- ert annað að; krabbamein samasem dauði.“ Hér má sjá kviðinn á Þórunni fyrir aðgerð og eftir. myndirnar hér fyrir neðan tók hún á símann sinn. Búið er að loka sárinu með skinni af lærinu. efst má sjá hvernig sárið greri og hvernig það verður til næstu ára. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Aumingja læknirinn var miður sín yfir því að hringja í mig á Þorláksmessu. Þegar ég hitti hann síðar um daginn með mömmu og systur minni útskýrði hann að æxlið væri illkynja. 26 viðtal Helgin 1.-3. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.